„Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Lovísa Arnardóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 6. nóvember 2024 17:13 Kennarar fylltu stóra sal Háskólabíós á baráttufundi í dag. Vísir/Anton Brink Mikill hugur er í kennurum á fjölmennum baráttufundi í Háskólabíó. Stóri salurinn er þéttsetinn. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður ræddi við kennara og formann Kennarasambandsins fyrir fundinn. Einar Bjarnason er kennari í Áslandsskóla og er því í verkfalli. „Það vill enginn vera í verkfalli en það er mikill hugur í kennurum,“ segir Einar. Hann segir áríðandi að staðið sé við samkomulag við kennara frá 2016. Kennarar séu til í að ganga alla leið til að fá þá samninga uppfyllta. „Sveitarfélögin geta ekki skýlt sér á bak við samninganefndina sína sem virðist vera algjörlega umboðslaus og ég skora á mitt sveitarfélag, Rósa og Valdimar og co, sýnið að þið standið með okkur og sýnið að þið standið með því sem var samið um.“ Einar á von á því að verkföllin gætu staðið lengi. Miklar umræður á kaffistofum Rannveig Anna Ólafsdóttir leikskólastjóri á leikskólanum Gullborg í Vesturbæ Reykjavíkur tekur í sama streng. „Það eru miklar umræður á kaffistofunni og það styðja allir verkfall. Það styðja allir sitt fólk 100 prósent,“ segir hún og að það sé ánægjulegt að sjá kennara standa saman. „Þessi sameining er lykilatriði fyrir okkur.“ Hún segir kennara verða að berjast fyrir sínum réttindum. Hún vonist þó til þess að það verði samið sem fyrst. Frekari aðgerðir ef ekki næst að semja Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Ísland segir verkefni kjaraviðræðnanna að það verði uppfyllt ákvæði úr kjarasamningsviðræðum frá 2016 þegar lífeyrisréttindi kennara voru jöfnuð þeim sem eru á almennum markaði. Krafa kennara er að fjárfest sé í kennurum og að laun þeirra séu sambærileg öðrum sambærilegum sérfræðingum.Vísir/Anton Brink Hann segir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar en Kennarasambandið sé í sambandi við ríkissáttasemjara um næstu skref. Það sé ekki lausn í sjónmáli og enn nokkuð langt á milli. „Það er þannig að aðgerðir stéttarfélaga eru til þess að þrýsta á um viðræður,“ segir Magnús Þór um gagnrýni sem fram hefur komið á verkfallsaðgerðir kennara sem fara fram í ákveðnum skólum. Hann segir alls skólakerfið undir og kennara standa saman. Hann segir að í stað þess að fara í verkfall á einu skólastigi hafi verið ákveðið að snerta á öllum skólum. Aðgerðirnar séu mögulega ekki eins afgerandi. „Aðgerðir eru þannig að þær koma niður á einhverjum,“ segir Magnús. Hann segist vonast til þess að hægt verði að komast að samningum sem fyrst svo hægt sé að hefja kennslu á ný. Hann segir að ef deilurnar haldi áfram langt fram í þennan mánuð verði hugað að frekari aðgerðum. Hægt er að horfa á lengra viðtal við Magnús hér að ofan. Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga segir í yfirlýsingu umboð samninganefndar þeirra til kjaraviðræðna við Kennarasamband Íslands skýrt. Þá lýsir stjórnin yfir fullu trausti til samninganefndarinnar. Þetta segir í tilkynningu frá Sambandinu og er vísað í umræðu í fjölmiðlum. 6. nóvember 2024 16:54 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Einar Bjarnason er kennari í Áslandsskóla og er því í verkfalli. „Það vill enginn vera í verkfalli en það er mikill hugur í kennurum,“ segir Einar. Hann segir áríðandi að staðið sé við samkomulag við kennara frá 2016. Kennarar séu til í að ganga alla leið til að fá þá samninga uppfyllta. „Sveitarfélögin geta ekki skýlt sér á bak við samninganefndina sína sem virðist vera algjörlega umboðslaus og ég skora á mitt sveitarfélag, Rósa og Valdimar og co, sýnið að þið standið með okkur og sýnið að þið standið með því sem var samið um.“ Einar á von á því að verkföllin gætu staðið lengi. Miklar umræður á kaffistofum Rannveig Anna Ólafsdóttir leikskólastjóri á leikskólanum Gullborg í Vesturbæ Reykjavíkur tekur í sama streng. „Það eru miklar umræður á kaffistofunni og það styðja allir verkfall. Það styðja allir sitt fólk 100 prósent,“ segir hún og að það sé ánægjulegt að sjá kennara standa saman. „Þessi sameining er lykilatriði fyrir okkur.“ Hún segir kennara verða að berjast fyrir sínum réttindum. Hún vonist þó til þess að það verði samið sem fyrst. Frekari aðgerðir ef ekki næst að semja Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Ísland segir verkefni kjaraviðræðnanna að það verði uppfyllt ákvæði úr kjarasamningsviðræðum frá 2016 þegar lífeyrisréttindi kennara voru jöfnuð þeim sem eru á almennum markaði. Krafa kennara er að fjárfest sé í kennurum og að laun þeirra séu sambærileg öðrum sambærilegum sérfræðingum.Vísir/Anton Brink Hann segir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar en Kennarasambandið sé í sambandi við ríkissáttasemjara um næstu skref. Það sé ekki lausn í sjónmáli og enn nokkuð langt á milli. „Það er þannig að aðgerðir stéttarfélaga eru til þess að þrýsta á um viðræður,“ segir Magnús Þór um gagnrýni sem fram hefur komið á verkfallsaðgerðir kennara sem fara fram í ákveðnum skólum. Hann segir alls skólakerfið undir og kennara standa saman. Hann segir að í stað þess að fara í verkfall á einu skólastigi hafi verið ákveðið að snerta á öllum skólum. Aðgerðirnar séu mögulega ekki eins afgerandi. „Aðgerðir eru þannig að þær koma niður á einhverjum,“ segir Magnús. Hann segist vonast til þess að hægt verði að komast að samningum sem fyrst svo hægt sé að hefja kennslu á ný. Hann segir að ef deilurnar haldi áfram langt fram í þennan mánuð verði hugað að frekari aðgerðum. Hægt er að horfa á lengra viðtal við Magnús hér að ofan.
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga segir í yfirlýsingu umboð samninganefndar þeirra til kjaraviðræðna við Kennarasamband Íslands skýrt. Þá lýsir stjórnin yfir fullu trausti til samninganefndarinnar. Þetta segir í tilkynningu frá Sambandinu og er vísað í umræðu í fjölmiðlum. 6. nóvember 2024 16:54 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga segir í yfirlýsingu umboð samninganefndar þeirra til kjaraviðræðna við Kennarasamband Íslands skýrt. Þá lýsir stjórnin yfir fullu trausti til samninganefndarinnar. Þetta segir í tilkynningu frá Sambandinu og er vísað í umræðu í fjölmiðlum. 6. nóvember 2024 16:54