Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar 12. nóvember 2024 21:15 Við eldhúsborðið sitja foreldrarnir og bogra yfir reikningum mánaðarins. Börnin eru loksins sofnuð en það er þessi tími mánaðarins og afslöppunin verður að bíða. Reiknivélin er opin á símanum og útreikningarnir krotaðir á umslag frá tryggingafélaginu sem nú má alls ekki lenda í ruslinu. Staðan lítur ekki vel út. Áður en gripið er til þess að hækka heimildina á kreditkortinu leita flest heimili leiða til að fara betur með peninginn í hverjum mánuði. Spyrja sig praktískra spurninga, drifnum af skynsemi. Þurfa krakkarnir nýja skó bráðlega? Er kannski bara best að sleppa því að fara út að borða um helgina? Höfum við efni á að fara til Tene í sumar? Rýnt er í alla útgjaldaliði og þess gætt að eyðslan sé skynsamleg í hlutfalli við tekjurnar. Þetta er lögmál sem alltaf á við, en sér í lagi þegar kreppir að. Berum þennan hugsunarhátt saman við háttsemi stjórnvalda og rekstur ríkissjóðs. Hefur ríkisstjórnin „sest við eldhúsborðið,“ tekið til í heimilisbókhaldinu og spurt áleitinna spurninga, líkt og heimilin í landinu þurfa að gera? Eru fjármunirnir sem lagðir eru í heilbrigðiskerfið að fara á rétta staði? Eru fjármunirnir í menntakerfinu að nýtast líkt og þeir ættu að gera? Hvar erum við að eyða fjármunum sem gætu nýst betur annars staðar? Svo virðist ekki vera, en ríkissjóður hefur verið rekinn með halla í sex ár og langt er í að stjórnvöld áætli að hann skili afgangi. Báknið við eldhúsborðið Þrátt fyrir nær óslitna setu Sjálfstæðisflokksins við stjórnvölin síðustu 40 ár hafa umsvif hins opinbera vaxið langt umfram tilefni. Til að mynda hefur opinberum stöðugildum fjölgað um 60% frá aldamótum á meðan stöðugildum í einkageiranum fjölgaði um 30% og skattbyrði hefur farið vaxandi og er í raun óvíða meiri. Loforð um minnkandi umsvif duga skammt þegar þau eru síðan aukin með enn öðru ráðuneytinu eða stofnuninni til að lægja innanflokksöldur eða til að kaupa sér stjórnarsamstarf. Báknið svokallaða er ekki á burt – það situr sem fastast við eldhúsborðið, smjattandi á enn öðru smáláninu frá Valhöll. Samtímis keppast vinstriflokkarnir við að lofa enn frekari vexti stjórnvalda. Meira svona, hærra þetta, og allt verður það svo greitt úr vasa einhvers annars en þín kæri kjósandi – svo lengi sem þér dettur ekki í hug að stofna eigin rekstur á næstu árum, ert ekki einyrki, fyrirtækjaeigandi, eða bara þátttakandi í samfélagi sem reiðir sig á þjónustu sem mun annað hvort hækka í verði með aukinni skattbyrði, jú eða versna. Þegar ríkissjóður stendur höllum fæti virðist vasi skattgreiðenda álitinn galopinn, hvort sem seilst er í hann gegnum aukna skatt- eða gjaldtöku, eða skuldsetningu sem skattgreiðendur fá í hausinn seinna meir. Útgjöld ríkissjóðs hafa aukist, illa gengur að vinda ofan af útgjaldaaukningu sem átti sér stað í heimsfaraldri og eru opinberar skuldir hérlendis, sem hlutfall af landsframleiðslu, mun hærri en á Norðurlöndunum. Þeir flokkar sem hafa verið við völd keppast nú við að lofa að nú skuli blaðinu sko snúið við og ríkissjóður undirgangast einhverskonar yfirnáttúrulega yfirhalningu, ásamt þeim grunnkerfum okkar sem standa höllum fæti þrátt fyrir að vera jafnvel betur fjármögnuð en kerfi nágrannalanda okkar. Nú skuli sko tryggja skilvirkt heilbrigðiskerfi, nú skuli efla menntakerfið, nú skuli huga að umönnun aldraðra og þeim einum er auðvitað treystandi til verksins. Gerum kröfur Það er í þessu samhengi hárrar skattheimtu en lélegrar þjónustu sem réttast er að staldra við og endurmeta stöðuna. Greina hvar óskilvirknin og sóunin er að eiga sér stað og útrýma henni áður en seilst er í vasa skattgreiðenda eftir meira fé. En hvað með þetta í staðinn: hvað með að í þetta skiptið taki almenningur sér meiri völd? Fari að líta á sig sem kaupendur þjónustunnar sem geri ríkari kröfur til stjórnvalda að fara vel með peningana sem þeim er látið í té nú þegar? Geri kröfu um að stjórnvöld setjist við eldhúsborðið og taki ákvarðanir á borð við þær sem almenningur sjálfur gerir á hverjum degi. Geri kröfu um að stjórnvöld geri það sem þau gera betur, áður en þau leitast eftir að gera meira; stjórnvöld sem hugsa um þá sem minnst mega sín í samfélaginu, sem huga að innviðum og grunnþjónustunni sem landsmenn eiga rétt á og borga fyrir. Kröfu um betri stjórnvöld – ekki meiri stjórnvöld. Höfundur er lögfræðingur og kjósandi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Efnahagsmál Sigríður María Egilsdóttir Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Við eldhúsborðið sitja foreldrarnir og bogra yfir reikningum mánaðarins. Börnin eru loksins sofnuð en það er þessi tími mánaðarins og afslöppunin verður að bíða. Reiknivélin er opin á símanum og útreikningarnir krotaðir á umslag frá tryggingafélaginu sem nú má alls ekki lenda í ruslinu. Staðan lítur ekki vel út. Áður en gripið er til þess að hækka heimildina á kreditkortinu leita flest heimili leiða til að fara betur með peninginn í hverjum mánuði. Spyrja sig praktískra spurninga, drifnum af skynsemi. Þurfa krakkarnir nýja skó bráðlega? Er kannski bara best að sleppa því að fara út að borða um helgina? Höfum við efni á að fara til Tene í sumar? Rýnt er í alla útgjaldaliði og þess gætt að eyðslan sé skynsamleg í hlutfalli við tekjurnar. Þetta er lögmál sem alltaf á við, en sér í lagi þegar kreppir að. Berum þennan hugsunarhátt saman við háttsemi stjórnvalda og rekstur ríkissjóðs. Hefur ríkisstjórnin „sest við eldhúsborðið,“ tekið til í heimilisbókhaldinu og spurt áleitinna spurninga, líkt og heimilin í landinu þurfa að gera? Eru fjármunirnir sem lagðir eru í heilbrigðiskerfið að fara á rétta staði? Eru fjármunirnir í menntakerfinu að nýtast líkt og þeir ættu að gera? Hvar erum við að eyða fjármunum sem gætu nýst betur annars staðar? Svo virðist ekki vera, en ríkissjóður hefur verið rekinn með halla í sex ár og langt er í að stjórnvöld áætli að hann skili afgangi. Báknið við eldhúsborðið Þrátt fyrir nær óslitna setu Sjálfstæðisflokksins við stjórnvölin síðustu 40 ár hafa umsvif hins opinbera vaxið langt umfram tilefni. Til að mynda hefur opinberum stöðugildum fjölgað um 60% frá aldamótum á meðan stöðugildum í einkageiranum fjölgaði um 30% og skattbyrði hefur farið vaxandi og er í raun óvíða meiri. Loforð um minnkandi umsvif duga skammt þegar þau eru síðan aukin með enn öðru ráðuneytinu eða stofnuninni til að lægja innanflokksöldur eða til að kaupa sér stjórnarsamstarf. Báknið svokallaða er ekki á burt – það situr sem fastast við eldhúsborðið, smjattandi á enn öðru smáláninu frá Valhöll. Samtímis keppast vinstriflokkarnir við að lofa enn frekari vexti stjórnvalda. Meira svona, hærra þetta, og allt verður það svo greitt úr vasa einhvers annars en þín kæri kjósandi – svo lengi sem þér dettur ekki í hug að stofna eigin rekstur á næstu árum, ert ekki einyrki, fyrirtækjaeigandi, eða bara þátttakandi í samfélagi sem reiðir sig á þjónustu sem mun annað hvort hækka í verði með aukinni skattbyrði, jú eða versna. Þegar ríkissjóður stendur höllum fæti virðist vasi skattgreiðenda álitinn galopinn, hvort sem seilst er í hann gegnum aukna skatt- eða gjaldtöku, eða skuldsetningu sem skattgreiðendur fá í hausinn seinna meir. Útgjöld ríkissjóðs hafa aukist, illa gengur að vinda ofan af útgjaldaaukningu sem átti sér stað í heimsfaraldri og eru opinberar skuldir hérlendis, sem hlutfall af landsframleiðslu, mun hærri en á Norðurlöndunum. Þeir flokkar sem hafa verið við völd keppast nú við að lofa að nú skuli blaðinu sko snúið við og ríkissjóður undirgangast einhverskonar yfirnáttúrulega yfirhalningu, ásamt þeim grunnkerfum okkar sem standa höllum fæti þrátt fyrir að vera jafnvel betur fjármögnuð en kerfi nágrannalanda okkar. Nú skuli sko tryggja skilvirkt heilbrigðiskerfi, nú skuli efla menntakerfið, nú skuli huga að umönnun aldraðra og þeim einum er auðvitað treystandi til verksins. Gerum kröfur Það er í þessu samhengi hárrar skattheimtu en lélegrar þjónustu sem réttast er að staldra við og endurmeta stöðuna. Greina hvar óskilvirknin og sóunin er að eiga sér stað og útrýma henni áður en seilst er í vasa skattgreiðenda eftir meira fé. En hvað með þetta í staðinn: hvað með að í þetta skiptið taki almenningur sér meiri völd? Fari að líta á sig sem kaupendur þjónustunnar sem geri ríkari kröfur til stjórnvalda að fara vel með peningana sem þeim er látið í té nú þegar? Geri kröfu um að stjórnvöld setjist við eldhúsborðið og taki ákvarðanir á borð við þær sem almenningur sjálfur gerir á hverjum degi. Geri kröfu um að stjórnvöld geri það sem þau gera betur, áður en þau leitast eftir að gera meira; stjórnvöld sem hugsa um þá sem minnst mega sín í samfélaginu, sem huga að innviðum og grunnþjónustunni sem landsmenn eiga rétt á og borga fyrir. Kröfu um betri stjórnvöld – ekki meiri stjórnvöld. Höfundur er lögfræðingur og kjósandi Viðreisnar.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun