Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar 18. nóvember 2024 13:30 Nýverið var heilbrigðisráðherra viðstaddur og sýnilega ánægður þegar forstjóri Sjúkratrygginga skrifaði undir samkomulag við Klínikina um að fyrirtækið tæki að sér svokallaðar efnaskiptaaðgerðir. Þetta virðist í samræmi við nýja stefnu ráðherrans undir nýyrðinu „einkarekstrarvæðing“ sem mér er ekki kunnugt um að hafi hlotið blessun Alþingis, sem þó mætti ætla að væri forsenda fyrir stefnubreytingu af þessu tagi. Annars góður þingmaður Viðreisnar, Sigmar Guðmundsson stundaði svipaðan orðaleik þegar hann mótmælti því að Viðreisn væri að tala fyrir einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og taldi „alveg sjálfsagt og eðlilegt að ríkið geti flýtt fyrir því að fólk fái þjónustu með því að gera samninga sem ríkið greiðir þá fyrir. Það er allt annað en einkavæðing.“ Þetta er rangt hjá Sigmari. Þetta er einkavæðing með svokallaðri „salami aðferð“ sem er vel þekkt aðferð víða og á mörgum sviðum. Lítil sneið er tekin hverju sinni og alltaf undir þeim formerkjum þetta sé bara ein sneið og ekki verði tekið meira. Yfirfært á heilbrigðismálin er sagt að það sé bara verið að leysa tiltekinn bráðavanda, stytta biðlista og þvíumlíkt sem hljómar vel í eyrum okkar allra en engin stefnubreyting á ferðinni. En áður en við vitum er stór hluti af opinberu spægipylsunni horfinn og kominn á einkarekstrardiskinn, án þess að slíkt hafi nokkru sinni verið ákveðið, og fyrr en varir er einkavæðing heilbrigðiskerfisins orðin staðreynd án þess að Alþingi hafi nokkru sinni samþykkt að einkavæða heilbrigðiskerfið. Sérfræðingar í heilbrigðismálum benda ítrekað á vaxandi einkavæðingu heilbrigðiskerfisins hjá okkur og alþjóðlegar skýrslur taka undir, meðan stjórnmálamenn standa hissa í framan og segja – hva, nei, það er engin einkavæðing í gangi hér! Auðvitað er það ekki svo að markaðsvædd heilbrigðisþjónusta skili ekki ágætis heilbrigðisþjónustu og stundum betri en sú opinbera, fyrir suma. En mest öll reynsla, með Bandaríkin sem sönnunargagn númer eitt, bendir til þess að einkarekin heilbrigðisþjónusta sé dýrari en opinber, einfaldlega vegna þess að heilbrigðismarkaðurinn er svo frábrugðinn nær öllum öðrum mörkuðum. Að því er ég fæ best séð taka fræðirit og kennslubækur yfirleitt undir þetta. Til viðbótar virðist einkarekstur nær ætíð ýta undir meiri mismun milli ríkra og fátækra í aðgengi að þjónustu. Í þessu tiltekna máli er ekki ólíklegt að útvistun aðgerða til einkaaðila hafi þau áhrif að kostnaður á hverja aðgerð á opinberu sjúkrahúsi hækki, því fasti kostnaðurinn dreifist nú á færri aðgerðir en áður. Svokallaðar færibandaaðgerðir af þessu tagi eru gjarna mikilvægar í því að viðhalda hagkvæmni á skurðdeildum sjúkrahúsa. Peningarnir sem Klínikin fær fyrir þessar aðgerðir eru auðvitað peningar sem annars hefðu getað farið á opinberu sjúkrahúsin. Alþingi virðist nú ætla að auka enn frekar tilefni til einkavæðingar af þessu tagi með því að draga úr fjármunum til að ljúka við byggingu nýja Landspítalans, með þeirri hundalógík að það þurfi að spara í rekstri ríkisins. Þótt svona rökstuðningur teljist vera í samræmi við viðurkenndar aðferðir í fjárlagagerð, þá sér hver sæmilega skynsöm manneskja að það er enginn sparnaður fólginn í því að klára ekki byggingu sem er langt komin, þvert á móti. Ein megin röksemdin fyrir byggingu spítalans var að aukin hagræðing mundi nást þegar hann væri tilbúinn. Frestun verkloka gerir ekkert annað en að fresta því að hagræðingin skili sér. Auk þess er það velþekkt að langur framkvæmdatími er líklega öruggasta ávísun sem til er á að kostnaður fari fram úr áætlun. Með hverju ári sem líður án þess að spítalinn opni skapast þess utan ný tækifæri fyrir samninga við einkaaðila til að „flýta því að fólk fái þjónustu.“ Um þessi mál má auðvitað deila og einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er lögmætt sjónarmið, þótt sá sem þetta ritar telji hann til óþurftar. Mér finnst þó lágmark að þeir stjórnmálamenn sem vilja meiri einkarekstur í heilbrigðisþjónustu nái því fram með samþykkt laga eða þingsályktunar sem með beinum hætti staðfestir slíkt markmið, en leyfi ekki Sjúkratryggingum og Klínikinni sífellt að laumast fram í búr með einkarekstrarhnífinn í hönd að stela sneið af fjármunum til heilbrigðismála. Höfundur var einu sinni hagfræðingur hjá Alþjóðabankanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Nýverið var heilbrigðisráðherra viðstaddur og sýnilega ánægður þegar forstjóri Sjúkratrygginga skrifaði undir samkomulag við Klínikina um að fyrirtækið tæki að sér svokallaðar efnaskiptaaðgerðir. Þetta virðist í samræmi við nýja stefnu ráðherrans undir nýyrðinu „einkarekstrarvæðing“ sem mér er ekki kunnugt um að hafi hlotið blessun Alþingis, sem þó mætti ætla að væri forsenda fyrir stefnubreytingu af þessu tagi. Annars góður þingmaður Viðreisnar, Sigmar Guðmundsson stundaði svipaðan orðaleik þegar hann mótmælti því að Viðreisn væri að tala fyrir einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og taldi „alveg sjálfsagt og eðlilegt að ríkið geti flýtt fyrir því að fólk fái þjónustu með því að gera samninga sem ríkið greiðir þá fyrir. Það er allt annað en einkavæðing.“ Þetta er rangt hjá Sigmari. Þetta er einkavæðing með svokallaðri „salami aðferð“ sem er vel þekkt aðferð víða og á mörgum sviðum. Lítil sneið er tekin hverju sinni og alltaf undir þeim formerkjum þetta sé bara ein sneið og ekki verði tekið meira. Yfirfært á heilbrigðismálin er sagt að það sé bara verið að leysa tiltekinn bráðavanda, stytta biðlista og þvíumlíkt sem hljómar vel í eyrum okkar allra en engin stefnubreyting á ferðinni. En áður en við vitum er stór hluti af opinberu spægipylsunni horfinn og kominn á einkarekstrardiskinn, án þess að slíkt hafi nokkru sinni verið ákveðið, og fyrr en varir er einkavæðing heilbrigðiskerfisins orðin staðreynd án þess að Alþingi hafi nokkru sinni samþykkt að einkavæða heilbrigðiskerfið. Sérfræðingar í heilbrigðismálum benda ítrekað á vaxandi einkavæðingu heilbrigðiskerfisins hjá okkur og alþjóðlegar skýrslur taka undir, meðan stjórnmálamenn standa hissa í framan og segja – hva, nei, það er engin einkavæðing í gangi hér! Auðvitað er það ekki svo að markaðsvædd heilbrigðisþjónusta skili ekki ágætis heilbrigðisþjónustu og stundum betri en sú opinbera, fyrir suma. En mest öll reynsla, með Bandaríkin sem sönnunargagn númer eitt, bendir til þess að einkarekin heilbrigðisþjónusta sé dýrari en opinber, einfaldlega vegna þess að heilbrigðismarkaðurinn er svo frábrugðinn nær öllum öðrum mörkuðum. Að því er ég fæ best séð taka fræðirit og kennslubækur yfirleitt undir þetta. Til viðbótar virðist einkarekstur nær ætíð ýta undir meiri mismun milli ríkra og fátækra í aðgengi að þjónustu. Í þessu tiltekna máli er ekki ólíklegt að útvistun aðgerða til einkaaðila hafi þau áhrif að kostnaður á hverja aðgerð á opinberu sjúkrahúsi hækki, því fasti kostnaðurinn dreifist nú á færri aðgerðir en áður. Svokallaðar færibandaaðgerðir af þessu tagi eru gjarna mikilvægar í því að viðhalda hagkvæmni á skurðdeildum sjúkrahúsa. Peningarnir sem Klínikin fær fyrir þessar aðgerðir eru auðvitað peningar sem annars hefðu getað farið á opinberu sjúkrahúsin. Alþingi virðist nú ætla að auka enn frekar tilefni til einkavæðingar af þessu tagi með því að draga úr fjármunum til að ljúka við byggingu nýja Landspítalans, með þeirri hundalógík að það þurfi að spara í rekstri ríkisins. Þótt svona rökstuðningur teljist vera í samræmi við viðurkenndar aðferðir í fjárlagagerð, þá sér hver sæmilega skynsöm manneskja að það er enginn sparnaður fólginn í því að klára ekki byggingu sem er langt komin, þvert á móti. Ein megin röksemdin fyrir byggingu spítalans var að aukin hagræðing mundi nást þegar hann væri tilbúinn. Frestun verkloka gerir ekkert annað en að fresta því að hagræðingin skili sér. Auk þess er það velþekkt að langur framkvæmdatími er líklega öruggasta ávísun sem til er á að kostnaður fari fram úr áætlun. Með hverju ári sem líður án þess að spítalinn opni skapast þess utan ný tækifæri fyrir samninga við einkaaðila til að „flýta því að fólk fái þjónustu.“ Um þessi mál má auðvitað deila og einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er lögmætt sjónarmið, þótt sá sem þetta ritar telji hann til óþurftar. Mér finnst þó lágmark að þeir stjórnmálamenn sem vilja meiri einkarekstur í heilbrigðisþjónustu nái því fram með samþykkt laga eða þingsályktunar sem með beinum hætti staðfestir slíkt markmið, en leyfi ekki Sjúkratryggingum og Klínikinni sífellt að laumast fram í búr með einkarekstrarhnífinn í hönd að stela sneið af fjármunum til heilbrigðismála. Höfundur var einu sinni hagfræðingur hjá Alþjóðabankanum.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar