Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. nóvember 2024 14:04 Eyjólfur Sturlaugsson, framkvæmdastjóri Fræðslunets Suðurlands, sem hélt upp á 25 ára afmælið sitt í vikunni að viðstöddu fjölmenni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um eitt þúsund og fimm hundruð manns sækja símenntun hjá Fræðsluneti Suðurlands á hverju ári en helmingur af þátttakendum eru erlendir íbúar búsettir á Suðurlandi. Fræðslunetið, sem fagnar nú tuttugu og fimm ára afmæli er með um sextíu kennara á sínum snærum. Haldið var upp á 25 ára afmæli Fræðslunets Suðurlands í vikunni í Sandvíkursetrinu á Selfossi. Aðalgestur afmælisins var Ásdís Hjálmsdóttir, sem hefur keppt á þrennum Ólympíuleikum fyrir Íslands hönd í spjótkasti. Hún sagði frá ferli sínum og hvernig hún fer að því að setja sér markmið og standa við þau. Eftir fyrirlesturinn var boðið upp á afmæliskaffi að hætti hússins. Ásdís Hjálmsdóttir, sem hefur keppt á þrennum Ólympíuleikum fyrir Íslands hönd í spjótkasti en hún var með áhugaverðan fyrirlestur í 25 ára afmælinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fræðslunet Suðurlands er símenntunarmiðstöð, sem sér um og skipuleggur námskeið fyrir fullorðið fólk. Námskeiðin eru af ýmsum toga, bæði starfstengd- og tómstundanámskeið. Eyjólfur Sturlaugsson er framkvæmdastjóri Fræðslunetsins. „Þetta hefur gengið ágætlega en við erum að taka í gegnum kerfin okkar svona í kringum eitt þúsund og fimm hundruð manns á hverju ári, sem fara í gegnum Fræðslunetið hjá okkur,” segir Eyjólfur. Hvers konar námskeið eru þetta, sem þið eruð aðallega að bjóða upp á? „Við erum með samning við ráðuneytið, félagsmálaráðuneytið um að kenna framhaldsfræðslu er þar eru vottaðar námsleiðir, sem gefa framhaldsskólaeiningar. Svo erum við með fræðslu fyrir fullorðið fatlað fólk og svo erum við með námskeið fyrir útlendinga, sem vilja læra íslensku og svo erum við með allskonar fyrirtækjaþjónustu, námsráðgjöf og rauntæknimat.” Eyjólfur segir að félagsliðanám, sé mjög vinsælt og hafi í rauninni slegið í gegn hjá Fræðsluneti Suðurlands. En erlendir íbúar á Suðurlandi, eru þeir duglegir að koma til ykkar? „Já, það er núna þannig að í fyrsta skipti hjá okkur á síðasta ári að íbúar af erlendum uppruna voru að verða um 50% af þeim, sem sækja námið,” segir Eyjólfur. Um 60 kennarar kenna hjá Fræðsluneti Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig leggjast næstu 25 ár í Eyjólf og aðra starfsmenn Fræðslunetsins? „Ég veit það bara að allavega af eigin reynslu að það er mjög erfitt að spá um það,”. Starfsmenn Fræðslunetsins eru 10 og kennararnir eru um 60 en þeir eru staðsettir víðs vegar um Suðurland og kenna allskyns greinar. Heimasíða Fræðslunets Suðurlands Árborg Skóla- og menntamál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Funda áfram á morgun Innlent Fleiri fréttir Rútuslys á Suðurlandsvegi Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Sjá meira
Haldið var upp á 25 ára afmæli Fræðslunets Suðurlands í vikunni í Sandvíkursetrinu á Selfossi. Aðalgestur afmælisins var Ásdís Hjálmsdóttir, sem hefur keppt á þrennum Ólympíuleikum fyrir Íslands hönd í spjótkasti. Hún sagði frá ferli sínum og hvernig hún fer að því að setja sér markmið og standa við þau. Eftir fyrirlesturinn var boðið upp á afmæliskaffi að hætti hússins. Ásdís Hjálmsdóttir, sem hefur keppt á þrennum Ólympíuleikum fyrir Íslands hönd í spjótkasti en hún var með áhugaverðan fyrirlestur í 25 ára afmælinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fræðslunet Suðurlands er símenntunarmiðstöð, sem sér um og skipuleggur námskeið fyrir fullorðið fólk. Námskeiðin eru af ýmsum toga, bæði starfstengd- og tómstundanámskeið. Eyjólfur Sturlaugsson er framkvæmdastjóri Fræðslunetsins. „Þetta hefur gengið ágætlega en við erum að taka í gegnum kerfin okkar svona í kringum eitt þúsund og fimm hundruð manns á hverju ári, sem fara í gegnum Fræðslunetið hjá okkur,” segir Eyjólfur. Hvers konar námskeið eru þetta, sem þið eruð aðallega að bjóða upp á? „Við erum með samning við ráðuneytið, félagsmálaráðuneytið um að kenna framhaldsfræðslu er þar eru vottaðar námsleiðir, sem gefa framhaldsskólaeiningar. Svo erum við með fræðslu fyrir fullorðið fatlað fólk og svo erum við með námskeið fyrir útlendinga, sem vilja læra íslensku og svo erum við með allskonar fyrirtækjaþjónustu, námsráðgjöf og rauntæknimat.” Eyjólfur segir að félagsliðanám, sé mjög vinsælt og hafi í rauninni slegið í gegn hjá Fræðsluneti Suðurlands. En erlendir íbúar á Suðurlandi, eru þeir duglegir að koma til ykkar? „Já, það er núna þannig að í fyrsta skipti hjá okkur á síðasta ári að íbúar af erlendum uppruna voru að verða um 50% af þeim, sem sækja námið,” segir Eyjólfur. Um 60 kennarar kenna hjá Fræðsluneti Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig leggjast næstu 25 ár í Eyjólf og aðra starfsmenn Fræðslunetsins? „Ég veit það bara að allavega af eigin reynslu að það er mjög erfitt að spá um það,”. Starfsmenn Fræðslunetsins eru 10 og kennararnir eru um 60 en þeir eru staðsettir víðs vegar um Suðurland og kenna allskyns greinar. Heimasíða Fræðslunets Suðurlands
Árborg Skóla- og menntamál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Funda áfram á morgun Innlent Fleiri fréttir Rútuslys á Suðurlandsvegi Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Sjá meira