Fótbolti

Hræði­leg mis­tök hjá Elíasi í Evrópu­deildinni í gær­kvöldi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elías Rafn Ólafsson hefur staðið sig vel í Evrópudeildinni í vetur en gerði risastór mistök í leik Midtjylland í gær.
Elías Rafn Ólafsson hefur staðið sig vel í Evrópudeildinni í vetur en gerði risastór mistök í leik Midtjylland í gær. Getty/Gualter Fatia

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson svaf örugglega ekki vel í nótt eftir risastór mistök sín í Evrópudeildarleik í gær.

Elías spilar með danska félaginu Midtjylland en bæði hann og liðið hafa gert mjög góða hluti í Evrópukeppninni í vetur.

Fyrir leikinn í gær hafði Midtjylland ekki tapað leik og náð í sjö stig af níu mögulegum.

Liðið tapaði hins vegar 2-0 á móti rúmenska félaginu FCSB í Rúmeníu í gær.

Midtjylland lenti undir í fyrri hálfleiknum eftir að aukaspyrna fór af varnarmanni og í markið án þess að Elías kæmi vörnum við.

Ástæðan fyrir væntanlega svefnlítilli nótt voru aftur á móti upphafssekúndur seinni hálfleiksins.

Markið kom eftir aðeins átta sekúndur þegar Daniel Bîrligea kom inn í sendingu frá Elíasi. Bîrligea náði boltanum og skoraði í tómt markið.

Elías var þarna kominn langt út úr markinu og gat lítið gert eftir þessa slöku sendingu sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×