Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Lovísa Arnardóttir skrifar 13. nóvember 2024 10:01 Foreldrar í leikskólanum Sólborg hafa gagnrýnt mengun frá bálsofunni. Mengunin hafi áhrif á börnin í leikskólanum. Aðsend Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gaf ekki út bein tilmæli um breytingar á starfsemi bálstofu Kirkjugarða Reykjavíkur síðasta föstudag samhliða því að tilkynnt var að endurskoða ætti starfsleyfi þeirra. Endurskoðun getur tekið margar vikur. Til skoðunar er að gefa út bein tilmæli um breytingar á skilyrðum. Foreldrar í leikskólanum Sólborg, sem staðsettur er nærri kirkjugarðinum, hafa mótmælt brennslunni ítrekað og segja mengun mikla. Í tilkynningu frá heilbrigðiseftirlitinu á föstudag kom fram að ástæða endurskoðunarinnar væri að mengun hefði reynst meiri en búast mátti við þegar leyfi bálstofunnar var gefið út árið 2021. Matthías Kormáksson formaður foreldrafélags leikskólans Sólborgar birti í mánudag myndband á Facebook-síðu sinni þar sem mátti sjá svartan reyk stíga frá bálstofunni um klukkan 16. Þá hafi börnin verið úti að leika. „Starfsemi bálstofunnar er starfsleyfisskyld hjá heilbrigðiseftirliti samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Starfsleyfisskyld starfsemi starfar eftir starfsleyfisskilyrðum sem starfseminni eru sett. Endurskoðun starfsleyfis þýðir að starfsleyfisskilyrðin eru til skoðunar, hvort þeim þurfi að breyta t.d. þar sem mengunin er meiri en gert var ráð fyrir við útgáfu starfsleyfis,“ segir í svari til fréttastofu um málið. Ákvæði um brennslutíma til skoðunar Þar kemur einnig fram að til skoðunar séu, meðal annars, ákvæði um brennslutíma. Þá segir að það sé nokkurt ferli að breyta starfsleyfisskilyrðum. Það þurfi til dæmis að auglýsa breytt fyrirkomulag í fjórar vikur eftir að tillaga liggur fyrir. „Hugmyndir að breytingum á skilyrðum hafa verið ræddar við forsvarsmenn starfseminnar en bein tilmæli hafa ekki verið gefin varðandi breytingar enn sem komið er en það er í skoðun,“ segir að lokum. Kirkjugarðar Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Umhverfismál Reykjavík Starfsemi bálstofunnar í Öskjuhlið Tengdar fréttir Við þurfum að tala um Bálstofuna Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, mætti í viðtal í Þetta helst á Rás 1 miðvikudaginn 6. nóvember. Þar var hann spurður út í mengunarvaldandi starfsemi Bálstofunnar í Fossvogi sem er að valda börnum og starfsfólki í nærliggjandi leikskólum og skólum gríðarlegum ama og er hættuleg heilsu þessara barna sem anda skaðlegum svörtum reyk ofan í litlu lungun sín. 7. nóvember 2024 14:32 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Sjá meira
Foreldrar í leikskólanum Sólborg, sem staðsettur er nærri kirkjugarðinum, hafa mótmælt brennslunni ítrekað og segja mengun mikla. Í tilkynningu frá heilbrigðiseftirlitinu á föstudag kom fram að ástæða endurskoðunarinnar væri að mengun hefði reynst meiri en búast mátti við þegar leyfi bálstofunnar var gefið út árið 2021. Matthías Kormáksson formaður foreldrafélags leikskólans Sólborgar birti í mánudag myndband á Facebook-síðu sinni þar sem mátti sjá svartan reyk stíga frá bálstofunni um klukkan 16. Þá hafi börnin verið úti að leika. „Starfsemi bálstofunnar er starfsleyfisskyld hjá heilbrigðiseftirliti samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Starfsleyfisskyld starfsemi starfar eftir starfsleyfisskilyrðum sem starfseminni eru sett. Endurskoðun starfsleyfis þýðir að starfsleyfisskilyrðin eru til skoðunar, hvort þeim þurfi að breyta t.d. þar sem mengunin er meiri en gert var ráð fyrir við útgáfu starfsleyfis,“ segir í svari til fréttastofu um málið. Ákvæði um brennslutíma til skoðunar Þar kemur einnig fram að til skoðunar séu, meðal annars, ákvæði um brennslutíma. Þá segir að það sé nokkurt ferli að breyta starfsleyfisskilyrðum. Það þurfi til dæmis að auglýsa breytt fyrirkomulag í fjórar vikur eftir að tillaga liggur fyrir. „Hugmyndir að breytingum á skilyrðum hafa verið ræddar við forsvarsmenn starfseminnar en bein tilmæli hafa ekki verið gefin varðandi breytingar enn sem komið er en það er í skoðun,“ segir að lokum.
Kirkjugarðar Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Umhverfismál Reykjavík Starfsemi bálstofunnar í Öskjuhlið Tengdar fréttir Við þurfum að tala um Bálstofuna Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, mætti í viðtal í Þetta helst á Rás 1 miðvikudaginn 6. nóvember. Þar var hann spurður út í mengunarvaldandi starfsemi Bálstofunnar í Fossvogi sem er að valda börnum og starfsfólki í nærliggjandi leikskólum og skólum gríðarlegum ama og er hættuleg heilsu þessara barna sem anda skaðlegum svörtum reyk ofan í litlu lungun sín. 7. nóvember 2024 14:32 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Sjá meira
Við þurfum að tala um Bálstofuna Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, mætti í viðtal í Þetta helst á Rás 1 miðvikudaginn 6. nóvember. Þar var hann spurður út í mengunarvaldandi starfsemi Bálstofunnar í Fossvogi sem er að valda börnum og starfsfólki í nærliggjandi leikskólum og skólum gríðarlegum ama og er hættuleg heilsu þessara barna sem anda skaðlegum svörtum reyk ofan í litlu lungun sín. 7. nóvember 2024 14:32