Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar 18. nóvember 2024 13:17 Auglýst er eftir sveitarstjórnarmönnum. Þeir sem kunna að hafa orðið þeirra varir eru beðnir um að ýta við þeim og benda þeim á að þeir þurfa að standa sig í starfinu. Á fjögurra ára fresti kjósum við til alþingis og sveitarstjórna, þó ekki á sama tíma. Þeir sem eru kjörnir eru kjörnir til að sinna þeim málefnum sem liggja á þeirra borðum. Semja um alls kyns hluti og standa við þá samninga. Bæði alþingis- og sveitarstjórnamenn hafa umboð almennings til að ganga til kjaraviðræðna við þá hópa sem heyra annars vegar undir ríkið – ríkisstarfsmenn – og hins vegar þá sem heyra undir sveitarstjórnir – starfsmenn bæja, borga og annarra sveitarfélaga. Almenningur gerir ráð fyrir að þeir samningar sem eru gerðir við starfsmenn ríkis og bæja séu þess eðlis að staðið sé við þá þannig að ekki komi til aðgerða að hálfu starfsmannanna til að fá greitt skv. undirrituðu samkomulagi. Í dag erum við stödd á þessari vegferð. Gert var samkomulag um laun opinberra starfsmanna um leið og samkomulag var gert við sama hóp um breytingu á lífeyrisréttindum. Þegar gert er samkomulag eða samningur þá er ekki nóg að annar aðili samkomulagsins standi við sitt. Opinberir starfsmenn tóku á sig skerðingu lífeyrisréttinda þegar ábyrgð ríkisins féll burt með þeim formerkjum að brátt yrðu laun þeirra þau sömu og hjá almennum sambærilegum stéttum. Þannig myndu opinberir starfsmenn greiða hærri greiðslu í lífeyri og fá þannig svipað út úr lífeyri og þeir hefðu fengið ef ekki hefði komið til skerðingar. Í dag eru verkföll í gangi og sér ekki fyrir endann á þeim. Það er ekki vegna þess að kennarar vilja fara í verkfall. Það er ekki vegna þess að kennarar vilja aftur sín gömlu lífeyrisréttindi. Það er ekki vegna þess að kennarar vilja sleppa því að hitta nemendur. Það er ekki vegna þess að kennarar eru mikið veikir. Það er vegna þess að ríkið og sveitarfélögin hafa ekki staðið við sinn hluta samkomulagsins. Það er vegna þess að ríkið og sveitarfélög hafa ekki uppfyllt sinn hluta samkomulagsins frá því fyrir ÁTTA árum. Sveitarstjórnarmenn fela sig á bak við samninganefnd sveitarfélaga. Samninganefnd sveitarfélaga fær sitt umboð frá sveitarstjórnarmönnum. Sveitarstjórnarmönnum er í lófa lagt að stöðva öll verkföll. Þeir þurfa bara að viðurkenna samkomulagið, hefja greiðslur vegna þess og fá kennara til baka og börnin í skólana. Þeir vilja það bara ekki. Því segi ég... hvar eru þeir sem eru kosnir til þess að bera ábyrgð á því samkomulagi sem var gert. Samkomulagið er til staðar, þrátt fyrir að nýtt fólk sé víða komið í sveitastjórnir. Nú þarf þetta sama fólk að koma úr felum, hvetja samninganefndina sína til að ganga frá þessum málum og geta þá, en ekki fyrr en þá, gengið hnarrreist inn í skólana og hrósað kennurum og nemendum á hátíðastundum fyrir vel unnin störf. Sveitarstjórnarmenn verða líka að átta sig á einni hliðargrein þessarar baráttu. Kennarar hafa blásið rykið af vanefndum viðsemjenda sinna og sýnt fram á svart á hvítu hve illa greitt er fyrir kennarastarfið miðað við önnur sérfræðistörf með sambærilega menntun á bak við sig. Nemendur sem nú eru að spá í framtíðina sjá þetta. Þeir eru að spá í sína tekjumöguleika í lífinu til jafns við það að geta unnið við það sem heillar þá mest. Sumir munu verða í vandræðum ef ekki verður búið að leysa úr þessari deilu í vor. Það er alveg ljóst að framtíðarháskólanemar munu velta málunum betur fyrir sér áður en þeir setjast á kennaranámsbekkinn því nú vita þeir sem ekki vissu fyrir að kennarastarfið er vanmetið af þeim sem greiða þeim launin. Rífið ykkur í gang sveitarstjórnarmenn og þið kjörnu þingmenn og rekið af ykkur slyðruorðið, því að það eruð þið sem hafið lokaorðið en ekki ráðnir erindrekar í samninganefndinni ykkar. Höfundur er kennari við Brekkuskóla á Akureyri og í stjórn og samninganefnd FG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Auglýst er eftir sveitarstjórnarmönnum. Þeir sem kunna að hafa orðið þeirra varir eru beðnir um að ýta við þeim og benda þeim á að þeir þurfa að standa sig í starfinu. Á fjögurra ára fresti kjósum við til alþingis og sveitarstjórna, þó ekki á sama tíma. Þeir sem eru kjörnir eru kjörnir til að sinna þeim málefnum sem liggja á þeirra borðum. Semja um alls kyns hluti og standa við þá samninga. Bæði alþingis- og sveitarstjórnamenn hafa umboð almennings til að ganga til kjaraviðræðna við þá hópa sem heyra annars vegar undir ríkið – ríkisstarfsmenn – og hins vegar þá sem heyra undir sveitarstjórnir – starfsmenn bæja, borga og annarra sveitarfélaga. Almenningur gerir ráð fyrir að þeir samningar sem eru gerðir við starfsmenn ríkis og bæja séu þess eðlis að staðið sé við þá þannig að ekki komi til aðgerða að hálfu starfsmannanna til að fá greitt skv. undirrituðu samkomulagi. Í dag erum við stödd á þessari vegferð. Gert var samkomulag um laun opinberra starfsmanna um leið og samkomulag var gert við sama hóp um breytingu á lífeyrisréttindum. Þegar gert er samkomulag eða samningur þá er ekki nóg að annar aðili samkomulagsins standi við sitt. Opinberir starfsmenn tóku á sig skerðingu lífeyrisréttinda þegar ábyrgð ríkisins féll burt með þeim formerkjum að brátt yrðu laun þeirra þau sömu og hjá almennum sambærilegum stéttum. Þannig myndu opinberir starfsmenn greiða hærri greiðslu í lífeyri og fá þannig svipað út úr lífeyri og þeir hefðu fengið ef ekki hefði komið til skerðingar. Í dag eru verkföll í gangi og sér ekki fyrir endann á þeim. Það er ekki vegna þess að kennarar vilja fara í verkfall. Það er ekki vegna þess að kennarar vilja aftur sín gömlu lífeyrisréttindi. Það er ekki vegna þess að kennarar vilja sleppa því að hitta nemendur. Það er ekki vegna þess að kennarar eru mikið veikir. Það er vegna þess að ríkið og sveitarfélögin hafa ekki staðið við sinn hluta samkomulagsins. Það er vegna þess að ríkið og sveitarfélög hafa ekki uppfyllt sinn hluta samkomulagsins frá því fyrir ÁTTA árum. Sveitarstjórnarmenn fela sig á bak við samninganefnd sveitarfélaga. Samninganefnd sveitarfélaga fær sitt umboð frá sveitarstjórnarmönnum. Sveitarstjórnarmönnum er í lófa lagt að stöðva öll verkföll. Þeir þurfa bara að viðurkenna samkomulagið, hefja greiðslur vegna þess og fá kennara til baka og börnin í skólana. Þeir vilja það bara ekki. Því segi ég... hvar eru þeir sem eru kosnir til þess að bera ábyrgð á því samkomulagi sem var gert. Samkomulagið er til staðar, þrátt fyrir að nýtt fólk sé víða komið í sveitastjórnir. Nú þarf þetta sama fólk að koma úr felum, hvetja samninganefndina sína til að ganga frá þessum málum og geta þá, en ekki fyrr en þá, gengið hnarrreist inn í skólana og hrósað kennurum og nemendum á hátíðastundum fyrir vel unnin störf. Sveitarstjórnarmenn verða líka að átta sig á einni hliðargrein þessarar baráttu. Kennarar hafa blásið rykið af vanefndum viðsemjenda sinna og sýnt fram á svart á hvítu hve illa greitt er fyrir kennarastarfið miðað við önnur sérfræðistörf með sambærilega menntun á bak við sig. Nemendur sem nú eru að spá í framtíðina sjá þetta. Þeir eru að spá í sína tekjumöguleika í lífinu til jafns við það að geta unnið við það sem heillar þá mest. Sumir munu verða í vandræðum ef ekki verður búið að leysa úr þessari deilu í vor. Það er alveg ljóst að framtíðarháskólanemar munu velta málunum betur fyrir sér áður en þeir setjast á kennaranámsbekkinn því nú vita þeir sem ekki vissu fyrir að kennarastarfið er vanmetið af þeim sem greiða þeim launin. Rífið ykkur í gang sveitarstjórnarmenn og þið kjörnu þingmenn og rekið af ykkur slyðruorðið, því að það eruð þið sem hafið lokaorðið en ekki ráðnir erindrekar í samninganefndinni ykkar. Höfundur er kennari við Brekkuskóla á Akureyri og í stjórn og samninganefnd FG.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar