„Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Smári Jökull Jónsson skrifar 18. nóvember 2024 07:00 Heimir Hallgrímsson mátti horfa upp á lærisveina sína tapa stórt á Wembley. Vísir Heimi Hallgrímssyni fannst ekki ástæða fyrir dómarann í leik Englands og Írlands að reka varnarmann Íra Liam Scales af velli. Hann sagði muninn á stöðu liðanna mikinn. Heimir Hallgrímsson horfði upp á lærisveina sína í írska landsliðinu í knattspyrnu tapa 5-0 gegn Englandi á Wembley í gær. Írar áttu í fullu tré við Englendinga í fyrri hálfleik og var augljóst á stórstjörnum enska liðsins að þeir voru pirraðir á gang mála. „Við vissum að það yrði erfitt að koma hingað á Wembley. Það virðist hafa verið of mikið að spila tíu gegn ellefu. Það var þetta sex mínútna brjálæði, þar sem við fengum þrjú mörk á okkur, sem var gríðarlega erfitt,“ sagði Heimir í viðtali eftir leik. Írar misstu mann af velli á 51. mínútu og í kjölfarið fylgdu þrjú mörk Englendinga á sex mínútna kafla. „Það var hægt að sjá það á andlitum leikmanna og viðbrögðum þeirra að það var mikið áfall andlega. Líkamlega var erfitt að spila einum færri en andlega var það held ég enn erfiðara í dag.“ Klippa: Heimir Hallgrímsson eftir tapið gegn Englandi Heimir var á því að seinna gula spjaldið hefði verið harður dómur og að dómarinn hefði átt að láta vítaspyrnudóminn nægja. „Þú færð á þig víti. Mér fannst ekki nauðsynlegt að gefa gult spjald, þeir fengu vítið og það var plús fyrir þá. Ég þekki kannski ekki reglurnar, kannski er hann að ræna þeim augljósu marktækifæri. Þeir fá vítið en ég sé ekki ástæðu til að gefa annað gult.“ Sagði England ætla sér að verða heimsmeistara en Íra reyna að komast á mótið Heimir sagðist þó geta tekið eitthvað jákvætt úr fyrri hálfleiknum og sagði muninn á stöðu írska og enska liðsins vera mikinn. „Vonandi getum við tekið það jákvæða með okkur. Það er aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap. Samt sem áður þá getur frammistaðan úr fyrri hálfleik gefið okkur eitthvað.“ „11 gegn 11 vörðumst við vel og gáfum ekki mörg færi á okkur. Þar erum við í augnablikinu og munurinn á okkur er að England vill verða heimsmeistari á meðan við viljum reyna að komast á mótið. Það er munurinn núna.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Heimir Hallgrímsson horfði upp á lærisveina sína í írska landsliðinu í knattspyrnu tapa 5-0 gegn Englandi á Wembley í gær. Írar áttu í fullu tré við Englendinga í fyrri hálfleik og var augljóst á stórstjörnum enska liðsins að þeir voru pirraðir á gang mála. „Við vissum að það yrði erfitt að koma hingað á Wembley. Það virðist hafa verið of mikið að spila tíu gegn ellefu. Það var þetta sex mínútna brjálæði, þar sem við fengum þrjú mörk á okkur, sem var gríðarlega erfitt,“ sagði Heimir í viðtali eftir leik. Írar misstu mann af velli á 51. mínútu og í kjölfarið fylgdu þrjú mörk Englendinga á sex mínútna kafla. „Það var hægt að sjá það á andlitum leikmanna og viðbrögðum þeirra að það var mikið áfall andlega. Líkamlega var erfitt að spila einum færri en andlega var það held ég enn erfiðara í dag.“ Klippa: Heimir Hallgrímsson eftir tapið gegn Englandi Heimir var á því að seinna gula spjaldið hefði verið harður dómur og að dómarinn hefði átt að láta vítaspyrnudóminn nægja. „Þú færð á þig víti. Mér fannst ekki nauðsynlegt að gefa gult spjald, þeir fengu vítið og það var plús fyrir þá. Ég þekki kannski ekki reglurnar, kannski er hann að ræna þeim augljósu marktækifæri. Þeir fá vítið en ég sé ekki ástæðu til að gefa annað gult.“ Sagði England ætla sér að verða heimsmeistara en Íra reyna að komast á mótið Heimir sagðist þó geta tekið eitthvað jákvætt úr fyrri hálfleiknum og sagði muninn á stöðu írska og enska liðsins vera mikinn. „Vonandi getum við tekið það jákvæða með okkur. Það er aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap. Samt sem áður þá getur frammistaðan úr fyrri hálfleik gefið okkur eitthvað.“ „11 gegn 11 vörðumst við vel og gáfum ekki mörg færi á okkur. Þar erum við í augnablikinu og munurinn á okkur er að England vill verða heimsmeistari á meðan við viljum reyna að komast á mótið. Það er munurinn núna.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira