Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 10:16 Frá örófi alda hafa margs konar slys og ólán dunið yfir mennina og híbýli þeirra og gera enn. Tjón sem verða á fasteignum eða vegna þeirra geta orðið mikil og gríðarlega kostnaðarsöm fyrir eigendur. Húseigendafélagið fær oft og tíðum til sín eigendur fjöleignarhúsa sem velta því fyrir sér hvort skynsamlegt sé að vátryggja fasteignir sínar. Vátryggingar geta bætt tjón Oft bera tjón á fasteignum skyndilega að og eru ófyrirséð, koma þau jafnvel til vegna slæmra veðurskilyrða hér á landi. Í verstu veðrum verða oft tjón á fasteignum, sem rekja má til annarra fasteigna. Þó eru ekki öll tjón, sem verða á fasteignum ófyrirséð, heldur má oft og tíðum rekja þau til lélegs viðhalds, athafnaleysis, slæmrar umhirðu og svona mætti lengi telja. Óháð því, til hvaða atvika má rekja tjón á fasteignum er ljóst að erfitt getur reynst fyrir eigendur fjöleignarhúsa að standa straum af slíkum kostnaði, enda geta tjónin verið margvísleg og kostnaður vegna þeirra hlaupið á hundruðum þúsundum eða jafnvel milljónum. Bæta vátryggingar oft tjón er verður á fasteignum og af völdum þeirra, ýmist vegna þess að tjónþoli hefur keypt vátryggingu eða, að sá sem bótaskyldur er, er ábyrgðartryggður. Skyldutryggingar og aðrar tryggingar Samkvæmt lögum um brunatryggingar er húseigendum skylt að brunatryggja allar húseignir, þ.á m. fjöleignarhús. Þá er að finna skyldu til að tryggja allar húseignir í lögum um Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Nær trygging sú til tjóns af völdum náttúruhamfara. Að öðru leyti ráða húseigendur því sjálfir hvort þeir kaupi aðrar vátryggingar. Til að mæta áhættu og ábyrgð sem hvílir á eigendum fjöleignahúsa, bjóða vátryggingarfélög upp á húseigendatryggingu, eða svokallaða fasteignatryggingu eins og hún er einnig nefnd. Fasteignatrygging er samsett vátrygging sem veitir fasteignareiganda margs konar vernd, bæði vegna tjóns á fasteigninni sjálfri, t.d. af völdum leka úr vatnsleiðslum eða asahláku, svo og vernd vegna tjóns fasteignareiganda er leiðir af skaðabótaskyldu hans samkvæmt lögum (ábyrgðartrygging). Sú trygging er ekki skyldutrygging hér á landi, líkt og brunatrygging og náttúruhamfaratrygging. Fasteignatrygging er æskileg Af frumvarpi því sem varð að lögum um fjöleignarhús má ráða að til þess hefur verið ætlast eða vænst að eigendur fjöleignarhúsa kaupi sér fasteignatryggingu, einkum til þess að mæta ábyrgð sem felst í skaðabótaábyrgð eiganda og húsfélags. Sú hefur ekki orðið raunin og þrátt fyrir að margir eigendur fjöleignarhúsa séu með slíka vátryggingu í gildi, er það alls ekki algilt. Þegar tjón verður vegna fasteigna og skaðabótareglur laga um fjöleignarhús eiga við, getur ábyrgðin komið mjög harkalega niður á þeim eigendum og/eða húsfélögum sem ekki hafa keypt tryggingu til að mæta henni, enda þurfa þeir þá að greiða tjónið úr eigin vasa. Má því segja að mjög áríðandi sé fyrir fasteignareigendur að ganga vel frá vátryggingum fasteignar sinnar og hefði mögulega verið farsælast að lögbjóða skylduábyrgðartryggingu eigenda og húsfélaga samhliða ákvæðum laga um fjöleignarhús sem fjalla um skaðabótaábyrgð. Mikilvægi húsfunda Húsfélag fjöleignarhúss getur með samþykki einfalds meirihluta á löglega boðuðum húsfundi ákveðið að kaupa fasteignatryggingu fyrir húsið. Er það vegna þess, að talið er að slík nauðsyn sé að umræddri ábyrgð verði mætt með tryggingu, að meirihluti eigenda geti tekið bindandi ákvörðun um að kaupa vátryggingu fyrir alla húseignina. Sé samþykkt að kaupa vátryggingu, á hvort heldur aðalfundi eða hefðbundnum húsfundi, skal kaupa slíka tryggingu fyrir húsið allt, bæði fyrir séreignarhluta og sameign. Ákvörðun um það hvers konar trygging sé tekin og við hvaða tryggingafélag sé skipt, er í höndum húsfélagsins, sé ákvörðun löglega tekin. Hagræði fólgið í sameiginlegri fasteignatryggingu Mikið hagræði getur verið fólgið í því að eigendur fjöleignarhúss fjárfesti í sameiginlegri fasteignatryggingu. Komi til tjóns sem húsfélag er ábyrgt fyrir er auðveldara fyrir tjónþola að snúa sér til eins vátryggingarfélags, sem annast alla afgreiðslu málsins í kjölfarið. Mun torveldara er fyrir tjónþola ef að eigendur hússins eru allir vátryggðir hjá sitthvoru vátryggingarfélaginu, verður afgreiðsla slíkra mála oftar en ekki snúin og seinleg. Til hvaða muna tekur fasteignatrygging Fasteignatrygging takmarkast samkvæmt orðanna hljóðan við fasteignina sjálfa. Því tekur hún eðli málsins samkvæmt ekki til tjóns er verður vegna lausafjármuna sem eru ekki hluti af húsinu sjálfu, t.d. þegar grill, trampólín eða aðrir lausafjármunir á lóð húss fjúka og valda tjóni. Ljóst er þó að vátryggingar á bæði fasteignum og lausafé, skipa veigamikinn sess í efnahagslífi allra þjóða heims, og veita fólki fjárhagslegt öryggi á margan hátt. Höfundur er lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fjölbýlishúsa Tryggingar Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Frá örófi alda hafa margs konar slys og ólán dunið yfir mennina og híbýli þeirra og gera enn. Tjón sem verða á fasteignum eða vegna þeirra geta orðið mikil og gríðarlega kostnaðarsöm fyrir eigendur. Húseigendafélagið fær oft og tíðum til sín eigendur fjöleignarhúsa sem velta því fyrir sér hvort skynsamlegt sé að vátryggja fasteignir sínar. Vátryggingar geta bætt tjón Oft bera tjón á fasteignum skyndilega að og eru ófyrirséð, koma þau jafnvel til vegna slæmra veðurskilyrða hér á landi. Í verstu veðrum verða oft tjón á fasteignum, sem rekja má til annarra fasteigna. Þó eru ekki öll tjón, sem verða á fasteignum ófyrirséð, heldur má oft og tíðum rekja þau til lélegs viðhalds, athafnaleysis, slæmrar umhirðu og svona mætti lengi telja. Óháð því, til hvaða atvika má rekja tjón á fasteignum er ljóst að erfitt getur reynst fyrir eigendur fjöleignarhúsa að standa straum af slíkum kostnaði, enda geta tjónin verið margvísleg og kostnaður vegna þeirra hlaupið á hundruðum þúsundum eða jafnvel milljónum. Bæta vátryggingar oft tjón er verður á fasteignum og af völdum þeirra, ýmist vegna þess að tjónþoli hefur keypt vátryggingu eða, að sá sem bótaskyldur er, er ábyrgðartryggður. Skyldutryggingar og aðrar tryggingar Samkvæmt lögum um brunatryggingar er húseigendum skylt að brunatryggja allar húseignir, þ.á m. fjöleignarhús. Þá er að finna skyldu til að tryggja allar húseignir í lögum um Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Nær trygging sú til tjóns af völdum náttúruhamfara. Að öðru leyti ráða húseigendur því sjálfir hvort þeir kaupi aðrar vátryggingar. Til að mæta áhættu og ábyrgð sem hvílir á eigendum fjöleignahúsa, bjóða vátryggingarfélög upp á húseigendatryggingu, eða svokallaða fasteignatryggingu eins og hún er einnig nefnd. Fasteignatrygging er samsett vátrygging sem veitir fasteignareiganda margs konar vernd, bæði vegna tjóns á fasteigninni sjálfri, t.d. af völdum leka úr vatnsleiðslum eða asahláku, svo og vernd vegna tjóns fasteignareiganda er leiðir af skaðabótaskyldu hans samkvæmt lögum (ábyrgðartrygging). Sú trygging er ekki skyldutrygging hér á landi, líkt og brunatrygging og náttúruhamfaratrygging. Fasteignatrygging er æskileg Af frumvarpi því sem varð að lögum um fjöleignarhús má ráða að til þess hefur verið ætlast eða vænst að eigendur fjöleignarhúsa kaupi sér fasteignatryggingu, einkum til þess að mæta ábyrgð sem felst í skaðabótaábyrgð eiganda og húsfélags. Sú hefur ekki orðið raunin og þrátt fyrir að margir eigendur fjöleignarhúsa séu með slíka vátryggingu í gildi, er það alls ekki algilt. Þegar tjón verður vegna fasteigna og skaðabótareglur laga um fjöleignarhús eiga við, getur ábyrgðin komið mjög harkalega niður á þeim eigendum og/eða húsfélögum sem ekki hafa keypt tryggingu til að mæta henni, enda þurfa þeir þá að greiða tjónið úr eigin vasa. Má því segja að mjög áríðandi sé fyrir fasteignareigendur að ganga vel frá vátryggingum fasteignar sinnar og hefði mögulega verið farsælast að lögbjóða skylduábyrgðartryggingu eigenda og húsfélaga samhliða ákvæðum laga um fjöleignarhús sem fjalla um skaðabótaábyrgð. Mikilvægi húsfunda Húsfélag fjöleignarhúss getur með samþykki einfalds meirihluta á löglega boðuðum húsfundi ákveðið að kaupa fasteignatryggingu fyrir húsið. Er það vegna þess, að talið er að slík nauðsyn sé að umræddri ábyrgð verði mætt með tryggingu, að meirihluti eigenda geti tekið bindandi ákvörðun um að kaupa vátryggingu fyrir alla húseignina. Sé samþykkt að kaupa vátryggingu, á hvort heldur aðalfundi eða hefðbundnum húsfundi, skal kaupa slíka tryggingu fyrir húsið allt, bæði fyrir séreignarhluta og sameign. Ákvörðun um það hvers konar trygging sé tekin og við hvaða tryggingafélag sé skipt, er í höndum húsfélagsins, sé ákvörðun löglega tekin. Hagræði fólgið í sameiginlegri fasteignatryggingu Mikið hagræði getur verið fólgið í því að eigendur fjöleignarhúss fjárfesti í sameiginlegri fasteignatryggingu. Komi til tjóns sem húsfélag er ábyrgt fyrir er auðveldara fyrir tjónþola að snúa sér til eins vátryggingarfélags, sem annast alla afgreiðslu málsins í kjölfarið. Mun torveldara er fyrir tjónþola ef að eigendur hússins eru allir vátryggðir hjá sitthvoru vátryggingarfélaginu, verður afgreiðsla slíkra mála oftar en ekki snúin og seinleg. Til hvaða muna tekur fasteignatrygging Fasteignatrygging takmarkast samkvæmt orðanna hljóðan við fasteignina sjálfa. Því tekur hún eðli málsins samkvæmt ekki til tjóns er verður vegna lausafjármuna sem eru ekki hluti af húsinu sjálfu, t.d. þegar grill, trampólín eða aðrir lausafjármunir á lóð húss fjúka og valda tjóni. Ljóst er þó að vátryggingar á bæði fasteignum og lausafé, skipa veigamikinn sess í efnahagslífi allra þjóða heims, og veita fólki fjárhagslegt öryggi á margan hátt. Höfundur er lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun