Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir og Sigríður Auðunsdóttir skrifa 7. nóvember 2024 08:02 Hefur þú velt fyrir þér frjósemi þinni? Ef svo er á hvaða aldri varst þú þegar þessar pælingar þínar fóru af stað? Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur frjósemi aldrei verið minni á Íslandi frá því að mælingar hófust. Í september síðastliðnum voru stofnuð samnorræn samtök um ófrjósemi í Helsinki Finnlandi. Því ber að fagna að Norðurlandaþjóðirnar séu að taka höndum saman í þeirri baráttu sem margir eru að glíma við. Nýstofnuðu samtökin sendu frá sér ályktun þess efnis, að stjórnvöld á Norðurlöndunum þyrftu að gera sér grein fyrir því að ungt fólk hefur ekki velt fyrir sér frjósemi sinni. Ungt fólk er nefnilega alls ekki að hugsa út slíkt, þar sem það er að njóta lífsins og hjá mörgum barneignir ekki á planinu hjá þeim næstu árin. Ungt fólk hefur jafnvel ekki vitneskju um alla þá þætti sem valda frjósemisvanda. Bráðabirgða niðurstöður úr Fertility Europe FActs! könnun sem hefur verið gerð meðal ungmenna í Evrópu sýnir þá niðurstöðu að aðeins 12% ungmenna vita að frjósemi fer minnkandi með aldrinum. Þetta eru ekki góðar niðurstöður og því skiptir öllu máli að ungt fólk fái þá fræðslu að 1 af hverjum 6 glímir við ófrjósemi og sú tala fari stækkandi. Frjósemisvandi er mun algengari en okkur grunar. Því er það mikilvægt að þegar fólk fer að huga að barneignum að það hafi fengið fræðslu um mismunandi vandamál sem valda frjósemisvanda og geri sér grein fyrir því að það getur tekið tíma að eignast barn. Ungt fólk verður að fá að heyra um allan þann fjölda sem hefur gengið í gegnum þá erfiðu vegferð að þurfa að leita sér aðstoðar við að eignast börn. Það á ekki að vera feimnismál að tala opinskátt um ófrjósemi, því allir þekkja einhvern sem hefur þurft að ganga í gegnum slíka vegferð. Uppfræðum unga fólkið um frjósemi. Höfundar eru stjórnarmeðlimir í Tilveru- Samtökum um ófrjósemi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frjósemi Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Hefur þú velt fyrir þér frjósemi þinni? Ef svo er á hvaða aldri varst þú þegar þessar pælingar þínar fóru af stað? Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur frjósemi aldrei verið minni á Íslandi frá því að mælingar hófust. Í september síðastliðnum voru stofnuð samnorræn samtök um ófrjósemi í Helsinki Finnlandi. Því ber að fagna að Norðurlandaþjóðirnar séu að taka höndum saman í þeirri baráttu sem margir eru að glíma við. Nýstofnuðu samtökin sendu frá sér ályktun þess efnis, að stjórnvöld á Norðurlöndunum þyrftu að gera sér grein fyrir því að ungt fólk hefur ekki velt fyrir sér frjósemi sinni. Ungt fólk er nefnilega alls ekki að hugsa út slíkt, þar sem það er að njóta lífsins og hjá mörgum barneignir ekki á planinu hjá þeim næstu árin. Ungt fólk hefur jafnvel ekki vitneskju um alla þá þætti sem valda frjósemisvanda. Bráðabirgða niðurstöður úr Fertility Europe FActs! könnun sem hefur verið gerð meðal ungmenna í Evrópu sýnir þá niðurstöðu að aðeins 12% ungmenna vita að frjósemi fer minnkandi með aldrinum. Þetta eru ekki góðar niðurstöður og því skiptir öllu máli að ungt fólk fái þá fræðslu að 1 af hverjum 6 glímir við ófrjósemi og sú tala fari stækkandi. Frjósemisvandi er mun algengari en okkur grunar. Því er það mikilvægt að þegar fólk fer að huga að barneignum að það hafi fengið fræðslu um mismunandi vandamál sem valda frjósemisvanda og geri sér grein fyrir því að það getur tekið tíma að eignast barn. Ungt fólk verður að fá að heyra um allan þann fjölda sem hefur gengið í gegnum þá erfiðu vegferð að þurfa að leita sér aðstoðar við að eignast börn. Það á ekki að vera feimnismál að tala opinskátt um ófrjósemi, því allir þekkja einhvern sem hefur þurft að ganga í gegnum slíka vegferð. Uppfræðum unga fólkið um frjósemi. Höfundar eru stjórnarmeðlimir í Tilveru- Samtökum um ófrjósemi
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar