Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. nóvember 2024 20:17 Björg Eva Erlendsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar. Formaður Landverndar segir það þversagnakennt hve lítið sé talað um loftslagsmálin í kosningabaráttunni, í ljósi þess að lofstlagsváin hafi aðeins orðið meiri á undanförnum árum. „Þegar við skoðum stefnunar sjáum við að þetta er ansi mismunandi mikið í hávegum haft,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar í samtali við fréttastofu og vísar til fréttar Rúv um að fjögur framboð til alþingiskosninga séu andvíg eða láti sér fátt um finnast um loftslagsmál. Eru það Flokkur fólksins og Miðflokkur, auk Lýðræðisflokssins og Ábyrgrar framtíðar. Björg Eva bendir á að ekki sé minnst á loftslagsmál í stefnu Flokks fólksins. „„Nýtum og njótum“ stóð í stefnu Miðflokksins. Ásamt áformum um að koma á sérlögum til að koma virkjunum af stað. Það eru nokkrir flokkar sem halda að loftslagsmál séu bara orkuskipti. Bara virkja, virkja, virkja og þá verður allt grænt. En það er auðvitað ekki þannig.“ Það sé lítið talað um loftslagsmálin í kosningabaráttunni enn sem komið er. „Þeir mælast með mikið fylgi, flokkar sem leggja á þetta litla áherslu, eins og Miðflokkurinn og Flokkur fólksins. Flokkar sem virðast hafa litlar áhyggjur af þróuninni,“ segir Björg Eva og bætir við: „Það er samt skrýtið að þetta skuli vera minna mál í hugum flokkanna núna, þegar þetta er orðið stærra vandamál. Það er ansi skuggalegt. Ár eftir ár nást ekki loftslagsmarkmiðin, það þarf að gera hluti hraðar til að ekki fari illa. Á sama tíma minnkar áherslan, það er ákveðin þversögn í því.“ Hún bendir þó á að kosningabaráttan hafi skollið á hratt. „Kannski er það frekar tilviljanakennt, hver stóru málin eru í þessari kosningabaráttu. Það er miklu auðveldara að ræða mál eins og útlendingamálin, en til dæmis lofstlagsmál sem eru flókin.“ Loftslagsmál Alþingiskosningar 2024 Umhverfismál Flokkur fólksins Miðflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Ábyrg framtíð Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
„Þegar við skoðum stefnunar sjáum við að þetta er ansi mismunandi mikið í hávegum haft,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar í samtali við fréttastofu og vísar til fréttar Rúv um að fjögur framboð til alþingiskosninga séu andvíg eða láti sér fátt um finnast um loftslagsmál. Eru það Flokkur fólksins og Miðflokkur, auk Lýðræðisflokssins og Ábyrgrar framtíðar. Björg Eva bendir á að ekki sé minnst á loftslagsmál í stefnu Flokks fólksins. „„Nýtum og njótum“ stóð í stefnu Miðflokksins. Ásamt áformum um að koma á sérlögum til að koma virkjunum af stað. Það eru nokkrir flokkar sem halda að loftslagsmál séu bara orkuskipti. Bara virkja, virkja, virkja og þá verður allt grænt. En það er auðvitað ekki þannig.“ Það sé lítið talað um loftslagsmálin í kosningabaráttunni enn sem komið er. „Þeir mælast með mikið fylgi, flokkar sem leggja á þetta litla áherslu, eins og Miðflokkurinn og Flokkur fólksins. Flokkar sem virðast hafa litlar áhyggjur af þróuninni,“ segir Björg Eva og bætir við: „Það er samt skrýtið að þetta skuli vera minna mál í hugum flokkanna núna, þegar þetta er orðið stærra vandamál. Það er ansi skuggalegt. Ár eftir ár nást ekki loftslagsmarkmiðin, það þarf að gera hluti hraðar til að ekki fari illa. Á sama tíma minnkar áherslan, það er ákveðin þversögn í því.“ Hún bendir þó á að kosningabaráttan hafi skollið á hratt. „Kannski er það frekar tilviljanakennt, hver stóru málin eru í þessari kosningabaráttu. Það er miklu auðveldara að ræða mál eins og útlendingamálin, en til dæmis lofstlagsmál sem eru flókin.“
Loftslagsmál Alþingiskosningar 2024 Umhverfismál Flokkur fólksins Miðflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Ábyrg framtíð Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira