Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar 13. nóvember 2024 10:01 Maðurinn minn er breskur en elskar íslenskar hefðir. Eitt af því sem hann heillast af eru eftirnöfnin -dóttir, -son og -bur. Hann vill halda í bresku hefð og láta ættarnafnið sitt ganga niður til barna okkar og stakk hann upp á því að börnin okkar bæru ættarnafnið hans en væru einnig Heiðubörn. Undanfarið hefur umfjöllun um Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að bæta stöðu kynsegin fólks farið á flug. Ég mæli þó með því að fólk kynni sér frumvarpið áður en það fer að tala í hástöfum og hafa áhyggjur af því að einhver ætli að taka af því einhver hlutverk eða réttindi. Frumvarpinu er nefnilega einungis ætlað að jafna réttindi fólk og passa að allir hópar sitji að sama borði. Ég hef til dæmis heyrt því fleygt fram að nái frumvarpið fram að ganga fái afar ekki að kalla sig afa lengur. Það er alls ekki tilfellið, nema síður sé. Það er einungis verið að bæta við flóruna og passa að aðrir hópar þeirra sem eiga barnabörn og barnabörnin sjálf njóti sömu réttinda og afarnir. Lögin í dag hljóma svona: ,,Heimilt er að ófeðrað barn sé kennt til afa síns.“ (8.gr. Lög um mannanöfn). Með breytingunni munu lögin hljóma svona: ,, Heimilt er að ófeðrað barn sé kennt til foreldris foreldris síns.” Sem þýðir að þar er ömmu bætt við sem og kynsegin aðila sem á barnabarn. Ef við hjónin ættum barnabarn eins og lögin eru núna mættu þau ekki kenna sig við mig, ömmuna, heldur bara eiginmann minn. Ég sé því ekki annað en að þetta sé til bóta. Viðreisn styður þetta frumvarp enda er frelsi ein af grunnstoðum flokksins. Það á við um þegar það skaðar ekki aðra. Í þessu tilfelli er verið að stuðla að auknu jafnrétti og verið að standa vörð um frelsi fólks. Það að einn hópur fái réttindi til jafns á við aðra hópa þýðir ekki skerðing á rétti annarra. Það getur verið öllum hollt að anda ofan í maga, tala við fólk og kynna sér mál áður en ráðist er til atlögu á lyklaborðið. Fulltrúar Viðreisnar eru tilbúin að taka spjallið og ræða þessi og fleiri frelsismál. Ég er stolt af því að tilheyra hópi fólks sem vill að allir tilheyri og fái pláss, flokki sem stuðlar að frelsi og réttlæti. Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti á lista Viðreisnar fyrir komandi alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mannanöfn Heiða Ingimarsdóttir Mest lesið Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Sjá meira
Maðurinn minn er breskur en elskar íslenskar hefðir. Eitt af því sem hann heillast af eru eftirnöfnin -dóttir, -son og -bur. Hann vill halda í bresku hefð og láta ættarnafnið sitt ganga niður til barna okkar og stakk hann upp á því að börnin okkar bæru ættarnafnið hans en væru einnig Heiðubörn. Undanfarið hefur umfjöllun um Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að bæta stöðu kynsegin fólks farið á flug. Ég mæli þó með því að fólk kynni sér frumvarpið áður en það fer að tala í hástöfum og hafa áhyggjur af því að einhver ætli að taka af því einhver hlutverk eða réttindi. Frumvarpinu er nefnilega einungis ætlað að jafna réttindi fólk og passa að allir hópar sitji að sama borði. Ég hef til dæmis heyrt því fleygt fram að nái frumvarpið fram að ganga fái afar ekki að kalla sig afa lengur. Það er alls ekki tilfellið, nema síður sé. Það er einungis verið að bæta við flóruna og passa að aðrir hópar þeirra sem eiga barnabörn og barnabörnin sjálf njóti sömu réttinda og afarnir. Lögin í dag hljóma svona: ,,Heimilt er að ófeðrað barn sé kennt til afa síns.“ (8.gr. Lög um mannanöfn). Með breytingunni munu lögin hljóma svona: ,, Heimilt er að ófeðrað barn sé kennt til foreldris foreldris síns.” Sem þýðir að þar er ömmu bætt við sem og kynsegin aðila sem á barnabarn. Ef við hjónin ættum barnabarn eins og lögin eru núna mættu þau ekki kenna sig við mig, ömmuna, heldur bara eiginmann minn. Ég sé því ekki annað en að þetta sé til bóta. Viðreisn styður þetta frumvarp enda er frelsi ein af grunnstoðum flokksins. Það á við um þegar það skaðar ekki aðra. Í þessu tilfelli er verið að stuðla að auknu jafnrétti og verið að standa vörð um frelsi fólks. Það að einn hópur fái réttindi til jafns á við aðra hópa þýðir ekki skerðing á rétti annarra. Það getur verið öllum hollt að anda ofan í maga, tala við fólk og kynna sér mál áður en ráðist er til atlögu á lyklaborðið. Fulltrúar Viðreisnar eru tilbúin að taka spjallið og ræða þessi og fleiri frelsismál. Ég er stolt af því að tilheyra hópi fólks sem vill að allir tilheyri og fái pláss, flokki sem stuðlar að frelsi og réttlæti. Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti á lista Viðreisnar fyrir komandi alþingiskosningar.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar