Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2024 14:49 Óskar Bjarni Óskarsson er einn mesti Valsmaður sem fyrirfinnst og vill félagi sínu allt það besta. vísir/Anton „Ég taldi þetta best fyrir Val,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson sem hættir sem aðalþjálfari karlaliðs Vals í handbolta næsta sumar, í þriðja sinn á ferlinum. Hann vill einnig geta fylgt sonum sínum betur eftir í atvinnumennsku erlendis. Tilkynningin um brotthvarf Óskars kemur daginn fyrir eina af stóru leikjunum sem hafa verið svo margir hjá Val með Óskar á hliðarlínunni, en liðið tekur á móti Vardar frá Norður-Makedóníu í Evrópudeildinni á morgun. Óskar tók við sem aðalþjálfari Vals í þriðja sinn í fyrrasumar, þegar Snorri Steinn Guðjónsson tók við landsliðinu, og undir stjórn Óskars unnu Valsmenn EHF-keppnina í vor, fyrstir íslenskra liða. Það kemur í hlut Ágústs Jóhannssonar, núverandi þjálfara Íslands-og bikarmeistara Valskvenna, að taka við af Óskari næsta sumar. „Ég held að ég sé búinn að vera í tuttugu ár aðalþjálfari, og sex ár sem aðstoðarþjálfari, svo þetta er orðinn góður tími sem ég hef verið í kringum meistaraflokk karla hjá Val,“ segir Óskar. „Engin skyndiákvörðun“ „Þetta var engin skyndiákvörðun [að hætta næsta sumar]. Ég var búinn að taka ákvörðun fyrir þetta tímabil, í góðu, um að taka þetta ár af krafti og gefa stjórninni góðan tíma í að finna góðan mann. Svo það væri ekki gert bara í maí eða júní. Það er ekkert svakalegt á bakvið þetta. Mér finnst ég bara hafa verið dálítið mikið í kringum þetta, sem hefur verið gaman og forréttindi. En ég taldi þetta best fyrir Val og svo er ég sjálfur kominn með tvo drengi út svo að þetta er fjölskyldutengt líka. Ég taldi þetta best fyrir alla aðila, og að gera þetta snemma og faglega,“ segir Óskar sem er pabbi þeirra Benedikts Gunnars Óskarssonar, leikmanns Kolstad í Noregi, og Arnórs Snæs Óskarssonar, leikmanns Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. Óskar Bjarni Óskarsson gerði Val að EHF-bikarmeistara í vor.vísir/Anton Ekki hættur í þjálfun Óskar, sem er einnig aðstoðarlandsliðsþjálfari, segist ekki vera hættur að þjálfa. „Fyrir mig er auðvitað rosalega erfitt að fullyrða eitthvað núna því það hefur auðvitað gerst áður að ég stígi til hliðar og komi inn aftur,“ segir Óskar léttur. „Ég er ekkert hættur þjálfun og er alltaf tilbúinn í hvaða hlutverk sem er. Þetta er ekki í neinum leiðindum við Val heldur með Val að leiðarljósi. Ég tel að það væri gott að fá inn nýja orku. Þó að þetta sé annað árið mitt sem aðalþjálfari þá var ég aðstoðarþjálfari lengi og aðalþjálfari áður. Þetta er í raun kafli síðan 2004. Stundum finnst mér þurfa öðruvísi orku í þetta og ég er mjög glaður að fá Gústa inn í þetta. Hann er mjög reyndur og góður, og kemur með öðruvísi orku,“ segir Óskar. Eins og fyrr segir vildi hann láta forráðamenn Vals vita snemma að hann hygðist hætta næsta sumar, og félagið tilkynnti svo um það í dag: „Þetta er alltaf spurning um bestu tímasetningu. Við erum að fara í stórkostlegan leik á morgun, erum að rétta úr okkur, og ég hef mjög gaman af þessu og ætla mér að gera góða hluti með þetta lið í vetur. Þessi ákvörðun mín er bara tekin snemma en ég ætla að vera í þessu af krafti í vetur.“ Olís-deild karla Valur Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira
Tilkynningin um brotthvarf Óskars kemur daginn fyrir eina af stóru leikjunum sem hafa verið svo margir hjá Val með Óskar á hliðarlínunni, en liðið tekur á móti Vardar frá Norður-Makedóníu í Evrópudeildinni á morgun. Óskar tók við sem aðalþjálfari Vals í þriðja sinn í fyrrasumar, þegar Snorri Steinn Guðjónsson tók við landsliðinu, og undir stjórn Óskars unnu Valsmenn EHF-keppnina í vor, fyrstir íslenskra liða. Það kemur í hlut Ágústs Jóhannssonar, núverandi þjálfara Íslands-og bikarmeistara Valskvenna, að taka við af Óskari næsta sumar. „Ég held að ég sé búinn að vera í tuttugu ár aðalþjálfari, og sex ár sem aðstoðarþjálfari, svo þetta er orðinn góður tími sem ég hef verið í kringum meistaraflokk karla hjá Val,“ segir Óskar. „Engin skyndiákvörðun“ „Þetta var engin skyndiákvörðun [að hætta næsta sumar]. Ég var búinn að taka ákvörðun fyrir þetta tímabil, í góðu, um að taka þetta ár af krafti og gefa stjórninni góðan tíma í að finna góðan mann. Svo það væri ekki gert bara í maí eða júní. Það er ekkert svakalegt á bakvið þetta. Mér finnst ég bara hafa verið dálítið mikið í kringum þetta, sem hefur verið gaman og forréttindi. En ég taldi þetta best fyrir Val og svo er ég sjálfur kominn með tvo drengi út svo að þetta er fjölskyldutengt líka. Ég taldi þetta best fyrir alla aðila, og að gera þetta snemma og faglega,“ segir Óskar sem er pabbi þeirra Benedikts Gunnars Óskarssonar, leikmanns Kolstad í Noregi, og Arnórs Snæs Óskarssonar, leikmanns Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. Óskar Bjarni Óskarsson gerði Val að EHF-bikarmeistara í vor.vísir/Anton Ekki hættur í þjálfun Óskar, sem er einnig aðstoðarlandsliðsþjálfari, segist ekki vera hættur að þjálfa. „Fyrir mig er auðvitað rosalega erfitt að fullyrða eitthvað núna því það hefur auðvitað gerst áður að ég stígi til hliðar og komi inn aftur,“ segir Óskar léttur. „Ég er ekkert hættur þjálfun og er alltaf tilbúinn í hvaða hlutverk sem er. Þetta er ekki í neinum leiðindum við Val heldur með Val að leiðarljósi. Ég tel að það væri gott að fá inn nýja orku. Þó að þetta sé annað árið mitt sem aðalþjálfari þá var ég aðstoðarþjálfari lengi og aðalþjálfari áður. Þetta er í raun kafli síðan 2004. Stundum finnst mér þurfa öðruvísi orku í þetta og ég er mjög glaður að fá Gústa inn í þetta. Hann er mjög reyndur og góður, og kemur með öðruvísi orku,“ segir Óskar. Eins og fyrr segir vildi hann láta forráðamenn Vals vita snemma að hann hygðist hætta næsta sumar, og félagið tilkynnti svo um það í dag: „Þetta er alltaf spurning um bestu tímasetningu. Við erum að fara í stórkostlegan leik á morgun, erum að rétta úr okkur, og ég hef mjög gaman af þessu og ætla mér að gera góða hluti með þetta lið í vetur. Þessi ákvörðun mín er bara tekin snemma en ég ætla að vera í þessu af krafti í vetur.“
Olís-deild karla Valur Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira