Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar 12. nóvember 2024 21:15 Við eldhúsborðið sitja foreldrarnir og bogra yfir reikningum mánaðarins. Börnin eru loksins sofnuð en það er þessi tími mánaðarins og afslöppunin verður að bíða. Reiknivélin er opin á símanum og útreikningarnir krotaðir á umslag frá tryggingafélaginu sem nú má alls ekki lenda í ruslinu. Staðan lítur ekki vel út. Áður en gripið er til þess að hækka heimildina á kreditkortinu leita flest heimili leiða til að fara betur með peninginn í hverjum mánuði. Spyrja sig praktískra spurninga, drifnum af skynsemi. Þurfa krakkarnir nýja skó bráðlega? Er kannski bara best að sleppa því að fara út að borða um helgina? Höfum við efni á að fara til Tene í sumar? Rýnt er í alla útgjaldaliði og þess gætt að eyðslan sé skynsamleg í hlutfalli við tekjurnar. Þetta er lögmál sem alltaf á við, en sér í lagi þegar kreppir að. Berum þennan hugsunarhátt saman við háttsemi stjórnvalda og rekstur ríkissjóðs. Hefur ríkisstjórnin „sest við eldhúsborðið,“ tekið til í heimilisbókhaldinu og spurt áleitinna spurninga, líkt og heimilin í landinu þurfa að gera? Eru fjármunirnir sem lagðir eru í heilbrigðiskerfið að fara á rétta staði? Eru fjármunirnir í menntakerfinu að nýtast líkt og þeir ættu að gera? Hvar erum við að eyða fjármunum sem gætu nýst betur annars staðar? Svo virðist ekki vera, en ríkissjóður hefur verið rekinn með halla í sex ár og langt er í að stjórnvöld áætli að hann skili afgangi. Báknið við eldhúsborðið Þrátt fyrir nær óslitna setu Sjálfstæðisflokksins við stjórnvölin síðustu 40 ár hafa umsvif hins opinbera vaxið langt umfram tilefni. Til að mynda hefur opinberum stöðugildum fjölgað um 60% frá aldamótum á meðan stöðugildum í einkageiranum fjölgaði um 30% og skattbyrði hefur farið vaxandi og er í raun óvíða meiri. Loforð um minnkandi umsvif duga skammt þegar þau eru síðan aukin með enn öðru ráðuneytinu eða stofnuninni til að lægja innanflokksöldur eða til að kaupa sér stjórnarsamstarf. Báknið svokallaða er ekki á burt – það situr sem fastast við eldhúsborðið, smjattandi á enn öðru smáláninu frá Valhöll. Samtímis keppast vinstriflokkarnir við að lofa enn frekari vexti stjórnvalda. Meira svona, hærra þetta, og allt verður það svo greitt úr vasa einhvers annars en þín kæri kjósandi – svo lengi sem þér dettur ekki í hug að stofna eigin rekstur á næstu árum, ert ekki einyrki, fyrirtækjaeigandi, eða bara þátttakandi í samfélagi sem reiðir sig á þjónustu sem mun annað hvort hækka í verði með aukinni skattbyrði, jú eða versna. Þegar ríkissjóður stendur höllum fæti virðist vasi skattgreiðenda álitinn galopinn, hvort sem seilst er í hann gegnum aukna skatt- eða gjaldtöku, eða skuldsetningu sem skattgreiðendur fá í hausinn seinna meir. Útgjöld ríkissjóðs hafa aukist, illa gengur að vinda ofan af útgjaldaaukningu sem átti sér stað í heimsfaraldri og eru opinberar skuldir hérlendis, sem hlutfall af landsframleiðslu, mun hærri en á Norðurlöndunum. Þeir flokkar sem hafa verið við völd keppast nú við að lofa að nú skuli blaðinu sko snúið við og ríkissjóður undirgangast einhverskonar yfirnáttúrulega yfirhalningu, ásamt þeim grunnkerfum okkar sem standa höllum fæti þrátt fyrir að vera jafnvel betur fjármögnuð en kerfi nágrannalanda okkar. Nú skuli sko tryggja skilvirkt heilbrigðiskerfi, nú skuli efla menntakerfið, nú skuli huga að umönnun aldraðra og þeim einum er auðvitað treystandi til verksins. Gerum kröfur Það er í þessu samhengi hárrar skattheimtu en lélegrar þjónustu sem réttast er að staldra við og endurmeta stöðuna. Greina hvar óskilvirknin og sóunin er að eiga sér stað og útrýma henni áður en seilst er í vasa skattgreiðenda eftir meira fé. En hvað með þetta í staðinn: hvað með að í þetta skiptið taki almenningur sér meiri völd? Fari að líta á sig sem kaupendur þjónustunnar sem geri ríkari kröfur til stjórnvalda að fara vel með peningana sem þeim er látið í té nú þegar? Geri kröfu um að stjórnvöld setjist við eldhúsborðið og taki ákvarðanir á borð við þær sem almenningur sjálfur gerir á hverjum degi. Geri kröfu um að stjórnvöld geri það sem þau gera betur, áður en þau leitast eftir að gera meira; stjórnvöld sem hugsa um þá sem minnst mega sín í samfélaginu, sem huga að innviðum og grunnþjónustunni sem landsmenn eiga rétt á og borga fyrir. Kröfu um betri stjórnvöld – ekki meiri stjórnvöld. Höfundur er lögfræðingur og kjósandi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Efnahagsmál Sigríður María Egilsdóttir Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Sjá meira
Við eldhúsborðið sitja foreldrarnir og bogra yfir reikningum mánaðarins. Börnin eru loksins sofnuð en það er þessi tími mánaðarins og afslöppunin verður að bíða. Reiknivélin er opin á símanum og útreikningarnir krotaðir á umslag frá tryggingafélaginu sem nú má alls ekki lenda í ruslinu. Staðan lítur ekki vel út. Áður en gripið er til þess að hækka heimildina á kreditkortinu leita flest heimili leiða til að fara betur með peninginn í hverjum mánuði. Spyrja sig praktískra spurninga, drifnum af skynsemi. Þurfa krakkarnir nýja skó bráðlega? Er kannski bara best að sleppa því að fara út að borða um helgina? Höfum við efni á að fara til Tene í sumar? Rýnt er í alla útgjaldaliði og þess gætt að eyðslan sé skynsamleg í hlutfalli við tekjurnar. Þetta er lögmál sem alltaf á við, en sér í lagi þegar kreppir að. Berum þennan hugsunarhátt saman við háttsemi stjórnvalda og rekstur ríkissjóðs. Hefur ríkisstjórnin „sest við eldhúsborðið,“ tekið til í heimilisbókhaldinu og spurt áleitinna spurninga, líkt og heimilin í landinu þurfa að gera? Eru fjármunirnir sem lagðir eru í heilbrigðiskerfið að fara á rétta staði? Eru fjármunirnir í menntakerfinu að nýtast líkt og þeir ættu að gera? Hvar erum við að eyða fjármunum sem gætu nýst betur annars staðar? Svo virðist ekki vera, en ríkissjóður hefur verið rekinn með halla í sex ár og langt er í að stjórnvöld áætli að hann skili afgangi. Báknið við eldhúsborðið Þrátt fyrir nær óslitna setu Sjálfstæðisflokksins við stjórnvölin síðustu 40 ár hafa umsvif hins opinbera vaxið langt umfram tilefni. Til að mynda hefur opinberum stöðugildum fjölgað um 60% frá aldamótum á meðan stöðugildum í einkageiranum fjölgaði um 30% og skattbyrði hefur farið vaxandi og er í raun óvíða meiri. Loforð um minnkandi umsvif duga skammt þegar þau eru síðan aukin með enn öðru ráðuneytinu eða stofnuninni til að lægja innanflokksöldur eða til að kaupa sér stjórnarsamstarf. Báknið svokallaða er ekki á burt – það situr sem fastast við eldhúsborðið, smjattandi á enn öðru smáláninu frá Valhöll. Samtímis keppast vinstriflokkarnir við að lofa enn frekari vexti stjórnvalda. Meira svona, hærra þetta, og allt verður það svo greitt úr vasa einhvers annars en þín kæri kjósandi – svo lengi sem þér dettur ekki í hug að stofna eigin rekstur á næstu árum, ert ekki einyrki, fyrirtækjaeigandi, eða bara þátttakandi í samfélagi sem reiðir sig á þjónustu sem mun annað hvort hækka í verði með aukinni skattbyrði, jú eða versna. Þegar ríkissjóður stendur höllum fæti virðist vasi skattgreiðenda álitinn galopinn, hvort sem seilst er í hann gegnum aukna skatt- eða gjaldtöku, eða skuldsetningu sem skattgreiðendur fá í hausinn seinna meir. Útgjöld ríkissjóðs hafa aukist, illa gengur að vinda ofan af útgjaldaaukningu sem átti sér stað í heimsfaraldri og eru opinberar skuldir hérlendis, sem hlutfall af landsframleiðslu, mun hærri en á Norðurlöndunum. Þeir flokkar sem hafa verið við völd keppast nú við að lofa að nú skuli blaðinu sko snúið við og ríkissjóður undirgangast einhverskonar yfirnáttúrulega yfirhalningu, ásamt þeim grunnkerfum okkar sem standa höllum fæti þrátt fyrir að vera jafnvel betur fjármögnuð en kerfi nágrannalanda okkar. Nú skuli sko tryggja skilvirkt heilbrigðiskerfi, nú skuli efla menntakerfið, nú skuli huga að umönnun aldraðra og þeim einum er auðvitað treystandi til verksins. Gerum kröfur Það er í þessu samhengi hárrar skattheimtu en lélegrar þjónustu sem réttast er að staldra við og endurmeta stöðuna. Greina hvar óskilvirknin og sóunin er að eiga sér stað og útrýma henni áður en seilst er í vasa skattgreiðenda eftir meira fé. En hvað með þetta í staðinn: hvað með að í þetta skiptið taki almenningur sér meiri völd? Fari að líta á sig sem kaupendur þjónustunnar sem geri ríkari kröfur til stjórnvalda að fara vel með peningana sem þeim er látið í té nú þegar? Geri kröfu um að stjórnvöld setjist við eldhúsborðið og taki ákvarðanir á borð við þær sem almenningur sjálfur gerir á hverjum degi. Geri kröfu um að stjórnvöld geri það sem þau gera betur, áður en þau leitast eftir að gera meira; stjórnvöld sem hugsa um þá sem minnst mega sín í samfélaginu, sem huga að innviðum og grunnþjónustunni sem landsmenn eiga rétt á og borga fyrir. Kröfu um betri stjórnvöld – ekki meiri stjórnvöld. Höfundur er lögfræðingur og kjósandi Viðreisnar.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun