Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Lovísa Arnardóttir skrifar 8. nóvember 2024 12:08 Kennarar komu saman á fjölmennum baráttufundi í vikunni. Vísir/Anton Brink Samband íslenskra sveitarfélaga segir að frá árinu 2016, þegar samkomulag hafi verið gert um jöfnun launa á almennum og opinberum markaði, á milli ríkis, sveitarfélaga, BHM, BSRB og KÍ, hafi ýmis skref verið stigin til þess að ná samkomulagi. Það sé ekki rétt, eins og KÍ, hefur haldið fram að ekkert hafi verið gert til að tryggja slíkt samkomulag. Það kemur fram í yfirlýsingu á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag. Í tilkynningu sinni ítrekar sambandið enn frekar samningsvilja sinn við Kennarasamband Íslands og vonast eftir uppbyggjandi gagnlegum samtölum við stéttarfélög kennara um lausn kjaradeilunnar. Þá benda þau á að heildarlaun kennara hafi hlutfallslega hækkað meira en heildarlaun sérfræðinga á almennum markaði. Laun kennara séu enn lægri en það hafi dregið úr launamun síðasta áratuginn. 2016 samkomulag Verkfallsaðgerðir hófust í níu skólum 29. október, fjórum leikskólum, þremur grunnskólum, framhaldsskóla og tónlistarskóla. Verkföll leikskólanna eru ótímabundin. Önnur verkföll eru tímabundin, hófust 29. október og standa til 20. desember hafi samningar ekki náðst. Í yfirlýsingu sambandsins er vísað til þess að KÍ hafi ítrekað sagt málið snúast um að efna samkomulag frá árinu 2016 um að laun og önnur kjör hjá hinu opinbera yrðu jöfnuð almenna markaðnum. Aðilar að þessu samkomulagi voru ríki, sveitarfélög, BSRB, BHM og KÍ. Formaður Kennarasambandsins sagði í viðtali við Stöð 2 á baráttufundi kennara að átta ár væru langur tími og að kennarar gætu ekki beðið lengur eftir því að þetta samkomulag yrði efnt. Í tilkynningu Sambandsins segir að frá árinu 2016 hafi verið unnin ítarleg greiningarvinna í samræmi við samkomulagið þó svo að ekki hafi verið komist að sameiginlegri niðurstöðu um mælingar á launamun milli markaða. Þá segir að sérfræðingar frá öllum bandalögum hafi tekið þátt og þar með fulltrúar frá KÍ. Meira orlof og betri veikindaréttur Þá er bent á að eðli starfa opinberra starfsmanna og starfa á almennum vinnumarkaði séu um margt ólík. Einnig sé misjafnt hvernig vinnumagn starfsfólks sé mælt og hvernig önnur kjör séu á milli markaða. Þá megi jafna verðgildi annarra kjara og réttinda sem kennarar njóta, eins og ríkari veikindaréttur og orlof og launuð námsleyfi, við 10 til 15 prósent launaauka. Það verði að horfa til þess við samanburð launa og kjara á markaði. „Það er ljóst að breytingar á launakjörum launafólks hafa verið umtalsverðar undanfarinn áratug. Þá hafa kjarabætur á opinberum markaði verið meiri en á almennum markaði og eru kennarar þar engin undantekning,“ segir í yfirlýsingunni og bent á að í samkomulaginu hafi verið horft til launamunar á á tímabilinu 2008 til 2013. Þá er bent á launaþróun síðasta áratuginn og birt mynd sem sýnir að launahækkun kennara hafi verið hlutfallslega meiri frá 2014 til 2023 en hjá sérfræðingum á almennum markaði. Saga Guðmundsdóttir hagfræðingur Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að draga megi þá ályktun af myndinni að síðasta áratuginn hafi dregið saman á milli kennara og annarra sérfræðinga í launum. Hún segir að laun allra kennarastétta hafi verið vigtuð í þessum útreikningum en bendir þó á að laun framhaldsskólakennara og grunn- og leikskólakennara séu mjög ólík. Kennarar komi þó alltaf fram saman sem ein heild og því hafi þau ákveðið að nota þessa framsetningu. Framhaldsskólakennarar með mun hærri laun Í þessum útreikningum hafi hún notað launarannsókn Hagstofunnar og miði þar við heildarlaun. Heildarlaun grunnskóla- og leikskólakennara í fyrra hafi sem dæmi verið um 780 þúsund á framhaldsskólakennarar hafi verið með um 990 þúsund í heildarlaun. Til samanburðar hafi svo verið tekið úrtak sérfræðinga á almennum markaði úr launarannsókninni. Innan þess hóps hafi verið til dæmis endurskoðendur, viðskiptafræðingar, hagfræðingar og allskonar háskólamenntaðar stéttir. Heildarlaun þeirra hafi verið að meðaltali 740 þúsund árið 2014 og um 1,1 milljón í fyrra. Saga bendir á að þessar stéttir hafi alltaf verið með hærri laun en það verði að taka til greina, það sem kemur fram í yfirlýsingunni, að kjör séu mjög ólík. „Ef við horfum bara á launaliðinn hafa hækkanir verið miklu meiri hjá kennurum en á almennum markaði. Það hlýtur að draga úr launamun, hver sá sem hann er.“ Jöfnun launa hafin Þá er í yfirlýsingunni bent á að í fyrra hafi verið gert áfangasamkomulag við BSRB, BHM og KÍ um skref í átt að jöfnun samhliða undirritun skammtímakjarasamninga. Á þessu ári hafi svo náðst annað áfangasamkomulag en þá einungis við BSRB og BHM. Það sé frekara skref í átt að jöfnun fyrir þær starfsstéttir þar sem skýrar vísbendingar eru um ómálefnalegan og kerfislægan launamun á milli markaða. „Kennarasambandið sagði sig frá viðræðunum í janúar síðastliðnum og er því ekki hluti af öðru áfangasamkomulaginu. Það er þó þannig að KÍ stendur til boða sambærilegt skref í átt að jöfnun launa líkt og samið var um við BSRB og BHM með öðru áfangasamkomulaginu fyrr á þessu ári,“ segir að lokum í yfirlýsingunni. Áfangasamkomulagið er í raun bókun í hverjum kjarasamningi þar sem kveðið er á um jöfnun launa ofan á kjarasamningsbundna launahækkun. Um er að ræða einskonar launaleiðréttingu. Saga segir að árið 2023, þegar samið var til skamms tíma, hafi ríki og sveitarfélög lagt til milljarða í þetta verkefni. Þeim hafi ekki verið deilt jafnt á alla heldur reynt að greina nánar hvar þyrfti að jafna laun frekar en annars staðar. Fjármagninu hafi því verið deilt á stéttarfélög innan BHM, BSRB og KÍ. Eins og kemur fram í ályktuninni sagði KÍ sig svo frá þessu samkomulagi á meðan Sambandið hélt áfram viðræðum við BSRB og BHM og náðu samkomulagi í vor um frekari jöfnun launa. KÍ standi til boða að ganga að sambærilegu samkomulagi. Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga segir í yfirlýsingu umboð samninganefndar þeirra til kjaraviðræðna við Kennarasamband Íslands skýrt. Þá lýsir stjórnin yfir fullu trausti til samninganefndarinnar. Þetta segir í tilkynningu frá Sambandinu og er vísað í umræðu í fjölmiðlum. 6. nóvember 2024 16:54 Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Foreldrar barna á fjórum leikskólum þar sem ótímabundið verkfall stendur yfir segja Kennarasamband Íslands mismuna börnum. Þeir krefjast þess að staðan verði leiðrétt fyrir lok föstudags. 6. nóvember 2024 13:42 Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Æðruleysi og yfirdráttur eru meðal þeirra ráða sem foreldrar leikskólabarna þurfa að grípa til vegna kennaraverkfalla. Bæði umboðsmaður barna og foreldrar telja verkfallsaðgerðir mismuna börnum og grátbiðja deiluaðila að leysa úr flækjunni. 5. nóvember 2024 21:01 Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Fleiri fréttir Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Raunir ársins 2024 „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Sjá meira
Í tilkynningu sinni ítrekar sambandið enn frekar samningsvilja sinn við Kennarasamband Íslands og vonast eftir uppbyggjandi gagnlegum samtölum við stéttarfélög kennara um lausn kjaradeilunnar. Þá benda þau á að heildarlaun kennara hafi hlutfallslega hækkað meira en heildarlaun sérfræðinga á almennum markaði. Laun kennara séu enn lægri en það hafi dregið úr launamun síðasta áratuginn. 2016 samkomulag Verkfallsaðgerðir hófust í níu skólum 29. október, fjórum leikskólum, þremur grunnskólum, framhaldsskóla og tónlistarskóla. Verkföll leikskólanna eru ótímabundin. Önnur verkföll eru tímabundin, hófust 29. október og standa til 20. desember hafi samningar ekki náðst. Í yfirlýsingu sambandsins er vísað til þess að KÍ hafi ítrekað sagt málið snúast um að efna samkomulag frá árinu 2016 um að laun og önnur kjör hjá hinu opinbera yrðu jöfnuð almenna markaðnum. Aðilar að þessu samkomulagi voru ríki, sveitarfélög, BSRB, BHM og KÍ. Formaður Kennarasambandsins sagði í viðtali við Stöð 2 á baráttufundi kennara að átta ár væru langur tími og að kennarar gætu ekki beðið lengur eftir því að þetta samkomulag yrði efnt. Í tilkynningu Sambandsins segir að frá árinu 2016 hafi verið unnin ítarleg greiningarvinna í samræmi við samkomulagið þó svo að ekki hafi verið komist að sameiginlegri niðurstöðu um mælingar á launamun milli markaða. Þá segir að sérfræðingar frá öllum bandalögum hafi tekið þátt og þar með fulltrúar frá KÍ. Meira orlof og betri veikindaréttur Þá er bent á að eðli starfa opinberra starfsmanna og starfa á almennum vinnumarkaði séu um margt ólík. Einnig sé misjafnt hvernig vinnumagn starfsfólks sé mælt og hvernig önnur kjör séu á milli markaða. Þá megi jafna verðgildi annarra kjara og réttinda sem kennarar njóta, eins og ríkari veikindaréttur og orlof og launuð námsleyfi, við 10 til 15 prósent launaauka. Það verði að horfa til þess við samanburð launa og kjara á markaði. „Það er ljóst að breytingar á launakjörum launafólks hafa verið umtalsverðar undanfarinn áratug. Þá hafa kjarabætur á opinberum markaði verið meiri en á almennum markaði og eru kennarar þar engin undantekning,“ segir í yfirlýsingunni og bent á að í samkomulaginu hafi verið horft til launamunar á á tímabilinu 2008 til 2013. Þá er bent á launaþróun síðasta áratuginn og birt mynd sem sýnir að launahækkun kennara hafi verið hlutfallslega meiri frá 2014 til 2023 en hjá sérfræðingum á almennum markaði. Saga Guðmundsdóttir hagfræðingur Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að draga megi þá ályktun af myndinni að síðasta áratuginn hafi dregið saman á milli kennara og annarra sérfræðinga í launum. Hún segir að laun allra kennarastétta hafi verið vigtuð í þessum útreikningum en bendir þó á að laun framhaldsskólakennara og grunn- og leikskólakennara séu mjög ólík. Kennarar komi þó alltaf fram saman sem ein heild og því hafi þau ákveðið að nota þessa framsetningu. Framhaldsskólakennarar með mun hærri laun Í þessum útreikningum hafi hún notað launarannsókn Hagstofunnar og miði þar við heildarlaun. Heildarlaun grunnskóla- og leikskólakennara í fyrra hafi sem dæmi verið um 780 þúsund á framhaldsskólakennarar hafi verið með um 990 þúsund í heildarlaun. Til samanburðar hafi svo verið tekið úrtak sérfræðinga á almennum markaði úr launarannsókninni. Innan þess hóps hafi verið til dæmis endurskoðendur, viðskiptafræðingar, hagfræðingar og allskonar háskólamenntaðar stéttir. Heildarlaun þeirra hafi verið að meðaltali 740 þúsund árið 2014 og um 1,1 milljón í fyrra. Saga bendir á að þessar stéttir hafi alltaf verið með hærri laun en það verði að taka til greina, það sem kemur fram í yfirlýsingunni, að kjör séu mjög ólík. „Ef við horfum bara á launaliðinn hafa hækkanir verið miklu meiri hjá kennurum en á almennum markaði. Það hlýtur að draga úr launamun, hver sá sem hann er.“ Jöfnun launa hafin Þá er í yfirlýsingunni bent á að í fyrra hafi verið gert áfangasamkomulag við BSRB, BHM og KÍ um skref í átt að jöfnun samhliða undirritun skammtímakjarasamninga. Á þessu ári hafi svo náðst annað áfangasamkomulag en þá einungis við BSRB og BHM. Það sé frekara skref í átt að jöfnun fyrir þær starfsstéttir þar sem skýrar vísbendingar eru um ómálefnalegan og kerfislægan launamun á milli markaða. „Kennarasambandið sagði sig frá viðræðunum í janúar síðastliðnum og er því ekki hluti af öðru áfangasamkomulaginu. Það er þó þannig að KÍ stendur til boða sambærilegt skref í átt að jöfnun launa líkt og samið var um við BSRB og BHM með öðru áfangasamkomulaginu fyrr á þessu ári,“ segir að lokum í yfirlýsingunni. Áfangasamkomulagið er í raun bókun í hverjum kjarasamningi þar sem kveðið er á um jöfnun launa ofan á kjarasamningsbundna launahækkun. Um er að ræða einskonar launaleiðréttingu. Saga segir að árið 2023, þegar samið var til skamms tíma, hafi ríki og sveitarfélög lagt til milljarða í þetta verkefni. Þeim hafi ekki verið deilt jafnt á alla heldur reynt að greina nánar hvar þyrfti að jafna laun frekar en annars staðar. Fjármagninu hafi því verið deilt á stéttarfélög innan BHM, BSRB og KÍ. Eins og kemur fram í ályktuninni sagði KÍ sig svo frá þessu samkomulagi á meðan Sambandið hélt áfram viðræðum við BSRB og BHM og náðu samkomulagi í vor um frekari jöfnun launa. KÍ standi til boða að ganga að sambærilegu samkomulagi.
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga segir í yfirlýsingu umboð samninganefndar þeirra til kjaraviðræðna við Kennarasamband Íslands skýrt. Þá lýsir stjórnin yfir fullu trausti til samninganefndarinnar. Þetta segir í tilkynningu frá Sambandinu og er vísað í umræðu í fjölmiðlum. 6. nóvember 2024 16:54 Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Foreldrar barna á fjórum leikskólum þar sem ótímabundið verkfall stendur yfir segja Kennarasamband Íslands mismuna börnum. Þeir krefjast þess að staðan verði leiðrétt fyrir lok föstudags. 6. nóvember 2024 13:42 Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Æðruleysi og yfirdráttur eru meðal þeirra ráða sem foreldrar leikskólabarna þurfa að grípa til vegna kennaraverkfalla. Bæði umboðsmaður barna og foreldrar telja verkfallsaðgerðir mismuna börnum og grátbiðja deiluaðila að leysa úr flækjunni. 5. nóvember 2024 21:01 Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Fleiri fréttir Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Raunir ársins 2024 „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Sjá meira
Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga segir í yfirlýsingu umboð samninganefndar þeirra til kjaraviðræðna við Kennarasamband Íslands skýrt. Þá lýsir stjórnin yfir fullu trausti til samninganefndarinnar. Þetta segir í tilkynningu frá Sambandinu og er vísað í umræðu í fjölmiðlum. 6. nóvember 2024 16:54
Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Foreldrar barna á fjórum leikskólum þar sem ótímabundið verkfall stendur yfir segja Kennarasamband Íslands mismuna börnum. Þeir krefjast þess að staðan verði leiðrétt fyrir lok föstudags. 6. nóvember 2024 13:42
Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Æðruleysi og yfirdráttur eru meðal þeirra ráða sem foreldrar leikskólabarna þurfa að grípa til vegna kennaraverkfalla. Bæði umboðsmaður barna og foreldrar telja verkfallsaðgerðir mismuna börnum og grátbiðja deiluaðila að leysa úr flækjunni. 5. nóvember 2024 21:01