Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar 19. nóvember 2024 10:01 Á Íslandi erum við í einstakri stöðu með okkar náttúrulegu auðlindir til raforkuframleiðslu. Til að tryggja sem besta nýtingu þeirra og stuðla að orkuskiptum er nauðsynlegt að efla flutnings- og dreifikerfið. Með styrkingu þess getum við aukið orkuöryggi, minnkað orkutap og tryggt að auðlindirnar okkar nýtist íbúum og atvinnulífi um land allt. Þó að mikið sé rætt um virkjanakosti og nýtingu auðlinda, er jafn mikilvægt að horfa til þess hvernig raforkan kemst til neytenda um landið. Tapið í kerfinu jafngildir orkuþörf heimila landsins Heimilum landsins, sem nýta einungis um 5% af heildarraforku landsins, verður tryggð öruggari og stöðugri afhending orku með styrkingu flutnings- og dreifikerfisins. Það magn rafmagns sem nú tapast í kerfinu vegna spennuþrepunar frá 220 kV í 130 kV jafnast á við alla orkunotkun heimila landsins. Með þessum breytingum verður ekki aðeins bætt afhending orku, heldur opnast nýir möguleikar fyrir smávirkjanir og nýjar orkutegundir, eins og vindorku, sem gætu stuðlað að enn frekara orkuöryggi og fjölbreyttari lausnum. Kerfisáætlun Landsnets – Skref í átt að sjálfbærni Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi orkumálastjóri, samþykkti nýlega kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2023–2032, sem markar mikilvægt skref í átt að bættu orkuöryggi og sjálfbærni. Áætlunin felur í sér uppfærslu á flutningskerfinu með nýrri kynslóð byggðalínu, þar sem samfelld 220 kV tenging verður frá Hvalfirði, norður um land og inn á Austurlandskerfið. Með þessari nýju tengingu eykst flutningsgeta milli landshluta, truflanir minnka og orkutap vegna spennuþrepunar verður að mestu úr sögunni. Aukin nýsköpun og atvinnuuppbygging um land allt Þessar umbætur gera Ísland betur í stakk búið til að takast á við orkuskipti, sem eru grundvöllur þess að landið verði minna háð innfluttri olíu og eldsneyti. Jafnframt munu breytingarnar hafa víðtæk áhrif á atvinnulíf og nýsköpun um land allt. Með öruggari og stöðugri afhendingu rafmagns verður auðveldara fyrir fyrirtæki að fá stöðugan aðgang að orku, sem er lykill að nýsköpun og þróun í fjölbreyttum atvinnugreinum. Sérstaklega mun þetta hafa jákvæð áhrif á landsbyggðina, þar sem orkuöryggi opnar dyr fyrir ný fyrirtæki og tæknilausnir. Verum ekki háð öðrum auðlindum en okkar eigin Við eigum að treysta á okkar eigin auðlindir og tryggja að þær séu nýttar á sjálfbæran og ábyrgan hátt til hagsbóta fyrir þjóðina. Með orkuskiptum, þar sem áhersla er lögð á endurnýjanlegar orkulindir eins og vatnsafl, jarðvarma og vindorku, getum við minnkað þörfina á innflutningi orkugjafa eins og olíu og jarðgasi. Þetta skref eykur sjálfbærni og dregur úr óvissu sem fylgir því að vera háð erlendum markaðsbreytingum. Mikilvægt er að íslenskar orkuauðlindir séu áfram í eigu og forræði þjóðarinnar, þar sem þær tryggja áreiðanlega og hagkvæma orku fyrir heimili og fyrirtæki. Innviðir eins og Landsvirkjun gegna lykilhlutverki í að viðhalda þessu jafnvægi. Með því að halda eignarhaldi auðlindanna innanlands tryggjum við að arðurinn af nýtingu þeirra nýtist samfélaginu í heild og að ákvarðanir um nýtingu þeirra séu teknar með langtímamarkmið um sjálfbærni að leiðarljósi. Þetta er ekki einungis spurning um orkuöryggi – það er líka spurning um sjálfstæði, samfélagslega ábyrgð í þágu allra landsmanna. Höfundur er orku- og umhverfistæknifræðingur og skipar 4. sæti lista Framsóknar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Orkumál Fida Abu Libdeh Framsóknarflokkurinn Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi erum við í einstakri stöðu með okkar náttúrulegu auðlindir til raforkuframleiðslu. Til að tryggja sem besta nýtingu þeirra og stuðla að orkuskiptum er nauðsynlegt að efla flutnings- og dreifikerfið. Með styrkingu þess getum við aukið orkuöryggi, minnkað orkutap og tryggt að auðlindirnar okkar nýtist íbúum og atvinnulífi um land allt. Þó að mikið sé rætt um virkjanakosti og nýtingu auðlinda, er jafn mikilvægt að horfa til þess hvernig raforkan kemst til neytenda um landið. Tapið í kerfinu jafngildir orkuþörf heimila landsins Heimilum landsins, sem nýta einungis um 5% af heildarraforku landsins, verður tryggð öruggari og stöðugri afhending orku með styrkingu flutnings- og dreifikerfisins. Það magn rafmagns sem nú tapast í kerfinu vegna spennuþrepunar frá 220 kV í 130 kV jafnast á við alla orkunotkun heimila landsins. Með þessum breytingum verður ekki aðeins bætt afhending orku, heldur opnast nýir möguleikar fyrir smávirkjanir og nýjar orkutegundir, eins og vindorku, sem gætu stuðlað að enn frekara orkuöryggi og fjölbreyttari lausnum. Kerfisáætlun Landsnets – Skref í átt að sjálfbærni Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi orkumálastjóri, samþykkti nýlega kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2023–2032, sem markar mikilvægt skref í átt að bættu orkuöryggi og sjálfbærni. Áætlunin felur í sér uppfærslu á flutningskerfinu með nýrri kynslóð byggðalínu, þar sem samfelld 220 kV tenging verður frá Hvalfirði, norður um land og inn á Austurlandskerfið. Með þessari nýju tengingu eykst flutningsgeta milli landshluta, truflanir minnka og orkutap vegna spennuþrepunar verður að mestu úr sögunni. Aukin nýsköpun og atvinnuuppbygging um land allt Þessar umbætur gera Ísland betur í stakk búið til að takast á við orkuskipti, sem eru grundvöllur þess að landið verði minna háð innfluttri olíu og eldsneyti. Jafnframt munu breytingarnar hafa víðtæk áhrif á atvinnulíf og nýsköpun um land allt. Með öruggari og stöðugri afhendingu rafmagns verður auðveldara fyrir fyrirtæki að fá stöðugan aðgang að orku, sem er lykill að nýsköpun og þróun í fjölbreyttum atvinnugreinum. Sérstaklega mun þetta hafa jákvæð áhrif á landsbyggðina, þar sem orkuöryggi opnar dyr fyrir ný fyrirtæki og tæknilausnir. Verum ekki háð öðrum auðlindum en okkar eigin Við eigum að treysta á okkar eigin auðlindir og tryggja að þær séu nýttar á sjálfbæran og ábyrgan hátt til hagsbóta fyrir þjóðina. Með orkuskiptum, þar sem áhersla er lögð á endurnýjanlegar orkulindir eins og vatnsafl, jarðvarma og vindorku, getum við minnkað þörfina á innflutningi orkugjafa eins og olíu og jarðgasi. Þetta skref eykur sjálfbærni og dregur úr óvissu sem fylgir því að vera háð erlendum markaðsbreytingum. Mikilvægt er að íslenskar orkuauðlindir séu áfram í eigu og forræði þjóðarinnar, þar sem þær tryggja áreiðanlega og hagkvæma orku fyrir heimili og fyrirtæki. Innviðir eins og Landsvirkjun gegna lykilhlutverki í að viðhalda þessu jafnvægi. Með því að halda eignarhaldi auðlindanna innanlands tryggjum við að arðurinn af nýtingu þeirra nýtist samfélaginu í heild og að ákvarðanir um nýtingu þeirra séu teknar með langtímamarkmið um sjálfbærni að leiðarljósi. Þetta er ekki einungis spurning um orkuöryggi – það er líka spurning um sjálfstæði, samfélagslega ábyrgð í þágu allra landsmanna. Höfundur er orku- og umhverfistæknifræðingur og skipar 4. sæti lista Framsóknar í Suðurkjördæmi.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun