Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar 15. nóvember 2024 08:17 Samfylkingin ætlar að negla niður vextina. Til að laga heimilisbókhaldið hjá fólkinu í landinu. Og fyrir fyrirtækin sem eru föst í íslenskum vöxtum. Samfylking með plan Nú er kominn tími á breytingar. Samfylkingin er eini flokkurinn með plan um að negla niður vextina og verðbólguna. Planið er þríþætt: Við ætlum að fjölga íbúðum strax með bráðaaðgerðum. Við ætlum að tryggja að ríkissjóður valdi ekki verðbólgu með því að taka upp stöðugleikareglu í fjármálum ríkisins. Og við ætlum að taka til í ríkisrekstri – samhliða tekjuöflun með skynsamlegum skattkerfisbreytingum. Þannig lögum við peningaholuna eftir fráfarandi ríkisstjórn. Fjölgum íbúðum strax Með bráðaaðgerðum getum við fjölgað íbúðum á annað þúsund næstu tvö árin, umfram áætlanir, sem heldur aftur af hærra húsnæðisverði – og þar með verðbólgu og vöxtum. Annars vegar með því að losa um íbúðarhúsnæði sem er þegar til en ekki nýtt til íbúðar og hins vegar með því að liðka fyrir fjölgun íbúða sem er hægt að koma hratt á markaðinn. Til þess ætlum við m.a. að ná stjórn á Airbnb, byggja einingahús og breyta atvinnuhúsnæði í vandaðar íbúðir.Þetta er nauðsynleg byrjun til að taka á bráðavandanum. En við leggjum einnig til kerfisbreytingar til lengri tíma til að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði. Stöðugleiki er stærsta efnahagsmálið Nú hafa stýrivextir verið 9% í meira en 1 ár. Verðbólga hefur verið yfir markmiði í 4 ár. Og samkvæmt áætlunum fráfarandi ríkisstjórnar stefnir í að hallarekstur verði á ríkissjóði í 9 ár. Þess vegna ætlar Samfylkingin að breyta lögum um opinber fjármál og taka upp stöðugleikareglu – þannig að „verðbólgufroðunni“ sé ekki eytt strax heldur að nýjum rekstrarútgjöldum sé mætt með hagræðingu og/eða tekjuöflun. Tiltekt og tekjuöflun Loks ætlum við að taka til í ríkisrekstrinum og þar byrjum við á efsta laginu. Með fækkun ráðherra og ráðuneyta. Fara verður betur með fé í opinberum framkvæmdum, setja reglur um innri endurskoðun hjá stærri ríkisstofnunum og draga skipulega úr skriffinnsku, þ. á m. í heilbrigðiskerfinu, með því að efla stafræna innviði. Sumt af þessu kallar á fjárfestingu. Eins og allir stjórnendur í fyrirtækjum vita þá þarf að fjárfesta til að skapa verðmæti. Þess vegna vill Samfylkingin gera skynsamlegar skattkerfisbreytingar – til að afla tekna með sanngjörnum hætti og fjárfesta í undirstöðum Íslands. Það ætlum við að gera með almennum auðlindagjöldum og með því að skrúfa fyrir skattaglufur sem nýtast aðeins fólki með verulega háar fjármagnstekjur. Planlausir hægriflokkar Hvað getur maður sagt um þá stjórnmálamenn sem segjast geta lækkað skatta og skorið hratt og mikið niður, um leið og þeir lofa betri þjónustu, aukinni fjárfestingu og lægri skuldum – og á sama tíma hraðlækkandi vöxtum og verðbólgu? Svarið er einfalt: Þeir eru ekki að segja þér satt. Samt er þetta það eina sem hægriflokkarnir bjóða upp á í þessum kosningum. Það er auðvitað hlægilegast í tilfelli þeirra flokka sem hafa stjórnað landinu á síðustu árum. Eins og Sjálfstæðisflokks sem hefur hækkað vexti, hækkað verð og hækkað skatta á vinnandi fólk frá árinu 2013. Þar hefur ekkert breyst þó að nú sé reynt að lofa gulli og grænum skógum. Valkostirnir í kosningunum 30. nóvember eru skýrir: Annars vegar hrein hægristjórn með Sjálfstæðisflokki, Miðflokki og Viðreisn – og gömlu hagstjórnarpólitík Sjálfstæðisflokksins. Eða ríkisstjórn með sterkri Samfylkingu sem neglir niður vextina og hefst handa við að laga Ísland. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Fjármál heimilisins Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin ætlar að negla niður vextina. Til að laga heimilisbókhaldið hjá fólkinu í landinu. Og fyrir fyrirtækin sem eru föst í íslenskum vöxtum. Samfylking með plan Nú er kominn tími á breytingar. Samfylkingin er eini flokkurinn með plan um að negla niður vextina og verðbólguna. Planið er þríþætt: Við ætlum að fjölga íbúðum strax með bráðaaðgerðum. Við ætlum að tryggja að ríkissjóður valdi ekki verðbólgu með því að taka upp stöðugleikareglu í fjármálum ríkisins. Og við ætlum að taka til í ríkisrekstri – samhliða tekjuöflun með skynsamlegum skattkerfisbreytingum. Þannig lögum við peningaholuna eftir fráfarandi ríkisstjórn. Fjölgum íbúðum strax Með bráðaaðgerðum getum við fjölgað íbúðum á annað þúsund næstu tvö árin, umfram áætlanir, sem heldur aftur af hærra húsnæðisverði – og þar með verðbólgu og vöxtum. Annars vegar með því að losa um íbúðarhúsnæði sem er þegar til en ekki nýtt til íbúðar og hins vegar með því að liðka fyrir fjölgun íbúða sem er hægt að koma hratt á markaðinn. Til þess ætlum við m.a. að ná stjórn á Airbnb, byggja einingahús og breyta atvinnuhúsnæði í vandaðar íbúðir.Þetta er nauðsynleg byrjun til að taka á bráðavandanum. En við leggjum einnig til kerfisbreytingar til lengri tíma til að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði. Stöðugleiki er stærsta efnahagsmálið Nú hafa stýrivextir verið 9% í meira en 1 ár. Verðbólga hefur verið yfir markmiði í 4 ár. Og samkvæmt áætlunum fráfarandi ríkisstjórnar stefnir í að hallarekstur verði á ríkissjóði í 9 ár. Þess vegna ætlar Samfylkingin að breyta lögum um opinber fjármál og taka upp stöðugleikareglu – þannig að „verðbólgufroðunni“ sé ekki eytt strax heldur að nýjum rekstrarútgjöldum sé mætt með hagræðingu og/eða tekjuöflun. Tiltekt og tekjuöflun Loks ætlum við að taka til í ríkisrekstrinum og þar byrjum við á efsta laginu. Með fækkun ráðherra og ráðuneyta. Fara verður betur með fé í opinberum framkvæmdum, setja reglur um innri endurskoðun hjá stærri ríkisstofnunum og draga skipulega úr skriffinnsku, þ. á m. í heilbrigðiskerfinu, með því að efla stafræna innviði. Sumt af þessu kallar á fjárfestingu. Eins og allir stjórnendur í fyrirtækjum vita þá þarf að fjárfesta til að skapa verðmæti. Þess vegna vill Samfylkingin gera skynsamlegar skattkerfisbreytingar – til að afla tekna með sanngjörnum hætti og fjárfesta í undirstöðum Íslands. Það ætlum við að gera með almennum auðlindagjöldum og með því að skrúfa fyrir skattaglufur sem nýtast aðeins fólki með verulega háar fjármagnstekjur. Planlausir hægriflokkar Hvað getur maður sagt um þá stjórnmálamenn sem segjast geta lækkað skatta og skorið hratt og mikið niður, um leið og þeir lofa betri þjónustu, aukinni fjárfestingu og lægri skuldum – og á sama tíma hraðlækkandi vöxtum og verðbólgu? Svarið er einfalt: Þeir eru ekki að segja þér satt. Samt er þetta það eina sem hægriflokkarnir bjóða upp á í þessum kosningum. Það er auðvitað hlægilegast í tilfelli þeirra flokka sem hafa stjórnað landinu á síðustu árum. Eins og Sjálfstæðisflokks sem hefur hækkað vexti, hækkað verð og hækkað skatta á vinnandi fólk frá árinu 2013. Þar hefur ekkert breyst þó að nú sé reynt að lofa gulli og grænum skógum. Valkostirnir í kosningunum 30. nóvember eru skýrir: Annars vegar hrein hægristjórn með Sjálfstæðisflokki, Miðflokki og Viðreisn – og gömlu hagstjórnarpólitík Sjálfstæðisflokksins. Eða ríkisstjórn með sterkri Samfylkingu sem neglir niður vextina og hefst handa við að laga Ísland. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun