„Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Smári Jökull Jónsson skrifar 18. nóvember 2024 07:00 Heimir Hallgrímsson mátti horfa upp á lærisveina sína tapa stórt á Wembley. Vísir Heimi Hallgrímssyni fannst ekki ástæða fyrir dómarann í leik Englands og Írlands að reka varnarmann Íra Liam Scales af velli. Hann sagði muninn á stöðu liðanna mikinn. Heimir Hallgrímsson horfði upp á lærisveina sína í írska landsliðinu í knattspyrnu tapa 5-0 gegn Englandi á Wembley í gær. Írar áttu í fullu tré við Englendinga í fyrri hálfleik og var augljóst á stórstjörnum enska liðsins að þeir voru pirraðir á gang mála. „Við vissum að það yrði erfitt að koma hingað á Wembley. Það virðist hafa verið of mikið að spila tíu gegn ellefu. Það var þetta sex mínútna brjálæði, þar sem við fengum þrjú mörk á okkur, sem var gríðarlega erfitt,“ sagði Heimir í viðtali eftir leik. Írar misstu mann af velli á 51. mínútu og í kjölfarið fylgdu þrjú mörk Englendinga á sex mínútna kafla. „Það var hægt að sjá það á andlitum leikmanna og viðbrögðum þeirra að það var mikið áfall andlega. Líkamlega var erfitt að spila einum færri en andlega var það held ég enn erfiðara í dag.“ Klippa: Heimir Hallgrímsson eftir tapið gegn Englandi Heimir var á því að seinna gula spjaldið hefði verið harður dómur og að dómarinn hefði átt að láta vítaspyrnudóminn nægja. „Þú færð á þig víti. Mér fannst ekki nauðsynlegt að gefa gult spjald, þeir fengu vítið og það var plús fyrir þá. Ég þekki kannski ekki reglurnar, kannski er hann að ræna þeim augljósu marktækifæri. Þeir fá vítið en ég sé ekki ástæðu til að gefa annað gult.“ Sagði England ætla sér að verða heimsmeistara en Íra reyna að komast á mótið Heimir sagðist þó geta tekið eitthvað jákvætt úr fyrri hálfleiknum og sagði muninn á stöðu írska og enska liðsins vera mikinn. „Vonandi getum við tekið það jákvæða með okkur. Það er aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap. Samt sem áður þá getur frammistaðan úr fyrri hálfleik gefið okkur eitthvað.“ „11 gegn 11 vörðumst við vel og gáfum ekki mörg færi á okkur. Þar erum við í augnablikinu og munurinn á okkur er að England vill verða heimsmeistari á meðan við viljum reyna að komast á mótið. Það er munurinn núna.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Sjá meira
Heimir Hallgrímsson horfði upp á lærisveina sína í írska landsliðinu í knattspyrnu tapa 5-0 gegn Englandi á Wembley í gær. Írar áttu í fullu tré við Englendinga í fyrri hálfleik og var augljóst á stórstjörnum enska liðsins að þeir voru pirraðir á gang mála. „Við vissum að það yrði erfitt að koma hingað á Wembley. Það virðist hafa verið of mikið að spila tíu gegn ellefu. Það var þetta sex mínútna brjálæði, þar sem við fengum þrjú mörk á okkur, sem var gríðarlega erfitt,“ sagði Heimir í viðtali eftir leik. Írar misstu mann af velli á 51. mínútu og í kjölfarið fylgdu þrjú mörk Englendinga á sex mínútna kafla. „Það var hægt að sjá það á andlitum leikmanna og viðbrögðum þeirra að það var mikið áfall andlega. Líkamlega var erfitt að spila einum færri en andlega var það held ég enn erfiðara í dag.“ Klippa: Heimir Hallgrímsson eftir tapið gegn Englandi Heimir var á því að seinna gula spjaldið hefði verið harður dómur og að dómarinn hefði átt að láta vítaspyrnudóminn nægja. „Þú færð á þig víti. Mér fannst ekki nauðsynlegt að gefa gult spjald, þeir fengu vítið og það var plús fyrir þá. Ég þekki kannski ekki reglurnar, kannski er hann að ræna þeim augljósu marktækifæri. Þeir fá vítið en ég sé ekki ástæðu til að gefa annað gult.“ Sagði England ætla sér að verða heimsmeistara en Íra reyna að komast á mótið Heimir sagðist þó geta tekið eitthvað jákvætt úr fyrri hálfleiknum og sagði muninn á stöðu írska og enska liðsins vera mikinn. „Vonandi getum við tekið það jákvæða með okkur. Það er aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap. Samt sem áður þá getur frammistaðan úr fyrri hálfleik gefið okkur eitthvað.“ „11 gegn 11 vörðumst við vel og gáfum ekki mörg færi á okkur. Þar erum við í augnablikinu og munurinn á okkur er að England vill verða heimsmeistari á meðan við viljum reyna að komast á mótið. Það er munurinn núna.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Sjá meira