Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar 18. nóvember 2024 11:15 Fyrir skömmu sendum við þingmönnum bréf vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem Kvikmyndasjóður var kominn í eftir mikinn niðurskurð á síðustu þremur árum. Það stefndi í að sjóðurinn væri kominn á sama stað og hann var fyrir tveimur áratugum. Á þessu ári fengu aðeins tvær leiknar kvikmyndir í fullri lengd framleiðslustyrk, en það gerðist síðast árið 1980. Venjulega framleiðum við 4-6 leiknar kvikmyndir á ári. Við þessari slæmu stöðu varð að bregðast og undir áskorun þess efnis skrifuðu 717 manns sem starfa í greininni. Alþingi og ekki síst fjárlaganefnd brugðust við þessu ákalli og settu sig inn í málið. Niðurstaðan varð sú að nefndin lagði til við þingið að Kvikmyndasjóður fengi viðbótarframlag á þessu ári og því næsta. Fréttir af þessari niðurstöðu hafa farið eins og eldur í sinu um kvikmyndabransann og vakið mikla eftirtekt og ánægju. Við höfum talað fyrir daufum eyrum undanfarin ár, eins og ljóst er af stöðu sjóðsins, og því erum við sérstaklega ánægð með að hafa náð eyrum þess fólks sem situr í fjárlaganefnd Alþingis. Það besta við þessa niðurstöðu er að á bakvið tillögu fjárlaganefndar eru fulltrúar Flokks fólksins, Framsóknarflokks, Pírata, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Svo breið þverpólitísk samstaða lofar góðu fyrir framtíð íslenskra kvikmynda (þar er átt við bíómyndir, leikið sjónvarpsefni, heimildar- og stuttmyndir). Framundan eru erfiðir tímar í kvikmyndagerð um allan heim eftir þá stöðnun sem varð í Covid og ekki hefur ennþá gengið til baka. Í þeim mótbyr er mikilvægt að fólkið okkar í stjórnmálunum standi með íslenskri kvikmyndagerð, skilji mikilvægi hennar í nýjum heimi tækni og miðlunar, þar sem hin lifandi mynd er í öndvegi. Íslenskar kvikmyndir eru lykillinn að því að viðhalda íslenskunni, sem er á hröðu undanhaldi undan enskunni. Íslensk kvikmyndagerð er líka leiðin til þess að ná til unga fólksins. Heimur þeirra er heimur mynda og það skiptir miklu máli að íslensk verk, á íslensku, séu eðlilegur hluti af þeirra veruleika. Kvikmyndagerð er eftirsóttur starfsvettvangur fyrir ungt fólk. Mikill fjöldi menntar sig á þessu sviði hér heima og erlendis á hverju ári. Störf í kvikmyndabransanum eru bæði skemmtileg og skapandi og þess vegna sækir ungt fólk í þau. Þessi störf skila bæði menningarlegum og fjárhagslegum ávinningi til samfélagsins og þess vegna eigum við að byggja undir þau. Síðast en ekki síst segja íslenskar kvikmyndir íslenskar sögur, gamlar og nýjar, á tungumáli hinnar lifandi myndar; tungumáli sem allur heimurinn skilur. Þess vegna er íslensk kvikmyndagerð okkur öllum mikilvæg. Það er því með gleði í hjarta sem við þökkum nefndarmönnum fjárlaganefndar og öðrum alþingismönnum fyrir að sýna íslenskri kvikmyndagerð skilning. Sá skilningur er mikils virði - og mun ekki gleymast. H ö fundar gegna hinum ýmsu st ö rfum á sviði kvikmyndalistarinnar. Aníta Briem, Benedikt Erlingsson, Björn B Björnsson, Grímur Hákonarson, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, Hildur Guðnadóttir, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Hrönn Sveinsdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir og Rúnar Rúnarsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvikmyndagerð á Íslandi Alþingi Mest lesið Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Nærandi ferðaþjónusta Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu sendum við þingmönnum bréf vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem Kvikmyndasjóður var kominn í eftir mikinn niðurskurð á síðustu þremur árum. Það stefndi í að sjóðurinn væri kominn á sama stað og hann var fyrir tveimur áratugum. Á þessu ári fengu aðeins tvær leiknar kvikmyndir í fullri lengd framleiðslustyrk, en það gerðist síðast árið 1980. Venjulega framleiðum við 4-6 leiknar kvikmyndir á ári. Við þessari slæmu stöðu varð að bregðast og undir áskorun þess efnis skrifuðu 717 manns sem starfa í greininni. Alþingi og ekki síst fjárlaganefnd brugðust við þessu ákalli og settu sig inn í málið. Niðurstaðan varð sú að nefndin lagði til við þingið að Kvikmyndasjóður fengi viðbótarframlag á þessu ári og því næsta. Fréttir af þessari niðurstöðu hafa farið eins og eldur í sinu um kvikmyndabransann og vakið mikla eftirtekt og ánægju. Við höfum talað fyrir daufum eyrum undanfarin ár, eins og ljóst er af stöðu sjóðsins, og því erum við sérstaklega ánægð með að hafa náð eyrum þess fólks sem situr í fjárlaganefnd Alþingis. Það besta við þessa niðurstöðu er að á bakvið tillögu fjárlaganefndar eru fulltrúar Flokks fólksins, Framsóknarflokks, Pírata, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Svo breið þverpólitísk samstaða lofar góðu fyrir framtíð íslenskra kvikmynda (þar er átt við bíómyndir, leikið sjónvarpsefni, heimildar- og stuttmyndir). Framundan eru erfiðir tímar í kvikmyndagerð um allan heim eftir þá stöðnun sem varð í Covid og ekki hefur ennþá gengið til baka. Í þeim mótbyr er mikilvægt að fólkið okkar í stjórnmálunum standi með íslenskri kvikmyndagerð, skilji mikilvægi hennar í nýjum heimi tækni og miðlunar, þar sem hin lifandi mynd er í öndvegi. Íslenskar kvikmyndir eru lykillinn að því að viðhalda íslenskunni, sem er á hröðu undanhaldi undan enskunni. Íslensk kvikmyndagerð er líka leiðin til þess að ná til unga fólksins. Heimur þeirra er heimur mynda og það skiptir miklu máli að íslensk verk, á íslensku, séu eðlilegur hluti af þeirra veruleika. Kvikmyndagerð er eftirsóttur starfsvettvangur fyrir ungt fólk. Mikill fjöldi menntar sig á þessu sviði hér heima og erlendis á hverju ári. Störf í kvikmyndabransanum eru bæði skemmtileg og skapandi og þess vegna sækir ungt fólk í þau. Þessi störf skila bæði menningarlegum og fjárhagslegum ávinningi til samfélagsins og þess vegna eigum við að byggja undir þau. Síðast en ekki síst segja íslenskar kvikmyndir íslenskar sögur, gamlar og nýjar, á tungumáli hinnar lifandi myndar; tungumáli sem allur heimurinn skilur. Þess vegna er íslensk kvikmyndagerð okkur öllum mikilvæg. Það er því með gleði í hjarta sem við þökkum nefndarmönnum fjárlaganefndar og öðrum alþingismönnum fyrir að sýna íslenskri kvikmyndagerð skilning. Sá skilningur er mikils virði - og mun ekki gleymast. H ö fundar gegna hinum ýmsu st ö rfum á sviði kvikmyndalistarinnar. Aníta Briem, Benedikt Erlingsson, Björn B Björnsson, Grímur Hákonarson, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, Hildur Guðnadóttir, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Hrönn Sveinsdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir og Rúnar Rúnarsson.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun