Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2024 23:17 Neymar er að renna út á samning hjá Al-Hilal næsta sumar en hann hefur lítið sem ekkert spilað með liðinu vegna meiðsla. Getty/Yasser Bakhsh Framtíð brasilíska knattspyrnumannsins Neymars er í mikilli óvissu samkvæmt erlendum fjölmiðlum þar sem hann hefur lítið getað spilað í Sádí Arabíu vegna meiðsla. Hann sleit fyrst krossband og meiddist síðan strax í öðrum leik eftir að hann kom til baka eftir langa fjarveru. Nú þykir líklegast að hann framlengi ekki samning sinn hjá sádi-arabíska félaginu Al Hilal. Samningurinn hans rennur út í sumar. Fjölmiðlamenn hafa verið duglegir að vakta kaup kappans á íbúðum til að fá einhverja vísbendingar um næstu skref. Hann átti að hafa keypt sér íbúð á Miami sem átti að þýða að hann væri á leiðinni til Inter Miami. Neymar hefur einnig verið orðaður við endurkomu til uppeldisfélagsins Santos. Nýjustu íbúðarkaup hans eru hins vegar í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Neymar keypti sér þar 54 milljón dollara þakíbúð í nýju og glæsilegu háhýsi en það er íbúð upp á 7,4 milljarða íslenskra króna. Háhýsið er á besta stað í miðborg Dúbæ. Íbúðin er full af nýjustu tækni og þykir vera eins flott og þær finnast í þessum heimi lúxusíbúða. Mesta athygli hefur vakið að Neymar hefur ekki aðeins einkalyftu upp í íbúð sína heldur getur hann einnig tekið bílinn sinn með upp í íbúð. Byggingafélagið Bugatti vakti athygli á þessum kaupum Neymars. Það eru 182 lúxusíbúðir í húsinu og þarna má finna einkaströnd, sundlaug, líkamsræktarklúbb og sérstakan klúbb sem er aðeins fyrir íbúa hússins. View this post on Instagram A post shared by Foot Mercato (@footmercato) Sádiarabíski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Hann sleit fyrst krossband og meiddist síðan strax í öðrum leik eftir að hann kom til baka eftir langa fjarveru. Nú þykir líklegast að hann framlengi ekki samning sinn hjá sádi-arabíska félaginu Al Hilal. Samningurinn hans rennur út í sumar. Fjölmiðlamenn hafa verið duglegir að vakta kaup kappans á íbúðum til að fá einhverja vísbendingar um næstu skref. Hann átti að hafa keypt sér íbúð á Miami sem átti að þýða að hann væri á leiðinni til Inter Miami. Neymar hefur einnig verið orðaður við endurkomu til uppeldisfélagsins Santos. Nýjustu íbúðarkaup hans eru hins vegar í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Neymar keypti sér þar 54 milljón dollara þakíbúð í nýju og glæsilegu háhýsi en það er íbúð upp á 7,4 milljarða íslenskra króna. Háhýsið er á besta stað í miðborg Dúbæ. Íbúðin er full af nýjustu tækni og þykir vera eins flott og þær finnast í þessum heimi lúxusíbúða. Mesta athygli hefur vakið að Neymar hefur ekki aðeins einkalyftu upp í íbúð sína heldur getur hann einnig tekið bílinn sinn með upp í íbúð. Byggingafélagið Bugatti vakti athygli á þessum kaupum Neymars. Það eru 182 lúxusíbúðir í húsinu og þarna má finna einkaströnd, sundlaug, líkamsræktarklúbb og sérstakan klúbb sem er aðeins fyrir íbúa hússins. View this post on Instagram A post shared by Foot Mercato (@footmercato)
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira