Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Árni Sæberg skrifar 9. nóvember 2024 08:08 Slökkviliðsmenn notuðu bæði kalk og vatn til að takast á við slysið. Vísir Slökkvilið Vesturbyggðar sinnti útkalli í nótt vegna mengunarslyss þegar þúsund lítrar af maurasýru láku úr bamba á iðnaðarsvæði á Bíldudal. Engan sakaði en maurasýra er gríðarlega ertandi, bæði við snertingu og innöndun. Þetta segir Davíð Rúnar Gunnarsson, slökkviliðsstjóri í Vesturbyggð, í samtali við fréttastofu. Hann segir að mannskapur af þremur stöðvum hafi sinnt útkallinu, frá Patreksfirði, Bíldudal og Tálknafirði. Voru að afferma bílinn um miðja nótt Um klukkan eitt í nótt hafi verið að afferma flutningabíl fullan af bömbum fylltum maurasýru á iðnaðarsvæði þegar gat kom á einn bambann. Maurasýra er notuð í margvíslegum tilgangi, svo sem í fóðurgerð, votheysgerð og verkun á ýmsum fiskiafurðum. Hér má sjá svokallaðan bamba.Vísir Davíð Rúnar segir að starfsmönnnum á svæðinu hafi tekist að forða sér án þess að fá á sig maurasýruna eða anda henni að sér í of miklu magni. Maurasýra sé svo ertandi að hún brenni í gegnum hefðbundinn slökkviliðsbúning. Þá sé uppgufun af henni skaðleg bæði öndunarfærum og augum. Engin hætta á ferð lengur Hann segir að slökkvilið hafi notað kalk til þess að vega upp á móti sýrunni og hlutleysa hana. Sýnataka hafi staðreynt að hætta væri ekki lengur til staðar eftir aðgerðir slökkviliðsins. Jarðvegurinn á svæðinu sé þó gljúpur og einhver sýra hafi því lekið niður í jarðveginn og þaðan út í sjó. Maurasýra blandist vel vatni og því sé ekki talið að nein hætta sé á ferð. Þá segir hann að svæðið sé iðnaðarsvæði og lítil íbúabyggð sé í nágrenni þess. Því hafi íbúum Bíldudals engin hætta stafað af mengunarslysinu. Vesturbyggð Slökkvilið Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Sjá meira
Þetta segir Davíð Rúnar Gunnarsson, slökkviliðsstjóri í Vesturbyggð, í samtali við fréttastofu. Hann segir að mannskapur af þremur stöðvum hafi sinnt útkallinu, frá Patreksfirði, Bíldudal og Tálknafirði. Voru að afferma bílinn um miðja nótt Um klukkan eitt í nótt hafi verið að afferma flutningabíl fullan af bömbum fylltum maurasýru á iðnaðarsvæði þegar gat kom á einn bambann. Maurasýra er notuð í margvíslegum tilgangi, svo sem í fóðurgerð, votheysgerð og verkun á ýmsum fiskiafurðum. Hér má sjá svokallaðan bamba.Vísir Davíð Rúnar segir að starfsmönnnum á svæðinu hafi tekist að forða sér án þess að fá á sig maurasýruna eða anda henni að sér í of miklu magni. Maurasýra sé svo ertandi að hún brenni í gegnum hefðbundinn slökkviliðsbúning. Þá sé uppgufun af henni skaðleg bæði öndunarfærum og augum. Engin hætta á ferð lengur Hann segir að slökkvilið hafi notað kalk til þess að vega upp á móti sýrunni og hlutleysa hana. Sýnataka hafi staðreynt að hætta væri ekki lengur til staðar eftir aðgerðir slökkviliðsins. Jarðvegurinn á svæðinu sé þó gljúpur og einhver sýra hafi því lekið niður í jarðveginn og þaðan út í sjó. Maurasýra blandist vel vatni og því sé ekki talið að nein hætta sé á ferð. Þá segir hann að svæðið sé iðnaðarsvæði og lítil íbúabyggð sé í nágrenni þess. Því hafi íbúum Bíldudals engin hætta stafað af mengunarslysinu.
Vesturbyggð Slökkvilið Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Sjá meira