Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. nóvember 2024 23:53 Gríska húsið á Laugavegi. vísir/sigurjón Brotaþoli í mansalsmáli, sem lögregla hefur til rannsóknar og tengist veitingastaðnum Gríska húsinu, sagði í skýrslutöku að hann hafi verið látinn vinna sjö daga í hverri viku, stundum 30 daga í mánuði. Hann, ásamt öðrum manni, fannst sofandi á dýnu í kjallara hússins þegar lögregla réðist þar í húsleit. Leitin var framkvæmd þann 13. júní síðastliðinn og daginn eftir var veitingastaðnum, sem var á Laugavegi, lokað. Í tilkynningu lögreglu sem fylgdi kom fram að þrír hefðu verið handteknir í aðgerð sem tengist gruni um vinnumansal. Voru það eigandinn og tveir starfsmenn. Dagsetningin 13. júní kemur heim og saman við þá sem nefnd er í úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur, sem Landsréttur staðfesti í dag. Í úrskurðinum var krafa manns, sem talinn er vera fórnarlamb mansals, tekin fyrir, en hún snýr að því að honum verði afhentar á ný fjögur þúsund evrur sem lögregla haldlagði við leitina. Í skýrslutöku lögreglu sagðist maðurinn fyrst og fremst vera brotaþoli í málinu. Hann hafi verið látinn vinna sjö daga í viku hverri, stundum 30 daga í mánuði og aldrei tekið tvo samfellda daga í frí frá því að hann hóf störf. Þetta hafi gengið um nokkurra mánaða skeið. Í úrskurðinum segir að það megi vera ljóst að aðstæður hans hafi verið gróflega misnotaðar. Við rannsókn málsins lagði lögregla hald á fjögur þúsund evrur, tæplega 600 þúsund krónur, sem fannst í umslagi í jakka hans á Gríska húsinu. Í málinu krafðist maðurinn þess að fá fjármunina afhenta á ný þar sem ekkert væri fram komið í málinu sem benti til þess að þeim hefði verið aflað á ólögmætan hátt. Hann hafi ekki í önnur hús að venda og þurfi nauðsynlega á peningunum að halda. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hélt því fram að rökstuddur grunur væri uppi um að fjármunirnir væru ólögmætur ávinningur brotastarfsemi og rannsókn lögreglu beindist að því að upplýsa um uppruna fjármunanna. Landsréttur féllst á það með lögreglu, með vísan til fjármálatengsla mannanna, að vafi leiki á um að fjármunirnir séu í reynd lögmæt eign sóknaraðila, þrátt fyrir að þeir hafi fundist í jakkavasa hans. Endanlegt mat á því hvort skilyrði upptöku séu fyrir hendi mun fara fram við meðferð málsins fyrir dómi, komi til þess að ákært verði í málinu. Kröfu mannsins var því hafnað. Lögreglumál Mansal Reykjavík Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Leitin var framkvæmd þann 13. júní síðastliðinn og daginn eftir var veitingastaðnum, sem var á Laugavegi, lokað. Í tilkynningu lögreglu sem fylgdi kom fram að þrír hefðu verið handteknir í aðgerð sem tengist gruni um vinnumansal. Voru það eigandinn og tveir starfsmenn. Dagsetningin 13. júní kemur heim og saman við þá sem nefnd er í úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur, sem Landsréttur staðfesti í dag. Í úrskurðinum var krafa manns, sem talinn er vera fórnarlamb mansals, tekin fyrir, en hún snýr að því að honum verði afhentar á ný fjögur þúsund evrur sem lögregla haldlagði við leitina. Í skýrslutöku lögreglu sagðist maðurinn fyrst og fremst vera brotaþoli í málinu. Hann hafi verið látinn vinna sjö daga í viku hverri, stundum 30 daga í mánuði og aldrei tekið tvo samfellda daga í frí frá því að hann hóf störf. Þetta hafi gengið um nokkurra mánaða skeið. Í úrskurðinum segir að það megi vera ljóst að aðstæður hans hafi verið gróflega misnotaðar. Við rannsókn málsins lagði lögregla hald á fjögur þúsund evrur, tæplega 600 þúsund krónur, sem fannst í umslagi í jakka hans á Gríska húsinu. Í málinu krafðist maðurinn þess að fá fjármunina afhenta á ný þar sem ekkert væri fram komið í málinu sem benti til þess að þeim hefði verið aflað á ólögmætan hátt. Hann hafi ekki í önnur hús að venda og þurfi nauðsynlega á peningunum að halda. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hélt því fram að rökstuddur grunur væri uppi um að fjármunirnir væru ólögmætur ávinningur brotastarfsemi og rannsókn lögreglu beindist að því að upplýsa um uppruna fjármunanna. Landsréttur féllst á það með lögreglu, með vísan til fjármálatengsla mannanna, að vafi leiki á um að fjármunirnir séu í reynd lögmæt eign sóknaraðila, þrátt fyrir að þeir hafi fundist í jakkavasa hans. Endanlegt mat á því hvort skilyrði upptöku séu fyrir hendi mun fara fram við meðferð málsins fyrir dómi, komi til þess að ákært verði í málinu. Kröfu mannsins var því hafnað.
Lögreglumál Mansal Reykjavík Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira