Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar 11. nóvember 2024 13:16 Við skoðun á síðustu hagspá Arion banka rakst ég á glæru um innlán heimilanna í bankakerfinu. Þar eru innlán heimilanna sögð vera um 1.600 milljarðar króna. Með því að taka frá innlán vegna viðbótarlífeyrissparnaðar, orlofsreikninga og veltiinnlán þá reiknast mér til að um 1.200 milljarðar eru innlán heimilanna í bankakerfinu sem bera fjármagnstekjuskatt. Við að skoða þessar tölur kom upp í huga mér hin síendurtekna umræða um þessa vondu fjármagnseigendur og þá eigi að skattleggja eins og hægt er. Boðskapur Samfylkingarinnar er að þeir fjármunir sem eiga að fjármagna þá miklu samfélagsbyltingu sem þeir boða, eigi að stórum hluta að fjármagna með hækkun á fjármagnstekjuskatti. Þá fór ég að velta því fyrir mér hvort ekki þurfi að fara að skilgreina það betur hvað er eðlilegur sparnaður almennings sem búið er að greiða af tekjuskatt eða einstaklingar fengið í arf, auk annars sem hefur búið til þennan sparnað heimilanna. Ef heimilin eiga að vera vondi kallinn og fjármagna loforðapakka Samfylkingarinnar þá er verið að framkalla miklar blekkingar ef fjármunirnir eiga að koma frá sparnaði almennings með eignaupptöku. Eignarupptaka á sparnaði! Í heilbrigðu hagkerfi með stöðuleika er eðlilegt að sparnaður haldi verðgildi sínu og eðlilega ætti eingöngu að leggja fjármagnstekjuskattinn á raunávöxtunina. Það hefur ekki verið raunin á Íslandi undanfarin ár og áratugi. Með 22,5% fjármagnstekjuskatti af verðtryggingu með litla eða enga raunávöxtun er í raun verið að taka fjármuni almennings eignarnámi, það næst ekki að halda í raunvirði fjármunanna. Það er ótrúlegt að þessi eignaupptaka á sparaði heimilanna hafi fengið að viðgangast. Með öðrum orðum er verið að refsa fólki fyrir það að sýna ráðdeild og spara. Þennan sparnað verður að skilgreina sem slíkan og hann á að meðhöndla öðruvísi en fjármuni sem koma úr öðru. Það þarf að skilgreina hina réttu fjármagnseigendur öðruvísi og skattleggja þá með þrepaskiptum fjármagnstekjuskatti. Margir af þessum fjármagnseigendum borga ekki útsvar fyrir þjónustu sveitarfélagsins. Ég ætla ekki í langa upptalningu á þessum fjármagnsauði. Hann kemur t.d. við sölu á veiðiheimildum úr sameiginlegri eign þjóðarinnar, óveiddum fiski í sjónum sem þjóðin á. Ég viðurkenni það fúslega að erfitt geti verið að eyrnamerkja þessa fjármuni en við verðum að reyna að skilgreina á milli. Á sparnaður að vera skattstofn? Ætlar Samfylkingin að hækka skatta á sparnað heimila og einstaklinga þar sem ekki hefur verið hægt að halda í raunvirði þeirra eftir fjármagnstekjuskatta með núverandi skattaprósentu?Á virkilega að fjármagna draumaland Samfylkingarinnar með eignaupptöku hjá almenningi?Þeir flokkar sem eru að fórna öllu eins og Viðreisn til að komast í ríkistjórn verða að svara því hvort svona skattlagning á sparnað almennings verði samþykkt fyrir ráðherrastóla? Sparnaðurinn mun leita annað. Hefur Samfylkingin ekki áttað sig á því hvaða afleiðingar þetta getur haft? Steinsteypa hefur verið öruggasta fjárfestingin í íslensku krónuhagkerfi þannig að ef meiri eignarupptaka verður framkvæmd á sparnaði heimilanna þá munu þessir fjármunir leita í fasteignarmarkaðinn og auka ásóknina í markað þar sem mikill skortur er á framboði, ástand sem báðir þessir flokkar hafa búið til á höfuðborgarsvæðinu. Það ættu allir að átta sig á því hvaða áhrif þetta mun hafa á fasteignaverð. Þessir fjármunir gætu líka leitað í eignir erlendis. Ég hef aldrei skilið það hvernig pólitíkin og margt af forystufólki verkalýðshreyfingarinnar hafi alltaf talið það eðlilegt að skattpína sparnað launafólks eftir ævistritið eins og það sé illa fengið fé. Svo eru þessir einstaklingar að lesa yfir öðrum um vexti og verðtryggingu!Vandinn er sá að þessir einstaklingar skilja ekki að sparnaður almennings verður og á að fá að halda verðgildi sínu, annað er eignarupptaka. Finnum nýjar leiðir til að skattleggja fjármagnstekjur Hvernig á að skilgreina á milli eðlilegs sparnaðar og fjármagnstekna upp á hundruð milljóna eða milljarða og margir hafa eingöngu tekjur af er kannski best að gera með eftirfarandi hætti.Það þarf að skilgreina og ákveða eðlilega upphæð í sparnaðar sem einstaklingar hafa lagt til hliðar og það á að vera skattfrjálst upp að ákveðnu marki. Er óeðlilegt að það eigi að vera á milli þrjátíu til fimmtíu milljónir? Síðan kæmu þrjú skattþrep 50 til 100 milljónir fengu 31.5%, 100 til 300 milljónir fengju 38% og yfir 300 milljónir fengju 46,3% fjármagnstekjuskatt. Verði þessari auknu skattheimtu Samfylkingarinnar komið á með flötum skatti mun það verða eignarupptaka á fjármunum ( sparnaði ) almennings, ekki aukin skattheimta á breiðubökin sem ætti eðlilega að skattleggja meira. Höfundur er lífeyrisþegi og ráðgjafi um lífeyrismál hjá GR Ráðgjöf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Guðmundur Ragnarsson Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við skoðun á síðustu hagspá Arion banka rakst ég á glæru um innlán heimilanna í bankakerfinu. Þar eru innlán heimilanna sögð vera um 1.600 milljarðar króna. Með því að taka frá innlán vegna viðbótarlífeyrissparnaðar, orlofsreikninga og veltiinnlán þá reiknast mér til að um 1.200 milljarðar eru innlán heimilanna í bankakerfinu sem bera fjármagnstekjuskatt. Við að skoða þessar tölur kom upp í huga mér hin síendurtekna umræða um þessa vondu fjármagnseigendur og þá eigi að skattleggja eins og hægt er. Boðskapur Samfylkingarinnar er að þeir fjármunir sem eiga að fjármagna þá miklu samfélagsbyltingu sem þeir boða, eigi að stórum hluta að fjármagna með hækkun á fjármagnstekjuskatti. Þá fór ég að velta því fyrir mér hvort ekki þurfi að fara að skilgreina það betur hvað er eðlilegur sparnaður almennings sem búið er að greiða af tekjuskatt eða einstaklingar fengið í arf, auk annars sem hefur búið til þennan sparnað heimilanna. Ef heimilin eiga að vera vondi kallinn og fjármagna loforðapakka Samfylkingarinnar þá er verið að framkalla miklar blekkingar ef fjármunirnir eiga að koma frá sparnaði almennings með eignaupptöku. Eignarupptaka á sparnaði! Í heilbrigðu hagkerfi með stöðuleika er eðlilegt að sparnaður haldi verðgildi sínu og eðlilega ætti eingöngu að leggja fjármagnstekjuskattinn á raunávöxtunina. Það hefur ekki verið raunin á Íslandi undanfarin ár og áratugi. Með 22,5% fjármagnstekjuskatti af verðtryggingu með litla eða enga raunávöxtun er í raun verið að taka fjármuni almennings eignarnámi, það næst ekki að halda í raunvirði fjármunanna. Það er ótrúlegt að þessi eignaupptaka á sparaði heimilanna hafi fengið að viðgangast. Með öðrum orðum er verið að refsa fólki fyrir það að sýna ráðdeild og spara. Þennan sparnað verður að skilgreina sem slíkan og hann á að meðhöndla öðruvísi en fjármuni sem koma úr öðru. Það þarf að skilgreina hina réttu fjármagnseigendur öðruvísi og skattleggja þá með þrepaskiptum fjármagnstekjuskatti. Margir af þessum fjármagnseigendum borga ekki útsvar fyrir þjónustu sveitarfélagsins. Ég ætla ekki í langa upptalningu á þessum fjármagnsauði. Hann kemur t.d. við sölu á veiðiheimildum úr sameiginlegri eign þjóðarinnar, óveiddum fiski í sjónum sem þjóðin á. Ég viðurkenni það fúslega að erfitt geti verið að eyrnamerkja þessa fjármuni en við verðum að reyna að skilgreina á milli. Á sparnaður að vera skattstofn? Ætlar Samfylkingin að hækka skatta á sparnað heimila og einstaklinga þar sem ekki hefur verið hægt að halda í raunvirði þeirra eftir fjármagnstekjuskatta með núverandi skattaprósentu?Á virkilega að fjármagna draumaland Samfylkingarinnar með eignaupptöku hjá almenningi?Þeir flokkar sem eru að fórna öllu eins og Viðreisn til að komast í ríkistjórn verða að svara því hvort svona skattlagning á sparnað almennings verði samþykkt fyrir ráðherrastóla? Sparnaðurinn mun leita annað. Hefur Samfylkingin ekki áttað sig á því hvaða afleiðingar þetta getur haft? Steinsteypa hefur verið öruggasta fjárfestingin í íslensku krónuhagkerfi þannig að ef meiri eignarupptaka verður framkvæmd á sparnaði heimilanna þá munu þessir fjármunir leita í fasteignarmarkaðinn og auka ásóknina í markað þar sem mikill skortur er á framboði, ástand sem báðir þessir flokkar hafa búið til á höfuðborgarsvæðinu. Það ættu allir að átta sig á því hvaða áhrif þetta mun hafa á fasteignaverð. Þessir fjármunir gætu líka leitað í eignir erlendis. Ég hef aldrei skilið það hvernig pólitíkin og margt af forystufólki verkalýðshreyfingarinnar hafi alltaf talið það eðlilegt að skattpína sparnað launafólks eftir ævistritið eins og það sé illa fengið fé. Svo eru þessir einstaklingar að lesa yfir öðrum um vexti og verðtryggingu!Vandinn er sá að þessir einstaklingar skilja ekki að sparnaður almennings verður og á að fá að halda verðgildi sínu, annað er eignarupptaka. Finnum nýjar leiðir til að skattleggja fjármagnstekjur Hvernig á að skilgreina á milli eðlilegs sparnaðar og fjármagnstekna upp á hundruð milljóna eða milljarða og margir hafa eingöngu tekjur af er kannski best að gera með eftirfarandi hætti.Það þarf að skilgreina og ákveða eðlilega upphæð í sparnaðar sem einstaklingar hafa lagt til hliðar og það á að vera skattfrjálst upp að ákveðnu marki. Er óeðlilegt að það eigi að vera á milli þrjátíu til fimmtíu milljónir? Síðan kæmu þrjú skattþrep 50 til 100 milljónir fengu 31.5%, 100 til 300 milljónir fengju 38% og yfir 300 milljónir fengju 46,3% fjármagnstekjuskatt. Verði þessari auknu skattheimtu Samfylkingarinnar komið á með flötum skatti mun það verða eignarupptaka á fjármunum ( sparnaði ) almennings, ekki aukin skattheimta á breiðubökin sem ætti eðlilega að skattleggja meira. Höfundur er lífeyrisþegi og ráðgjafi um lífeyrismál hjá GR Ráðgjöf.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun