Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Árni Sæberg skrifar 9. nóvember 2024 08:08 Slökkviliðsmenn notuðu bæði kalk og vatn til að takast á við slysið. Vísir Slökkvilið Vesturbyggðar sinnti útkalli í nótt vegna mengunarslyss þegar þúsund lítrar af maurasýru láku úr bamba á iðnaðarsvæði á Bíldudal. Engan sakaði en maurasýra er gríðarlega ertandi, bæði við snertingu og innöndun. Þetta segir Davíð Rúnar Gunnarsson, slökkviliðsstjóri í Vesturbyggð, í samtali við fréttastofu. Hann segir að mannskapur af þremur stöðvum hafi sinnt útkallinu, frá Patreksfirði, Bíldudal og Tálknafirði. Voru að afferma bílinn um miðja nótt Um klukkan eitt í nótt hafi verið að afferma flutningabíl fullan af bömbum fylltum maurasýru á iðnaðarsvæði þegar gat kom á einn bambann. Maurasýra er notuð í margvíslegum tilgangi, svo sem í fóðurgerð, votheysgerð og verkun á ýmsum fiskiafurðum. Hér má sjá svokallaðan bamba.Vísir Davíð Rúnar segir að starfsmönnnum á svæðinu hafi tekist að forða sér án þess að fá á sig maurasýruna eða anda henni að sér í of miklu magni. Maurasýra sé svo ertandi að hún brenni í gegnum hefðbundinn slökkviliðsbúning. Þá sé uppgufun af henni skaðleg bæði öndunarfærum og augum. Engin hætta á ferð lengur Hann segir að slökkvilið hafi notað kalk til þess að vega upp á móti sýrunni og hlutleysa hana. Sýnataka hafi staðreynt að hætta væri ekki lengur til staðar eftir aðgerðir slökkviliðsins. Jarðvegurinn á svæðinu sé þó gljúpur og einhver sýra hafi því lekið niður í jarðveginn og þaðan út í sjó. Maurasýra blandist vel vatni og því sé ekki talið að nein hætta sé á ferð. Þá segir hann að svæðið sé iðnaðarsvæði og lítil íbúabyggð sé í nágrenni þess. Því hafi íbúum Bíldudals engin hætta stafað af mengunarslysinu. Vesturbyggð Slökkvilið Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Sjá meira
Þetta segir Davíð Rúnar Gunnarsson, slökkviliðsstjóri í Vesturbyggð, í samtali við fréttastofu. Hann segir að mannskapur af þremur stöðvum hafi sinnt útkallinu, frá Patreksfirði, Bíldudal og Tálknafirði. Voru að afferma bílinn um miðja nótt Um klukkan eitt í nótt hafi verið að afferma flutningabíl fullan af bömbum fylltum maurasýru á iðnaðarsvæði þegar gat kom á einn bambann. Maurasýra er notuð í margvíslegum tilgangi, svo sem í fóðurgerð, votheysgerð og verkun á ýmsum fiskiafurðum. Hér má sjá svokallaðan bamba.Vísir Davíð Rúnar segir að starfsmönnnum á svæðinu hafi tekist að forða sér án þess að fá á sig maurasýruna eða anda henni að sér í of miklu magni. Maurasýra sé svo ertandi að hún brenni í gegnum hefðbundinn slökkviliðsbúning. Þá sé uppgufun af henni skaðleg bæði öndunarfærum og augum. Engin hætta á ferð lengur Hann segir að slökkvilið hafi notað kalk til þess að vega upp á móti sýrunni og hlutleysa hana. Sýnataka hafi staðreynt að hætta væri ekki lengur til staðar eftir aðgerðir slökkviliðsins. Jarðvegurinn á svæðinu sé þó gljúpur og einhver sýra hafi því lekið niður í jarðveginn og þaðan út í sjó. Maurasýra blandist vel vatni og því sé ekki talið að nein hætta sé á ferð. Þá segir hann að svæðið sé iðnaðarsvæði og lítil íbúabyggð sé í nágrenni þess. Því hafi íbúum Bíldudals engin hætta stafað af mengunarslysinu.
Vesturbyggð Slökkvilið Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Sjá meira