Þegar hann dó var hann með áfengi, kókaín og þunglyndislyf í blóði sínu.
Í frétt CNN segir að einn hinna þriggja sem hafa verið handteknir sé einhver sem Payne hafi verið miklum tíma með og sá standi frammi fyrir ákærum um að hafa yfirgefið Payne í hættulegu ástandi og fyrir að hafa útvegað honum fíkniefni.
Annar er starfsmaður hótelsins sem hann gisti á en hann er sagður hafa einnig útvegað Payne fíkniefni að minnsta kosti tvisvar sinnum.
Sá þriðji ku vera fíkniefnasali. Þá telja saksóknarar að Payne hafi fengið fíkniefni að minnsta kosti fjórum sinnum frá öðrum aðilum.
Í tilkynningu frá saksóknurum sem CNN vísar í segir að greining hafi sýnt fram á að Payne hafi mögulega fallið fram af svölunum í ólyfjan. Hann hafi mögulega misst meðvitund, eða í það minnsta að hluta til.
Ekkert bendir til þess að honum hafi verið ýtt eða hann hafi verið beittur einhverjum skaða áður en hann féll.
Tvær fylgdarkonur höfðu verið með honum nokkrum klukkustundum áður en hann dó. Þær sögðu rannsakendum að hann hefði ekki neytt fíkniefna fyrir framan þær en hann hefði drukkið áfengi.