Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 10:16 Frá örófi alda hafa margs konar slys og ólán dunið yfir mennina og híbýli þeirra og gera enn. Tjón sem verða á fasteignum eða vegna þeirra geta orðið mikil og gríðarlega kostnaðarsöm fyrir eigendur. Húseigendafélagið fær oft og tíðum til sín eigendur fjöleignarhúsa sem velta því fyrir sér hvort skynsamlegt sé að vátryggja fasteignir sínar. Vátryggingar geta bætt tjón Oft bera tjón á fasteignum skyndilega að og eru ófyrirséð, koma þau jafnvel til vegna slæmra veðurskilyrða hér á landi. Í verstu veðrum verða oft tjón á fasteignum, sem rekja má til annarra fasteigna. Þó eru ekki öll tjón, sem verða á fasteignum ófyrirséð, heldur má oft og tíðum rekja þau til lélegs viðhalds, athafnaleysis, slæmrar umhirðu og svona mætti lengi telja. Óháð því, til hvaða atvika má rekja tjón á fasteignum er ljóst að erfitt getur reynst fyrir eigendur fjöleignarhúsa að standa straum af slíkum kostnaði, enda geta tjónin verið margvísleg og kostnaður vegna þeirra hlaupið á hundruðum þúsundum eða jafnvel milljónum. Bæta vátryggingar oft tjón er verður á fasteignum og af völdum þeirra, ýmist vegna þess að tjónþoli hefur keypt vátryggingu eða, að sá sem bótaskyldur er, er ábyrgðartryggður. Skyldutryggingar og aðrar tryggingar Samkvæmt lögum um brunatryggingar er húseigendum skylt að brunatryggja allar húseignir, þ.á m. fjöleignarhús. Þá er að finna skyldu til að tryggja allar húseignir í lögum um Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Nær trygging sú til tjóns af völdum náttúruhamfara. Að öðru leyti ráða húseigendur því sjálfir hvort þeir kaupi aðrar vátryggingar. Til að mæta áhættu og ábyrgð sem hvílir á eigendum fjöleignahúsa, bjóða vátryggingarfélög upp á húseigendatryggingu, eða svokallaða fasteignatryggingu eins og hún er einnig nefnd. Fasteignatrygging er samsett vátrygging sem veitir fasteignareiganda margs konar vernd, bæði vegna tjóns á fasteigninni sjálfri, t.d. af völdum leka úr vatnsleiðslum eða asahláku, svo og vernd vegna tjóns fasteignareiganda er leiðir af skaðabótaskyldu hans samkvæmt lögum (ábyrgðartrygging). Sú trygging er ekki skyldutrygging hér á landi, líkt og brunatrygging og náttúruhamfaratrygging. Fasteignatrygging er æskileg Af frumvarpi því sem varð að lögum um fjöleignarhús má ráða að til þess hefur verið ætlast eða vænst að eigendur fjöleignarhúsa kaupi sér fasteignatryggingu, einkum til þess að mæta ábyrgð sem felst í skaðabótaábyrgð eiganda og húsfélags. Sú hefur ekki orðið raunin og þrátt fyrir að margir eigendur fjöleignarhúsa séu með slíka vátryggingu í gildi, er það alls ekki algilt. Þegar tjón verður vegna fasteigna og skaðabótareglur laga um fjöleignarhús eiga við, getur ábyrgðin komið mjög harkalega niður á þeim eigendum og/eða húsfélögum sem ekki hafa keypt tryggingu til að mæta henni, enda þurfa þeir þá að greiða tjónið úr eigin vasa. Má því segja að mjög áríðandi sé fyrir fasteignareigendur að ganga vel frá vátryggingum fasteignar sinnar og hefði mögulega verið farsælast að lögbjóða skylduábyrgðartryggingu eigenda og húsfélaga samhliða ákvæðum laga um fjöleignarhús sem fjalla um skaðabótaábyrgð. Mikilvægi húsfunda Húsfélag fjöleignarhúss getur með samþykki einfalds meirihluta á löglega boðuðum húsfundi ákveðið að kaupa fasteignatryggingu fyrir húsið. Er það vegna þess, að talið er að slík nauðsyn sé að umræddri ábyrgð verði mætt með tryggingu, að meirihluti eigenda geti tekið bindandi ákvörðun um að kaupa vátryggingu fyrir alla húseignina. Sé samþykkt að kaupa vátryggingu, á hvort heldur aðalfundi eða hefðbundnum húsfundi, skal kaupa slíka tryggingu fyrir húsið allt, bæði fyrir séreignarhluta og sameign. Ákvörðun um það hvers konar trygging sé tekin og við hvaða tryggingafélag sé skipt, er í höndum húsfélagsins, sé ákvörðun löglega tekin. Hagræði fólgið í sameiginlegri fasteignatryggingu Mikið hagræði getur verið fólgið í því að eigendur fjöleignarhúss fjárfesti í sameiginlegri fasteignatryggingu. Komi til tjóns sem húsfélag er ábyrgt fyrir er auðveldara fyrir tjónþola að snúa sér til eins vátryggingarfélags, sem annast alla afgreiðslu málsins í kjölfarið. Mun torveldara er fyrir tjónþola ef að eigendur hússins eru allir vátryggðir hjá sitthvoru vátryggingarfélaginu, verður afgreiðsla slíkra mála oftar en ekki snúin og seinleg. Til hvaða muna tekur fasteignatrygging Fasteignatrygging takmarkast samkvæmt orðanna hljóðan við fasteignina sjálfa. Því tekur hún eðli málsins samkvæmt ekki til tjóns er verður vegna lausafjármuna sem eru ekki hluti af húsinu sjálfu, t.d. þegar grill, trampólín eða aðrir lausafjármunir á lóð húss fjúka og valda tjóni. Ljóst er þó að vátryggingar á bæði fasteignum og lausafé, skipa veigamikinn sess í efnahagslífi allra þjóða heims, og veita fólki fjárhagslegt öryggi á margan hátt. Höfundur er lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fjölbýlishúsa Tryggingar Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Frá örófi alda hafa margs konar slys og ólán dunið yfir mennina og híbýli þeirra og gera enn. Tjón sem verða á fasteignum eða vegna þeirra geta orðið mikil og gríðarlega kostnaðarsöm fyrir eigendur. Húseigendafélagið fær oft og tíðum til sín eigendur fjöleignarhúsa sem velta því fyrir sér hvort skynsamlegt sé að vátryggja fasteignir sínar. Vátryggingar geta bætt tjón Oft bera tjón á fasteignum skyndilega að og eru ófyrirséð, koma þau jafnvel til vegna slæmra veðurskilyrða hér á landi. Í verstu veðrum verða oft tjón á fasteignum, sem rekja má til annarra fasteigna. Þó eru ekki öll tjón, sem verða á fasteignum ófyrirséð, heldur má oft og tíðum rekja þau til lélegs viðhalds, athafnaleysis, slæmrar umhirðu og svona mætti lengi telja. Óháð því, til hvaða atvika má rekja tjón á fasteignum er ljóst að erfitt getur reynst fyrir eigendur fjöleignarhúsa að standa straum af slíkum kostnaði, enda geta tjónin verið margvísleg og kostnaður vegna þeirra hlaupið á hundruðum þúsundum eða jafnvel milljónum. Bæta vátryggingar oft tjón er verður á fasteignum og af völdum þeirra, ýmist vegna þess að tjónþoli hefur keypt vátryggingu eða, að sá sem bótaskyldur er, er ábyrgðartryggður. Skyldutryggingar og aðrar tryggingar Samkvæmt lögum um brunatryggingar er húseigendum skylt að brunatryggja allar húseignir, þ.á m. fjöleignarhús. Þá er að finna skyldu til að tryggja allar húseignir í lögum um Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Nær trygging sú til tjóns af völdum náttúruhamfara. Að öðru leyti ráða húseigendur því sjálfir hvort þeir kaupi aðrar vátryggingar. Til að mæta áhættu og ábyrgð sem hvílir á eigendum fjöleignahúsa, bjóða vátryggingarfélög upp á húseigendatryggingu, eða svokallaða fasteignatryggingu eins og hún er einnig nefnd. Fasteignatrygging er samsett vátrygging sem veitir fasteignareiganda margs konar vernd, bæði vegna tjóns á fasteigninni sjálfri, t.d. af völdum leka úr vatnsleiðslum eða asahláku, svo og vernd vegna tjóns fasteignareiganda er leiðir af skaðabótaskyldu hans samkvæmt lögum (ábyrgðartrygging). Sú trygging er ekki skyldutrygging hér á landi, líkt og brunatrygging og náttúruhamfaratrygging. Fasteignatrygging er æskileg Af frumvarpi því sem varð að lögum um fjöleignarhús má ráða að til þess hefur verið ætlast eða vænst að eigendur fjöleignarhúsa kaupi sér fasteignatryggingu, einkum til þess að mæta ábyrgð sem felst í skaðabótaábyrgð eiganda og húsfélags. Sú hefur ekki orðið raunin og þrátt fyrir að margir eigendur fjöleignarhúsa séu með slíka vátryggingu í gildi, er það alls ekki algilt. Þegar tjón verður vegna fasteigna og skaðabótareglur laga um fjöleignarhús eiga við, getur ábyrgðin komið mjög harkalega niður á þeim eigendum og/eða húsfélögum sem ekki hafa keypt tryggingu til að mæta henni, enda þurfa þeir þá að greiða tjónið úr eigin vasa. Má því segja að mjög áríðandi sé fyrir fasteignareigendur að ganga vel frá vátryggingum fasteignar sinnar og hefði mögulega verið farsælast að lögbjóða skylduábyrgðartryggingu eigenda og húsfélaga samhliða ákvæðum laga um fjöleignarhús sem fjalla um skaðabótaábyrgð. Mikilvægi húsfunda Húsfélag fjöleignarhúss getur með samþykki einfalds meirihluta á löglega boðuðum húsfundi ákveðið að kaupa fasteignatryggingu fyrir húsið. Er það vegna þess, að talið er að slík nauðsyn sé að umræddri ábyrgð verði mætt með tryggingu, að meirihluti eigenda geti tekið bindandi ákvörðun um að kaupa vátryggingu fyrir alla húseignina. Sé samþykkt að kaupa vátryggingu, á hvort heldur aðalfundi eða hefðbundnum húsfundi, skal kaupa slíka tryggingu fyrir húsið allt, bæði fyrir séreignarhluta og sameign. Ákvörðun um það hvers konar trygging sé tekin og við hvaða tryggingafélag sé skipt, er í höndum húsfélagsins, sé ákvörðun löglega tekin. Hagræði fólgið í sameiginlegri fasteignatryggingu Mikið hagræði getur verið fólgið í því að eigendur fjöleignarhúss fjárfesti í sameiginlegri fasteignatryggingu. Komi til tjóns sem húsfélag er ábyrgt fyrir er auðveldara fyrir tjónþola að snúa sér til eins vátryggingarfélags, sem annast alla afgreiðslu málsins í kjölfarið. Mun torveldara er fyrir tjónþola ef að eigendur hússins eru allir vátryggðir hjá sitthvoru vátryggingarfélaginu, verður afgreiðsla slíkra mála oftar en ekki snúin og seinleg. Til hvaða muna tekur fasteignatrygging Fasteignatrygging takmarkast samkvæmt orðanna hljóðan við fasteignina sjálfa. Því tekur hún eðli málsins samkvæmt ekki til tjóns er verður vegna lausafjármuna sem eru ekki hluti af húsinu sjálfu, t.d. þegar grill, trampólín eða aðrir lausafjármunir á lóð húss fjúka og valda tjóni. Ljóst er þó að vátryggingar á bæði fasteignum og lausafé, skipa veigamikinn sess í efnahagslífi allra þjóða heims, og veita fólki fjárhagslegt öryggi á margan hátt. Höfundur er lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun