Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Bjarki Sigurðsson skrifar 9. nóvember 2024 22:52 Árni Friðleifsson er aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Ívar Fannar Aðalvarðstjóri hefur áhyggjur af fjölgun tilvika þar sem ökumenn aka yfir á rauðu ljósi. Fleiri og fleiri ökumenn séu annars hugar í umferðinni og jafnvel að horfa á kvikmyndir í símanum á meðan þeir keyra. Það sem af er ári hafa 519 ökumenn verið ákærðir fyrir að aka yfir á rauðu ljósi, flestir í síðasta mánuði þegar 81 ökumaður var gripinn við verknaðinn. Rúmlega fimm hundruð til viðbótar hafa verið gómaðir í símanum undir stýri á þessu ári. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir embættið hafa miklar áhyggjur af þessari þróun. „Heilt yfir í umferðinni í dag, er fólk bara annars hugar. Það er mikið áhyggjuefni. Fólk er með ýmsar skýringar, sá ekki að það var komið rautt ljós eða er að flýta sér og svo framvegis. En þetta er bara áhyggjuefni að fólk virðist vera annars hugar í umferðinni. Við erum með of mörg umferðarslys síðustu misseri, við erum að verða vör við að ökumenn eru mjög mikið í farsímanum, jafnvel að horfa á myndir eða tónleika á meðan það er að aka um götur borgarinnar. Við verðum að taka okkur til og vera í núinu. Vera í bara í umferðinni,“ segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í fréttinni fyrir neðan má sjá fjölda tilvika þar sem fólk keyrir yfir á rauðu ljósi. Hvaða fólk er það sem er helst í símanum undir stýri, er það ungt fólk eða af öllum aldri? „Þetta er allur aldur. Maður verður einna mest var við það að eldra fólk er ekki í símanum. Það er einfaldlega ekki alið upp við þetta. En þessir yngstu vegfarendur og upp í miðjan aldur, það er mjög algengt að við séum að sjá þetta aldursbil,“ segir Árni. Hann segir síðustu og fyrstu mánuði ársins ávallt þá erfiðustu í umferðinni í snjókomu og myrkri. „Því miður verða mjög alvarleg slys þessa dimmustu mánuði,“ segir Árni. Lögreglumál Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Það sem af er ári hafa 519 ökumenn verið ákærðir fyrir að aka yfir á rauðu ljósi, flestir í síðasta mánuði þegar 81 ökumaður var gripinn við verknaðinn. Rúmlega fimm hundruð til viðbótar hafa verið gómaðir í símanum undir stýri á þessu ári. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir embættið hafa miklar áhyggjur af þessari þróun. „Heilt yfir í umferðinni í dag, er fólk bara annars hugar. Það er mikið áhyggjuefni. Fólk er með ýmsar skýringar, sá ekki að það var komið rautt ljós eða er að flýta sér og svo framvegis. En þetta er bara áhyggjuefni að fólk virðist vera annars hugar í umferðinni. Við erum með of mörg umferðarslys síðustu misseri, við erum að verða vör við að ökumenn eru mjög mikið í farsímanum, jafnvel að horfa á myndir eða tónleika á meðan það er að aka um götur borgarinnar. Við verðum að taka okkur til og vera í núinu. Vera í bara í umferðinni,“ segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í fréttinni fyrir neðan má sjá fjölda tilvika þar sem fólk keyrir yfir á rauðu ljósi. Hvaða fólk er það sem er helst í símanum undir stýri, er það ungt fólk eða af öllum aldri? „Þetta er allur aldur. Maður verður einna mest var við það að eldra fólk er ekki í símanum. Það er einfaldlega ekki alið upp við þetta. En þessir yngstu vegfarendur og upp í miðjan aldur, það er mjög algengt að við séum að sjá þetta aldursbil,“ segir Árni. Hann segir síðustu og fyrstu mánuði ársins ávallt þá erfiðustu í umferðinni í snjókomu og myrkri. „Því miður verða mjög alvarleg slys þessa dimmustu mánuði,“ segir Árni.
Lögreglumál Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira