Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar 16. nóvember 2024 11:47 Undirritaður er heimilislæknir og hefur síðustu ár tekið þátt í gæðastarfi sem tengist ávísun lyfja á Heilbrigðisstofnun Austurlands. Þar ber einna hæst úttektir á ávísun sýklalyfja í landshlutanum í gegnum samstarf við Þróunarmiðstöð Íslenskrar Heilsugæslu, endurskoðun verklags við ávísun ávanalyfja og nú einnig verklag við endurnýjun allra lyfja. Skyndibitavæðing lyfjaendurnýjunar? Undanfarin ár hafa tækniframfarir auðveldað ýmsa þætti lyfjaendurnýjunar fólks, þar á meðal aðgengi að þjónustu og skilvirkni. Engu að síður fylgja þessu bætta aðgengi ákveðnar hættur, sem getur leitt til þess að lyfjaendurnýjun getur farið að minna á nokkurs konar skyndibita-þjónustu, bæði frammi fyrir sjúklingnum, læknum og öðru starfsfólki heilsugæslu eða apóteka. Skjót þjónusta er að sjálfsögðu ekki alltaf undir neikvæðum formerkjum en þegar verið er að ræða ávísun lyfja, oft til margra mánaða eða jafnvel til árs, skiptir máli að ákvarðanir þar að baki séu teknar með fagmennsku að leiðarljósi. Það er í höndum okkar sem höfum fagþekkinguna, að breyta skyndibitaviðhorfinu, á báða bóga. Að allir aðilar séu meðvitaðir um að inntaka lyfja sé alla jafna meðferð sem geti verið ýmist gagnleg, gagnslítil eða skaðleg og þurfi alla jafna að hafa eftirlit með ef um er að ræða meðferð til lengri tíma. Að stefnt sé að ákveðnu markmiði sem geti þurft að endurskoða síðar. Faglegt utanumhald og fræðsla Svo dæmi sé tekið hefur verklag við endurnýjun ávanalyfja á Heilbrigðisstofnun Austurlands í rúman áratug tekið mið af því að reglulegir notendur slíkra lyfja eru hópur sem sérstaklega þarf að gefa gaum og tíma. Læknar og hjúkrunarfræðingar hafa sömuleiðis haldið á lofti fræðslu um kvefpestir sem almennt ekki þarfnast sýklalyfja við og átt samtal sín á milli um skaðann sem ónákvæm notkun sýklalyfja getur valdið, til dæmis að forðast skuli óþarfa notkun breiðvirkra sýklalyfja sem raska örveruflóru fólks. Sem rökrétt framhald þeirrar gæðavinnu hefur nú undanfarið haust einnig verið farið í vinnu við að bæta fagmennsku við framkvæmd almennra lyfjaendurnýjana. Lyfjaendurnýjun á stofnuninni hefur þannig verið gert hærra undir höfði, til að sporna við því að starsfólk falli í gildrur og slæma ávana eins og fljótfærni eða sinnuleysi. Yfirleitt gerist slíkt þegar lyfjaendurnýjun er gerð í hjáverkum og bera stjórnendur þá ríka ábyrgð á að sjá til þess að vinnufyrirkomulag lækna sé með þeim hætti að hægt sé að stunda fagleg vinnubrögð. Sé ekki gætt að þessu geta lyfjameðferðir sumra sjúklinga gengið áfram árum saman án þess að tekin sé afstaða til meðferðarinnar, að eftirfylgd eigi sér stað. Lítill músarsmellur, mikil ábyrgð Þegar læknir endurnýjar lyfjaávísun einstaklings er mikilvægt að hafa hugfast, að hann er með því orðinn virkur þátttakandi í meðferðinni og því fylgir ábyrgð. Það er að sjálfsögðu mikilvægt fyrir sjúklinga að læknar axli þá ábyrgð og séu tilbúnir að standa fyrir og rökstyðja þessa þjónustu eins og aðra læknisþjónustu sem þeir veita. Læknar samþykkja beiðnir um endurnýjun lyfja þegar ekkert mælir gegn því en hafna að sama skapi beiðnum um endurnýjun, ef augljósir annmarkar eru á meðferðinni eða mikilvægar upplýsingar vantar. Dæmi um mikilvægar upplýsingar sem því miður er stundum ábótavant er t.d. eftirfarandi: Við hverju er lyfið notað? Hvert er markmiðið? Hvenær hófst meðferðin? Hver hóf meðferðina og hver ber ábyrgð á henni? Hvenær er stefnt að endurskoðun meðferðar? Gagnkvæmur skilningur Jafn mikilvægt er, að almenningur hafi skilning á því að ekki er alltaf hægt að verða við beiðni þeirra um skyndiafgreiðslu lyfjaendurnýjana án samtals við lækni. Það er sömuleiðis ákaflega mikilvægt að stjórnendur heilbrigðisstofnana og heilsugæslu gæti þess að læknar hafi svigrúm til þess að sinna lyfjaendurnýjun eins og til er ætlast og þetta sé ekki skipulagt sem verkefni sem eigi að sinna á hlaupum eða hundavaði. Það er mikil gæfa að stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Austurlands hafi sýnt því skilning og gefið gaum, hversu vandasamt verkefni lyfjaendurnýjun getur verið, ekki síst í dag þegar kröfur nútímans um hraða afgreiðslu, eru miklar. Höfundur er heimilislæknir á HSA og situr í nefnd um vinnulag við lyfjaendurnýjanir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undirritaður er heimilislæknir og hefur síðustu ár tekið þátt í gæðastarfi sem tengist ávísun lyfja á Heilbrigðisstofnun Austurlands. Þar ber einna hæst úttektir á ávísun sýklalyfja í landshlutanum í gegnum samstarf við Þróunarmiðstöð Íslenskrar Heilsugæslu, endurskoðun verklags við ávísun ávanalyfja og nú einnig verklag við endurnýjun allra lyfja. Skyndibitavæðing lyfjaendurnýjunar? Undanfarin ár hafa tækniframfarir auðveldað ýmsa þætti lyfjaendurnýjunar fólks, þar á meðal aðgengi að þjónustu og skilvirkni. Engu að síður fylgja þessu bætta aðgengi ákveðnar hættur, sem getur leitt til þess að lyfjaendurnýjun getur farið að minna á nokkurs konar skyndibita-þjónustu, bæði frammi fyrir sjúklingnum, læknum og öðru starfsfólki heilsugæslu eða apóteka. Skjót þjónusta er að sjálfsögðu ekki alltaf undir neikvæðum formerkjum en þegar verið er að ræða ávísun lyfja, oft til margra mánaða eða jafnvel til árs, skiptir máli að ákvarðanir þar að baki séu teknar með fagmennsku að leiðarljósi. Það er í höndum okkar sem höfum fagþekkinguna, að breyta skyndibitaviðhorfinu, á báða bóga. Að allir aðilar séu meðvitaðir um að inntaka lyfja sé alla jafna meðferð sem geti verið ýmist gagnleg, gagnslítil eða skaðleg og þurfi alla jafna að hafa eftirlit með ef um er að ræða meðferð til lengri tíma. Að stefnt sé að ákveðnu markmiði sem geti þurft að endurskoða síðar. Faglegt utanumhald og fræðsla Svo dæmi sé tekið hefur verklag við endurnýjun ávanalyfja á Heilbrigðisstofnun Austurlands í rúman áratug tekið mið af því að reglulegir notendur slíkra lyfja eru hópur sem sérstaklega þarf að gefa gaum og tíma. Læknar og hjúkrunarfræðingar hafa sömuleiðis haldið á lofti fræðslu um kvefpestir sem almennt ekki þarfnast sýklalyfja við og átt samtal sín á milli um skaðann sem ónákvæm notkun sýklalyfja getur valdið, til dæmis að forðast skuli óþarfa notkun breiðvirkra sýklalyfja sem raska örveruflóru fólks. Sem rökrétt framhald þeirrar gæðavinnu hefur nú undanfarið haust einnig verið farið í vinnu við að bæta fagmennsku við framkvæmd almennra lyfjaendurnýjana. Lyfjaendurnýjun á stofnuninni hefur þannig verið gert hærra undir höfði, til að sporna við því að starsfólk falli í gildrur og slæma ávana eins og fljótfærni eða sinnuleysi. Yfirleitt gerist slíkt þegar lyfjaendurnýjun er gerð í hjáverkum og bera stjórnendur þá ríka ábyrgð á að sjá til þess að vinnufyrirkomulag lækna sé með þeim hætti að hægt sé að stunda fagleg vinnubrögð. Sé ekki gætt að þessu geta lyfjameðferðir sumra sjúklinga gengið áfram árum saman án þess að tekin sé afstaða til meðferðarinnar, að eftirfylgd eigi sér stað. Lítill músarsmellur, mikil ábyrgð Þegar læknir endurnýjar lyfjaávísun einstaklings er mikilvægt að hafa hugfast, að hann er með því orðinn virkur þátttakandi í meðferðinni og því fylgir ábyrgð. Það er að sjálfsögðu mikilvægt fyrir sjúklinga að læknar axli þá ábyrgð og séu tilbúnir að standa fyrir og rökstyðja þessa þjónustu eins og aðra læknisþjónustu sem þeir veita. Læknar samþykkja beiðnir um endurnýjun lyfja þegar ekkert mælir gegn því en hafna að sama skapi beiðnum um endurnýjun, ef augljósir annmarkar eru á meðferðinni eða mikilvægar upplýsingar vantar. Dæmi um mikilvægar upplýsingar sem því miður er stundum ábótavant er t.d. eftirfarandi: Við hverju er lyfið notað? Hvert er markmiðið? Hvenær hófst meðferðin? Hver hóf meðferðina og hver ber ábyrgð á henni? Hvenær er stefnt að endurskoðun meðferðar? Gagnkvæmur skilningur Jafn mikilvægt er, að almenningur hafi skilning á því að ekki er alltaf hægt að verða við beiðni þeirra um skyndiafgreiðslu lyfjaendurnýjana án samtals við lækni. Það er sömuleiðis ákaflega mikilvægt að stjórnendur heilbrigðisstofnana og heilsugæslu gæti þess að læknar hafi svigrúm til þess að sinna lyfjaendurnýjun eins og til er ætlast og þetta sé ekki skipulagt sem verkefni sem eigi að sinna á hlaupum eða hundavaði. Það er mikil gæfa að stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Austurlands hafi sýnt því skilning og gefið gaum, hversu vandasamt verkefni lyfjaendurnýjun getur verið, ekki síst í dag þegar kröfur nútímans um hraða afgreiðslu, eru miklar. Höfundur er heimilislæknir á HSA og situr í nefnd um vinnulag við lyfjaendurnýjanir.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar