Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2024 22:47 Arngrímur Anton Ólafsson kom sá og sigraði. Vísir/Hulda Margrét Mikið var um dýrðir á Bullseye Reykjavík þegar 3. umferð Úrvalsdeildarinnar í pílukasti fór fram á laugardagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Fullt var út úr dyrum og færri komust að en vildu. Í fyrsta leik kvöldsins mættust núverandi Íslandsmeistari Matthías Örn Friðriksson frá Píludeild Þórs og Arngrímur Anton Ólafsson frá Pílufélagi Reykjanesbæjar. Arngrímur Anton fór með sigur af hólmi í 2. umferð sem fram fór á sama stað fyrir viku síðan. Leikur þeirra fór alla leið í oddalegg þar sem báðir fengu pílur fyrir sigrinum en það var Anton sem náði að loka og sigraði 4-3. Matthías hefur því lokið keppni í Úrvalsdeildinni á þessu ári þar sem hann mun ekki enda í 8 efstu sætunum fyrir fyrri niðurskurð. Matthías Örn Friðriksson er úr leik.Vísir/Hulda Margrét Í öðrum leik kvöldsins mættust þeir Hörður Þór Guðjónsson frá Pílufélagi Grindavíkur og Gunnar Hafsteinn Ólafsson frá Pílufélagi Akranes. Hörður þurfti nauðsynlega á sigri að halda eftir tap í síðustu umferð en það var Gunnar sem tók glæsilega út 116 í oddaleggnum og fjölmargir stuðningsmenn Gunnars í salnum ærðust af fögnuði. Með tapinu hefur Hörður einnig lokið leik í Úrvalsdeildinni þar sem hann mun ekki ná að enda í efstu 8 fyrir fyrri niðurskurð. Í þriðja leik kvöldsins mættust þeir Kári Vagn Birkisson, 13 ára pílukastari frá Pílufélagi Kópavogs og Pétur Rúðrik Guðmundsson frá Pílufélagi Grindavíkur en þeir voru að spila sína fyrstu leiki í Úrvalsdeildinni í ár. Það var ekki að sjá á Kára að hann væri að spila í fyrsta skiptið fyrir framan sjónvarpsmyndavélar og spilaði magnaða pílu og endaði á að sigra Pétur 4-2. Klippa: Úrvalsdeildin í Pílu - Kári Gegn Pétri Í síðasta leik fjórðungsúrslitanna var það síðan Kristján Sigurðsson frá Pílufélagi Kópavogs sem vann þægilegan 4-0 sigur á Birni Steinari Brynjólfssyni en Kristján var í góðri stöðu eftir að hafa farið í úrslitaleik í fyrstu umferð en með tapinu sendi hann Björn Steinar heim og hefur hann einnig lokið keppni í deildinni í ár. Arngrímur hélt uppteknum hætti í undanúrslitum, var of sterkur fyrir Gunnar í frekar bragðdaufum leik sem endaði 4-2. Í seinni undanúrslitaleiknum var það síðan Kristján sem sigraði Kára Vagn 4-2. Úrslitaleikurinn var æsispennandi en hann fór alla leið í oddalegg. Kristján sigraði fyrsta legg en Anton tók næstu 3. Kristján kom til baka og vann næstu 2 leggi. Í oddaleggnum var Anton fyrr niður á tvöfaldan reit en var í basli með að loka leiknum. Hann kláraði þó á endanum D2 til að sigra leikinn 4-3 og hefur því sigraði tvö Úrvalsdeildarkvöld í röð og situr á toppi deildarinnar með 10 stig. Klippa: Úrvalsdeildin í Pílu - Anton klárar kvöldið Fjórða og síðasta kvöldið fyrir fyrri niðurskurð fer fram í Sjallanum á Akureyri laugardaginn 16. nóvember og er miðasala hafin en panta þarf sæti á sjallinn@sjallinn.is. Stöðuna eins og staðan er í dag má sjá hér að neðan. Staðan í deildinni.Stöð 2 Sport Pílukast Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira
Í fyrsta leik kvöldsins mættust núverandi Íslandsmeistari Matthías Örn Friðriksson frá Píludeild Þórs og Arngrímur Anton Ólafsson frá Pílufélagi Reykjanesbæjar. Arngrímur Anton fór með sigur af hólmi í 2. umferð sem fram fór á sama stað fyrir viku síðan. Leikur þeirra fór alla leið í oddalegg þar sem báðir fengu pílur fyrir sigrinum en það var Anton sem náði að loka og sigraði 4-3. Matthías hefur því lokið keppni í Úrvalsdeildinni á þessu ári þar sem hann mun ekki enda í 8 efstu sætunum fyrir fyrri niðurskurð. Matthías Örn Friðriksson er úr leik.Vísir/Hulda Margrét Í öðrum leik kvöldsins mættust þeir Hörður Þór Guðjónsson frá Pílufélagi Grindavíkur og Gunnar Hafsteinn Ólafsson frá Pílufélagi Akranes. Hörður þurfti nauðsynlega á sigri að halda eftir tap í síðustu umferð en það var Gunnar sem tók glæsilega út 116 í oddaleggnum og fjölmargir stuðningsmenn Gunnars í salnum ærðust af fögnuði. Með tapinu hefur Hörður einnig lokið leik í Úrvalsdeildinni þar sem hann mun ekki ná að enda í efstu 8 fyrir fyrri niðurskurð. Í þriðja leik kvöldsins mættust þeir Kári Vagn Birkisson, 13 ára pílukastari frá Pílufélagi Kópavogs og Pétur Rúðrik Guðmundsson frá Pílufélagi Grindavíkur en þeir voru að spila sína fyrstu leiki í Úrvalsdeildinni í ár. Það var ekki að sjá á Kára að hann væri að spila í fyrsta skiptið fyrir framan sjónvarpsmyndavélar og spilaði magnaða pílu og endaði á að sigra Pétur 4-2. Klippa: Úrvalsdeildin í Pílu - Kári Gegn Pétri Í síðasta leik fjórðungsúrslitanna var það síðan Kristján Sigurðsson frá Pílufélagi Kópavogs sem vann þægilegan 4-0 sigur á Birni Steinari Brynjólfssyni en Kristján var í góðri stöðu eftir að hafa farið í úrslitaleik í fyrstu umferð en með tapinu sendi hann Björn Steinar heim og hefur hann einnig lokið keppni í deildinni í ár. Arngrímur hélt uppteknum hætti í undanúrslitum, var of sterkur fyrir Gunnar í frekar bragðdaufum leik sem endaði 4-2. Í seinni undanúrslitaleiknum var það síðan Kristján sem sigraði Kára Vagn 4-2. Úrslitaleikurinn var æsispennandi en hann fór alla leið í oddalegg. Kristján sigraði fyrsta legg en Anton tók næstu 3. Kristján kom til baka og vann næstu 2 leggi. Í oddaleggnum var Anton fyrr niður á tvöfaldan reit en var í basli með að loka leiknum. Hann kláraði þó á endanum D2 til að sigra leikinn 4-3 og hefur því sigraði tvö Úrvalsdeildarkvöld í röð og situr á toppi deildarinnar með 10 stig. Klippa: Úrvalsdeildin í Pílu - Anton klárar kvöldið Fjórða og síðasta kvöldið fyrir fyrri niðurskurð fer fram í Sjallanum á Akureyri laugardaginn 16. nóvember og er miðasala hafin en panta þarf sæti á sjallinn@sjallinn.is. Stöðuna eins og staðan er í dag má sjá hér að neðan. Staðan í deildinni.Stöð 2 Sport
Pílukast Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira