Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar 11. nóvember 2024 16:31 Strandveiðikerfið gefur sjómönnum tækifæri til að hefja útgerð á eigin báti. Kerfið er byggt á sóknardögum með margvíslegum takmörkunum umfram náttúrulegra aðstæðna. ·Óheimilt er að stunda veiðar föstudaga, laugardaga og sunnudaga. ·Leyfilegur fjöldi daga í hverjum mánuði, maí – ágúst, 12 talsins. ·Hver veiðiferð er takmörkuð við 14 klukkustundir ·Óheimilt er að fiska meira en 774 kg af þorski ·Óheimilt að nota fleiri en fjórar færarúllur við veiðarnar ·*Veiðar stöðvaðar þegar ætluðum heildarafla hefur verið landað.* Innan þessa ramma stunduðu 756 bátar veiðar á sl. sumri. Mikil auðlind sem Íslendingar eiga að þessi mikli fjöldi treysti sér til að gera út við framangreindar aðstæður. Þeir sem stunda strandveiðar eru skipstjóramenntaðir, þeir hafa lokið námi í Slysavarnaskóla sjómanna, bátur staðist árlega skoðun, húftryggður og sjómenn slysa- og líftryggðir, sérfræðingar í að draga fisk úr sjó, að lesa í veðrið og svo fjölmargt annað. Það er skoðun Landssambands smábátaeigenda að til að atvinnugreinin Strandveiðar vaxi og dafni þurfi að festa í lög að veiðidagar verði 48, 12 dagar í hverjum mánuði, maí – ágúst. Þannig verður jafnræði tryggt milli landshluta. *Fella verður brott úr lögum ákvæði um að skylt sé að stöðva veiðar innan tímabilsins sem byggir á „þegar sýnt er að leyfilegum heildarafla“ „verði náð“*. Á nýafstöðnum aðalfundi LS átti sér stað mikil umræða um strandveiðar. Að lokinni yfirferð um tillögur svæðisfélaganna var eftirfarandi samþykkt: „Aðalfundur Landssambands smábátaeiganda skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir að gera tímabundna tilraun til 3 - 5 ára um breytt fyrirkomulag strandveiða. Tilraunin felst í því að heimilt verði að veiða allt að 12 daga í mánuði í fjóra mánuði, sbr. lög þar um, án þess að til stöðvunar veiða komi. LS hvetur strandveiðisjómenn og velunnara þeirra um land allt að láta til sín taka á framboðsfundum flokkana, kalla fram umræðu um strandveiðar og framtíð þeirra. Minna á skoðanakönnun sem Matvælaráðuneytið fól Félagsvísindastofnun Háskólans að gera í mars 2023. Niðurstaða hennar að 72,3% landsmanna eru fylgjandi því að auka veiðiheimildir til strandveiða. Fá fram skoðanir verðandi alþingismanna þannig að hægt verði að verja atkvæðinu rétt og tryggja stuðningsflokkum sem flest þingsæti þann 30. nóvember nk. Hver er afstaða þín og þíns flokks um að auka veiðiheimildir til strandveiða? Getur atvinnugreinin, Strandveiðar, treyst á stuðning þinn og þíns flokks um að tryggja allt að 12 veiðidaga í mánuði, tímabilið maí – ágúst? Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Sjávarútvegur Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Strandveiðikerfið gefur sjómönnum tækifæri til að hefja útgerð á eigin báti. Kerfið er byggt á sóknardögum með margvíslegum takmörkunum umfram náttúrulegra aðstæðna. ·Óheimilt er að stunda veiðar föstudaga, laugardaga og sunnudaga. ·Leyfilegur fjöldi daga í hverjum mánuði, maí – ágúst, 12 talsins. ·Hver veiðiferð er takmörkuð við 14 klukkustundir ·Óheimilt er að fiska meira en 774 kg af þorski ·Óheimilt að nota fleiri en fjórar færarúllur við veiðarnar ·*Veiðar stöðvaðar þegar ætluðum heildarafla hefur verið landað.* Innan þessa ramma stunduðu 756 bátar veiðar á sl. sumri. Mikil auðlind sem Íslendingar eiga að þessi mikli fjöldi treysti sér til að gera út við framangreindar aðstæður. Þeir sem stunda strandveiðar eru skipstjóramenntaðir, þeir hafa lokið námi í Slysavarnaskóla sjómanna, bátur staðist árlega skoðun, húftryggður og sjómenn slysa- og líftryggðir, sérfræðingar í að draga fisk úr sjó, að lesa í veðrið og svo fjölmargt annað. Það er skoðun Landssambands smábátaeigenda að til að atvinnugreinin Strandveiðar vaxi og dafni þurfi að festa í lög að veiðidagar verði 48, 12 dagar í hverjum mánuði, maí – ágúst. Þannig verður jafnræði tryggt milli landshluta. *Fella verður brott úr lögum ákvæði um að skylt sé að stöðva veiðar innan tímabilsins sem byggir á „þegar sýnt er að leyfilegum heildarafla“ „verði náð“*. Á nýafstöðnum aðalfundi LS átti sér stað mikil umræða um strandveiðar. Að lokinni yfirferð um tillögur svæðisfélaganna var eftirfarandi samþykkt: „Aðalfundur Landssambands smábátaeiganda skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir að gera tímabundna tilraun til 3 - 5 ára um breytt fyrirkomulag strandveiða. Tilraunin felst í því að heimilt verði að veiða allt að 12 daga í mánuði í fjóra mánuði, sbr. lög þar um, án þess að til stöðvunar veiða komi. LS hvetur strandveiðisjómenn og velunnara þeirra um land allt að láta til sín taka á framboðsfundum flokkana, kalla fram umræðu um strandveiðar og framtíð þeirra. Minna á skoðanakönnun sem Matvælaráðuneytið fól Félagsvísindastofnun Háskólans að gera í mars 2023. Niðurstaða hennar að 72,3% landsmanna eru fylgjandi því að auka veiðiheimildir til strandveiða. Fá fram skoðanir verðandi alþingismanna þannig að hægt verði að verja atkvæðinu rétt og tryggja stuðningsflokkum sem flest þingsæti þann 30. nóvember nk. Hver er afstaða þín og þíns flokks um að auka veiðiheimildir til strandveiða? Getur atvinnugreinin, Strandveiðar, treyst á stuðning þinn og þíns flokks um að tryggja allt að 12 veiðidaga í mánuði, tímabilið maí – ágúst? Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar