Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar 8. nóvember 2024 09:47 Í vikunni birti Hagfræðistofnun Háskóla Íslandsskýrslu um stöðu efnahagsmála á haustmánuðum 2024. Þar segir meðal annars að almennt gildi sú regla að „hallarekstur ríkissjóðs felur í sér frestun á skattlagningu sem hækkar ráðstöfunartekjur heimila til skamms tíma en lækkar þær í framtíðinni“. Ríkissjóður Íslands hefur verið rekinn í halla linnulaust frá árinu 2019 og áætlanir gera ráð fyrir að svo verði áfram út árið 2027. Það gerir níu ár í röð og uppsafnaður halli mun í lok næsta árs vera ansi nálægt 700 milljörðum króna. Á mannamáli þýðir þetta að þeir sem hafa haldið á prókúru ríkissjóðs hafa frekar valið að reka hann á yfirdrætti en að afla tekna til að standa undir útgjöldum. Ofan á það hafa á síðasta rúma áratug verið teknar ákvarðanir um að lækka tekjurnar með skattkerfisbreytingum. Tölur frá Hagstofu Íslands sýna svart á hvítu að þær skattalækkanir hafa fyrst og síðast nýst þeim tíu prósentum landsmanna sem þéna mest. Allir aðrir bera nú þyngri skattbyrði. Aðsend Það er ekki ókeypis að reka sig svona, enda þarf sífellt að vera að bæta við skuldirnar til að borga fyrir gatið sem myndast um hver mánaðamót. Skuldir bera vexti og í tilfelli ríkissjóðs er áætlaður vaxtakostnaður fyrir næsta ár nú kominn upp í 120 milljarða króna. Skuldir sem hlutfall af landsframleiðslu munu verða hærri á árinu 2025 en reiknað var með að þær yrðu fyrir 55 dögum síðan. Þá hafa þær verið yfir skuldareglu í sex ár. Augljósu áhrifin á húsnæðismarkað Í skýrslu Hagfræðistofnunar er líka farið yfir hverjar afleiðingar þeirrar pólitískrar efnahagsstefnu síðustu ára að byggja hagvöxt á fólksfjölgun og fjölgun lágframleiðnistarfa hafi verið. Þar segir að þetta endurspegli „hagstjórn og stefnu stjórnvalda þegar kemur að vexti hinna ýmsu atvinnuvega. Við gætum spurt hvað landsmenn eigi að vinna við í framtíðinni. Hvernig atvinnulíf sjá stjórnvöld fyrir sér á hverjum tíma? Sumar atvinnugreinar nota mikið fjármagn og minna vinnuafl, aðrar mikið vinnuafl. Þær vaxa stundum hratt og stundum ekki eins hratt, en stjórnvöld geta haft áhrif á þessa þróun með hagstjórnartækjum sínum og skattkerfi.“ Áhersla á vægi háframleiðnigreina sem byggja á hugviti og sköpunargáfu er þungamiðja í atvinnustefnu Samfylkingarinnar. Skýrsluhöfundar benda á að ein augljósustu áhrifin af gildandi stefnu stjórnvalda séu á húsnæðismarkað. Íbúðum á hverja kjarnafjölskyldu á Íslandi hefur fækkað mjög á síðustu árum samhliða mikilli fólksfjölgun og umtalsvert færri íbúðir eru hér á hverja þúsund íbúa á Íslandi en að meðaltali innan Evrópusambandsins. Eftirspurn er einfaldlega langt umfram framboð. Á meðal úrbóta sem lagðar eru til í skýrslunni er að metið verði hvert umfang útleigu íbúðarhúsnæðis í þéttbýli til ferðamanna, á borð við það sem leigt er út í gegnum Airbnb, sé sem er til frádráttar. „Ef umfangið er nægilega mikið til þess að hafa umtalsverð áhrif á húsnæðisverð þá væri hægt að takmarka starfsemina frekar en gert er.“ Þetta er í öllum takti við plan Samfylkingarinnar um bráðaaðgerðir á húsnæðismarkaði. Til að örva húsnæðismarkað til lengri tíma og fjölga íbúðum er hvatt til þess í skýrslunni að stjórnvöld bjóði upp á skattalegt hagræði fyrir þau verktakafyrirtæki sem reisa ódýrar og hagkvæmar íbúðir. Það er nákvæmlega það sem Samfylkingin ætlar að gera. Plan Samfylkingarinnar virkar Skýrsluhöfundar fara yfir að í núverandi fjármálareglu, sem komið var á í tíð þeirra flokka sem nú skipa ríkisstjórn, sé hvorki hvatt til þess að reka ríkissjóð með afgangi í góðæri, sem myndi draga úr eftirspurn og verðbólgu, né leyfa miklum halla að myndast í kreppu, sem stutt getur við innlenda eftirspurn. Stefnan hafi „einnig í för með sér að viðhald á innviðum er vanrækt.“ Það er nákvæmlega það sem gerst hefur hér á landi og þarf að breytast. Fjárfesta þarf í innviðum og velferðarkerfum til að stuðla að auknum vexti. Það er meginþunginn í efnahagsstefnu Samfylkingarinnar. Í skýrslunni er loks hvatt er til að koma á stöðugleikareglu í ríkisfjármálum á nákvæmlega sama hátt og Samfylkingin vill og hefur lagt til í plani sínu. Í stuttu máli sýnir skýrslan að plan Samfylkingarinnar er rétta planið fyrir Ísland. Fólk sér það. Þess vegna sýnir ný könnun að langflestir treysta Kristrúnu Frostadóttur fyrir efnahagsmálunum, eða 38 prósent. Einungis 17 prósent treysta formann Sjálfstæðisflokksins, sem setið hefur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í næstum tíu af síðustu ellefu árum, og sjö prósent treysta núverandi ráðherra málaflokksins. Vöxtur með velferð Það þarf að grípa til ábyrgra en ákveðinna efnahagsaðgerða á Íslandi. Það þarf að lækka vexti. Það þarf að ná verðbólgu niður til lengri tíma og halda henni þar. Það þarf líka að auka hagvöxt og búa til störf sem borga góð laun og virða reglur íslensks vinnumarkaðar. Það þarf að ráðast í bráðaaðgerðir til að breyta íbúðum úr fjárfestingavöru í heimili, byggja meira og ná jafnvægi á húsnæðismarkaði. Það þarf að taka til eftir óstjórn þeirra sem hafa stýrt en ráða ekki við að fara með annarra fé. Þeirra sem kunna bara að reka sig á yfirdrætti. Það þarf að endurreisa velferðarkerfin sem voru veikt á síðustu árum svo hægt yrði að ráðast í að lækka skattbyrði ríkasta fólks landsins. Það þarf að bregðast við því að sjúklingum á Landspítalanum hefur fjölgað miklu hraðar en starfsfólki. Að almennir lögreglumenn séu jafn margir á vakt á höfuðborgarsvæðinu í dag og þeir voru bara í Reykjavík árið 2007. Það þarf að mæta áskorunum kennara sem er gert að starfa í undirfjármögnuðu umhverfi og sífellt flóknara samfélagi og þurfa þess utan að þola óþolandi virðingarleysi úr hendi þeirra sem stýra kerfunum. Það þarf að búa til getu til að mæta börnum með fjölþættan vanda og fólki sem glímir við fíknivanda. Það þarf að auka vöxt með velferð, ekki stuðla að vexti á kostnað velferðar líkt og verið hefur. Það þarf að uppfæra Ísland. Höfundur situr í þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Þórður Snær Júlíusson Samfylkingin Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Í vikunni birti Hagfræðistofnun Háskóla Íslandsskýrslu um stöðu efnahagsmála á haustmánuðum 2024. Þar segir meðal annars að almennt gildi sú regla að „hallarekstur ríkissjóðs felur í sér frestun á skattlagningu sem hækkar ráðstöfunartekjur heimila til skamms tíma en lækkar þær í framtíðinni“. Ríkissjóður Íslands hefur verið rekinn í halla linnulaust frá árinu 2019 og áætlanir gera ráð fyrir að svo verði áfram út árið 2027. Það gerir níu ár í röð og uppsafnaður halli mun í lok næsta árs vera ansi nálægt 700 milljörðum króna. Á mannamáli þýðir þetta að þeir sem hafa haldið á prókúru ríkissjóðs hafa frekar valið að reka hann á yfirdrætti en að afla tekna til að standa undir útgjöldum. Ofan á það hafa á síðasta rúma áratug verið teknar ákvarðanir um að lækka tekjurnar með skattkerfisbreytingum. Tölur frá Hagstofu Íslands sýna svart á hvítu að þær skattalækkanir hafa fyrst og síðast nýst þeim tíu prósentum landsmanna sem þéna mest. Allir aðrir bera nú þyngri skattbyrði. Aðsend Það er ekki ókeypis að reka sig svona, enda þarf sífellt að vera að bæta við skuldirnar til að borga fyrir gatið sem myndast um hver mánaðamót. Skuldir bera vexti og í tilfelli ríkissjóðs er áætlaður vaxtakostnaður fyrir næsta ár nú kominn upp í 120 milljarða króna. Skuldir sem hlutfall af landsframleiðslu munu verða hærri á árinu 2025 en reiknað var með að þær yrðu fyrir 55 dögum síðan. Þá hafa þær verið yfir skuldareglu í sex ár. Augljósu áhrifin á húsnæðismarkað Í skýrslu Hagfræðistofnunar er líka farið yfir hverjar afleiðingar þeirrar pólitískrar efnahagsstefnu síðustu ára að byggja hagvöxt á fólksfjölgun og fjölgun lágframleiðnistarfa hafi verið. Þar segir að þetta endurspegli „hagstjórn og stefnu stjórnvalda þegar kemur að vexti hinna ýmsu atvinnuvega. Við gætum spurt hvað landsmenn eigi að vinna við í framtíðinni. Hvernig atvinnulíf sjá stjórnvöld fyrir sér á hverjum tíma? Sumar atvinnugreinar nota mikið fjármagn og minna vinnuafl, aðrar mikið vinnuafl. Þær vaxa stundum hratt og stundum ekki eins hratt, en stjórnvöld geta haft áhrif á þessa þróun með hagstjórnartækjum sínum og skattkerfi.“ Áhersla á vægi háframleiðnigreina sem byggja á hugviti og sköpunargáfu er þungamiðja í atvinnustefnu Samfylkingarinnar. Skýrsluhöfundar benda á að ein augljósustu áhrifin af gildandi stefnu stjórnvalda séu á húsnæðismarkað. Íbúðum á hverja kjarnafjölskyldu á Íslandi hefur fækkað mjög á síðustu árum samhliða mikilli fólksfjölgun og umtalsvert færri íbúðir eru hér á hverja þúsund íbúa á Íslandi en að meðaltali innan Evrópusambandsins. Eftirspurn er einfaldlega langt umfram framboð. Á meðal úrbóta sem lagðar eru til í skýrslunni er að metið verði hvert umfang útleigu íbúðarhúsnæðis í þéttbýli til ferðamanna, á borð við það sem leigt er út í gegnum Airbnb, sé sem er til frádráttar. „Ef umfangið er nægilega mikið til þess að hafa umtalsverð áhrif á húsnæðisverð þá væri hægt að takmarka starfsemina frekar en gert er.“ Þetta er í öllum takti við plan Samfylkingarinnar um bráðaaðgerðir á húsnæðismarkaði. Til að örva húsnæðismarkað til lengri tíma og fjölga íbúðum er hvatt til þess í skýrslunni að stjórnvöld bjóði upp á skattalegt hagræði fyrir þau verktakafyrirtæki sem reisa ódýrar og hagkvæmar íbúðir. Það er nákvæmlega það sem Samfylkingin ætlar að gera. Plan Samfylkingarinnar virkar Skýrsluhöfundar fara yfir að í núverandi fjármálareglu, sem komið var á í tíð þeirra flokka sem nú skipa ríkisstjórn, sé hvorki hvatt til þess að reka ríkissjóð með afgangi í góðæri, sem myndi draga úr eftirspurn og verðbólgu, né leyfa miklum halla að myndast í kreppu, sem stutt getur við innlenda eftirspurn. Stefnan hafi „einnig í för með sér að viðhald á innviðum er vanrækt.“ Það er nákvæmlega það sem gerst hefur hér á landi og þarf að breytast. Fjárfesta þarf í innviðum og velferðarkerfum til að stuðla að auknum vexti. Það er meginþunginn í efnahagsstefnu Samfylkingarinnar. Í skýrslunni er loks hvatt er til að koma á stöðugleikareglu í ríkisfjármálum á nákvæmlega sama hátt og Samfylkingin vill og hefur lagt til í plani sínu. Í stuttu máli sýnir skýrslan að plan Samfylkingarinnar er rétta planið fyrir Ísland. Fólk sér það. Þess vegna sýnir ný könnun að langflestir treysta Kristrúnu Frostadóttur fyrir efnahagsmálunum, eða 38 prósent. Einungis 17 prósent treysta formann Sjálfstæðisflokksins, sem setið hefur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í næstum tíu af síðustu ellefu árum, og sjö prósent treysta núverandi ráðherra málaflokksins. Vöxtur með velferð Það þarf að grípa til ábyrgra en ákveðinna efnahagsaðgerða á Íslandi. Það þarf að lækka vexti. Það þarf að ná verðbólgu niður til lengri tíma og halda henni þar. Það þarf líka að auka hagvöxt og búa til störf sem borga góð laun og virða reglur íslensks vinnumarkaðar. Það þarf að ráðast í bráðaaðgerðir til að breyta íbúðum úr fjárfestingavöru í heimili, byggja meira og ná jafnvægi á húsnæðismarkaði. Það þarf að taka til eftir óstjórn þeirra sem hafa stýrt en ráða ekki við að fara með annarra fé. Þeirra sem kunna bara að reka sig á yfirdrætti. Það þarf að endurreisa velferðarkerfin sem voru veikt á síðustu árum svo hægt yrði að ráðast í að lækka skattbyrði ríkasta fólks landsins. Það þarf að bregðast við því að sjúklingum á Landspítalanum hefur fjölgað miklu hraðar en starfsfólki. Að almennir lögreglumenn séu jafn margir á vakt á höfuðborgarsvæðinu í dag og þeir voru bara í Reykjavík árið 2007. Það þarf að mæta áskorunum kennara sem er gert að starfa í undirfjármögnuðu umhverfi og sífellt flóknara samfélagi og þurfa þess utan að þola óþolandi virðingarleysi úr hendi þeirra sem stýra kerfunum. Það þarf að búa til getu til að mæta börnum með fjölþættan vanda og fólki sem glímir við fíknivanda. Það þarf að auka vöxt með velferð, ekki stuðla að vexti á kostnað velferðar líkt og verið hefur. Það þarf að uppfæra Ísland. Höfundur situr í þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun