Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. nóvember 2024 07:02 Díana Margrét Halldórsdóttir, fyrrverandi nemandi við Flugakademíu Íslands. Aðsend Fyrrverandi nemandi Flugakademíu Íslands, segir framgöngu þrotabús skólans gagnvart nemendum vera eins og lélegt grín sem hafi gengið of langt. Hún hafi borgað næstum fjórar milljónir fyrir flugtíma áður en að skólanum var lokað. Hún fékk upphæðina endurgreidda en er nú krafin um endurgreiðslu ári eftir að skólanum var lokað. „Öllum þessum mánuðum seinna, kemur bréf frá skiptastjóra. Þetta er minn peningur sem þeir voru með hjá sér, bara þannig séð í geymslu. Þeir borga mér til baka og ég nota peninginn í flugtíma og núna óska þeir eftir þessu og vilja meina að það hafi verið gert upp á milli kröfuhafa með því að greiða mér. Skiptastjórinn er að fara ár aftur í tímann og er að krefja nemendur um endurgreiðslu á peningum sem voru aldrei eign skólans.“ Þetta segir Díana Margrét Halldórsdóttir, fyrrverandi nemandi við Flugakademíu Íslands og núverandi nemandi við Flugskóla Reykjavíkur. Akademían hafi mismunað nemendum Forsaga málsins er sú að í september í fyrra var Flugakademíu Íslands, sem var dótturfélag Keilis, lokað eftir langvarandi rekstrarvanda. Á þeim tíma kröfðust ýmsir nemendur skólann endurgreiðslu á fyrir fram greiddum flugtímum sem voru aldrei flognir. Flugakademían var svo tekin til gjaldþrotaskipta í apríl á þessu ári en þá skuldaði skólinn nemendum enn margar milljónir fyrir óflogna tíma. Morgunblaðið greindi frá því síðasta haust að flugnám skólans hefði verið fært undir Flugskóla Reykjavíkur en inneignir nemenda hjá akademíunni fluttust ekki til Flugskólans. Eftir því sem fram kemur í grein Morgunblaðsins, mismunaði Flugakademían nemendum við endurgreiðslu á fyrir fram greiddum tímum. Í kröfubréfi frá skiptastjóra til Díönu segir: „Á síðustu sex mánuðum fyrir frestdag voru skuldir félagsins greiddar til nokkurra aðila, þ.m.t. til þín. Enginn vafi er á því að greiðsla þessara skulda skerti greiðslugetu félagsins verulega og eftir sitja á fjórða tug kröfuhafa sem lýst hafa kröfum í búið.“ Janfnframt er vísað til sjónarmiða um jafnræði kröfuhafa. Faðir hennar hringdi daglega á skrifstofuna Eftir að skólinn lokaði í september á síðasta ári, krafðist Díana þess í nóvember að hún myndi fá endurgreitt það sem hún hafði þegar greitt fyrir fram fyrir flugtíma. Hún fékk ekkert svar þrátt fyrir að fá lögfræðing í málið fyrr en í mars á þessu ári þegar að upphæðin var millifærð á hana, án skýringar eða aðdraganda. „Ég óskaði eftir millifærslu á þessum pening sem ég átti inni og ég fékk strax svar frá Keili, þar sem ég er beðin um að senda bankanúmer og kennitölu. Ég geri það og svo heyri ég ekkert. Þegar ég fer að ítreka þetta fæ ég engin svör. Pabbi minn hringdi daglega á skrifstofuna hjá Keili.“ Að lokum hafi peningarnir verið endurgreiddir. Hún hafi tekið við peningunum í góðri trú og notað þá til að borga fyrir flugnám sitt hjá Flugskóla Reykjavíkur. Á mánudaginn fékk hún svo kröfu frá þrotabúinu um að greiða upphæðina til baka, mörgum mánuðum eftir að hún hafði fengið endurgreitt. Henni hafi verið gefinn átta daga frestur til að taka saman 3,9 milljónir og greiða þrotabúinu. „Þegar ég fékk þetta bréf þá leið mér bara eins þetta væri lélegur sketch. Ég fékk, ásamt fullt af nemendum, bréf frá skiptastjóra við þrotabúið þar sem var krafist að greiða þennan pening til baka. Þetta er bara minn peningur sem lá þarna hjá þeim í allan þennan tíma, það er ekki búin að fara króna af þessum pening í einhvern rekstur hjá þeim, því það var bara sundurliðað. Skólagjöldin voru tólf milljónir sem ég greiddi í fimm greiðslum. Ég borgaði alla verklegu tímanna fyrir fram.“ Þyrfti að taka lán fyrir kröfunni Hún furðar sig á því að hún sé nú krafin endurgreiðslu á endurgreiðslunni sem hún fékk eftir að hafa ekki fengið kennslu sem hún borgaði fyrir. Málið sé fáránlegt. „Þetta er krafa um endurgreiðslu á peningum sem var aldrei eign skólans. Þessir flugtímar voru aldrei farnir. Ef peningurinn var ekki til hjá skólanum þá þýðir það að peningurinn var notaður í eitthvað allt annað en þessa flugtíma.“ Díana segist vera búin að mótmæla kröfunni. Hún ætli sér ekki að borga kröfuna til baka. „Á ég að taka lán fyrir þessum 3,9 milljónum með tilheyrandi kostnaði til að borga þetta til baka? Ég þarf svo að sækja þetta aftur. Ég hef heyrt að nemendur hafi verið að flosna upp úr námi og gátu ekki greitt á meðan þau voru að bíða eftir þessum peningum.“ Vísbendingar um hrakfarir Hana hafi ekki grunað að rekstur Flugakademíurnar myndi enda með gjaldþroti á sínum tíma og tekur fram að hún hafi búist við því að ríkið myndi grípa nemendur. Það hafi þó verið ýmsar vísbendingar um að reksturinn væri í vandræðum. „Maður fann alveg undir lokin að það var erfitt að fá flugtíma og svoleiðis. Svo var verið að hvetja nemendur til að bóka flugtíma og leggja inn pening. Það var auðvitað bara svo þeir gætu velt á undan sér og fengið pening inn í kerfið.“ Hún segir það bagalegt að nú sé kominn upp þessi ósanngjarna staða sem bitni alfarið á nemendum. Hún efast um lögmæti kröfunnar. „Auðvitað er það ótrúlega ósanngjarnt að sumir nemendur fái endurgreitt og aðrir ekki. Maður hefði viljað sjá bara ríkið stíga inn í þetta og greiða nemendum til baka og gera síðan kröfu á þrotabúið svo að nemendur gæti haldið áfram með námið sitt.“ Fréttir af flugi Skóla- og menntamál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
„Öllum þessum mánuðum seinna, kemur bréf frá skiptastjóra. Þetta er minn peningur sem þeir voru með hjá sér, bara þannig séð í geymslu. Þeir borga mér til baka og ég nota peninginn í flugtíma og núna óska þeir eftir þessu og vilja meina að það hafi verið gert upp á milli kröfuhafa með því að greiða mér. Skiptastjórinn er að fara ár aftur í tímann og er að krefja nemendur um endurgreiðslu á peningum sem voru aldrei eign skólans.“ Þetta segir Díana Margrét Halldórsdóttir, fyrrverandi nemandi við Flugakademíu Íslands og núverandi nemandi við Flugskóla Reykjavíkur. Akademían hafi mismunað nemendum Forsaga málsins er sú að í september í fyrra var Flugakademíu Íslands, sem var dótturfélag Keilis, lokað eftir langvarandi rekstrarvanda. Á þeim tíma kröfðust ýmsir nemendur skólann endurgreiðslu á fyrir fram greiddum flugtímum sem voru aldrei flognir. Flugakademían var svo tekin til gjaldþrotaskipta í apríl á þessu ári en þá skuldaði skólinn nemendum enn margar milljónir fyrir óflogna tíma. Morgunblaðið greindi frá því síðasta haust að flugnám skólans hefði verið fært undir Flugskóla Reykjavíkur en inneignir nemenda hjá akademíunni fluttust ekki til Flugskólans. Eftir því sem fram kemur í grein Morgunblaðsins, mismunaði Flugakademían nemendum við endurgreiðslu á fyrir fram greiddum tímum. Í kröfubréfi frá skiptastjóra til Díönu segir: „Á síðustu sex mánuðum fyrir frestdag voru skuldir félagsins greiddar til nokkurra aðila, þ.m.t. til þín. Enginn vafi er á því að greiðsla þessara skulda skerti greiðslugetu félagsins verulega og eftir sitja á fjórða tug kröfuhafa sem lýst hafa kröfum í búið.“ Janfnframt er vísað til sjónarmiða um jafnræði kröfuhafa. Faðir hennar hringdi daglega á skrifstofuna Eftir að skólinn lokaði í september á síðasta ári, krafðist Díana þess í nóvember að hún myndi fá endurgreitt það sem hún hafði þegar greitt fyrir fram fyrir flugtíma. Hún fékk ekkert svar þrátt fyrir að fá lögfræðing í málið fyrr en í mars á þessu ári þegar að upphæðin var millifærð á hana, án skýringar eða aðdraganda. „Ég óskaði eftir millifærslu á þessum pening sem ég átti inni og ég fékk strax svar frá Keili, þar sem ég er beðin um að senda bankanúmer og kennitölu. Ég geri það og svo heyri ég ekkert. Þegar ég fer að ítreka þetta fæ ég engin svör. Pabbi minn hringdi daglega á skrifstofuna hjá Keili.“ Að lokum hafi peningarnir verið endurgreiddir. Hún hafi tekið við peningunum í góðri trú og notað þá til að borga fyrir flugnám sitt hjá Flugskóla Reykjavíkur. Á mánudaginn fékk hún svo kröfu frá þrotabúinu um að greiða upphæðina til baka, mörgum mánuðum eftir að hún hafði fengið endurgreitt. Henni hafi verið gefinn átta daga frestur til að taka saman 3,9 milljónir og greiða þrotabúinu. „Þegar ég fékk þetta bréf þá leið mér bara eins þetta væri lélegur sketch. Ég fékk, ásamt fullt af nemendum, bréf frá skiptastjóra við þrotabúið þar sem var krafist að greiða þennan pening til baka. Þetta er bara minn peningur sem lá þarna hjá þeim í allan þennan tíma, það er ekki búin að fara króna af þessum pening í einhvern rekstur hjá þeim, því það var bara sundurliðað. Skólagjöldin voru tólf milljónir sem ég greiddi í fimm greiðslum. Ég borgaði alla verklegu tímanna fyrir fram.“ Þyrfti að taka lán fyrir kröfunni Hún furðar sig á því að hún sé nú krafin endurgreiðslu á endurgreiðslunni sem hún fékk eftir að hafa ekki fengið kennslu sem hún borgaði fyrir. Málið sé fáránlegt. „Þetta er krafa um endurgreiðslu á peningum sem var aldrei eign skólans. Þessir flugtímar voru aldrei farnir. Ef peningurinn var ekki til hjá skólanum þá þýðir það að peningurinn var notaður í eitthvað allt annað en þessa flugtíma.“ Díana segist vera búin að mótmæla kröfunni. Hún ætli sér ekki að borga kröfuna til baka. „Á ég að taka lán fyrir þessum 3,9 milljónum með tilheyrandi kostnaði til að borga þetta til baka? Ég þarf svo að sækja þetta aftur. Ég hef heyrt að nemendur hafi verið að flosna upp úr námi og gátu ekki greitt á meðan þau voru að bíða eftir þessum peningum.“ Vísbendingar um hrakfarir Hana hafi ekki grunað að rekstur Flugakademíurnar myndi enda með gjaldþroti á sínum tíma og tekur fram að hún hafi búist við því að ríkið myndi grípa nemendur. Það hafi þó verið ýmsar vísbendingar um að reksturinn væri í vandræðum. „Maður fann alveg undir lokin að það var erfitt að fá flugtíma og svoleiðis. Svo var verið að hvetja nemendur til að bóka flugtíma og leggja inn pening. Það var auðvitað bara svo þeir gætu velt á undan sér og fengið pening inn í kerfið.“ Hún segir það bagalegt að nú sé kominn upp þessi ósanngjarna staða sem bitni alfarið á nemendum. Hún efast um lögmæti kröfunnar. „Auðvitað er það ótrúlega ósanngjarnt að sumir nemendur fái endurgreitt og aðrir ekki. Maður hefði viljað sjá bara ríkið stíga inn í þetta og greiða nemendum til baka og gera síðan kröfu á þrotabúið svo að nemendur gæti haldið áfram með námið sitt.“
Fréttir af flugi Skóla- og menntamál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira