Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 6. nóvember 2024 12:01 Við sem foreldrar eigum það til að leita leiða til þess að gera fleiri ábyrga fyrir börnunum okkar. Sem er eðlilegt, því það þarf heilt þorp til þess að ala upp barn. Foreldrar þurfa að nýta sér alls konar þjónustu í uppeldi barna og sem foreldri vil ég að þessi þjónusta sé hnökralaus. Menntakerfið, íþróttastarf, geðheilbrigðisþjónusta og svo mætti lengi telja. En það þýðir ekki að ég geti sett ábyrgðina á uppeldi barnsins míns alfarið á þau sem sjá um að veita barninu mínu framangreinda þjónustu, þau eiga að koma að því með mér. Með mér er svolítið lykilatriði að mínu mati, ábyrgð okkar sem foreldra á uppeldi barnanna okkar byrjar og endar hjá okkur. Aðrir styðja við það með þeim úrræðum sem standa barninu til boða. Þá þarf kjark og þor, mikla vinnu og eljusemi til að koma með breytingar á fyrirliggjandi kerfum og það er einmitt það sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur unnið streitulaust að allt kjörtímabilið. Förum aðeins yfir hvað þarf að vera í lagi svo börnunum líði vel og foreldrar upplifi traust innan kerfisins og hvað var í býgerð þegar kjarkleysið dundi yfir samstarfsflokka okkar í ríkisstjórn. Menntakerfið og mat á árangri Við viljum að börnin okkar fái framúrskarandi menntun sem er byggð á traustum grunni samskipta milli heimilis og skóla. Það þýðir að við viljum að skólinn kenni börnunum okkar það sem stendur í aðalnámskrá, allt frá því að læra að lesa og reikna og yfir í rökhugsun, lífsleikni og heimilisfræði, svo eitthvað sé nefnt. Gott og vel. En hvernig ætlum við að meta þann árangur sem af þeirri kennslu kemur? Samræmd próf voru mælikvarði um árabil og við sem munum eftir þeim munum líka eftir kvíðahnútnum sem fylgdi þessu risastóra orði samræmd. Þetta var orð sem maður skyldi ekki alveg hvað þýddi eða hvers vegna við værum að taka þessi próf. Fyrir mitt leyti var það aldrei útskýrt fyrir barninu sem var að taka það í fyrsta skipti. Samræmd próf sem slík eru góð, gefa okkur yfirsýn yfir hvernig við erum að standa okkur þegar kemur að menntun barnanna okkar. En það er samt sem áður þannig að samfélagið verður stöðugt að endurskoða og endurmeta þær mælingar sem eiga að meta árangur í menntakerfinu. Þar tók Ásmundur Einar af skarið og afnam samræmdu prófin í þeirri mynd sem þau voru og hóf vinnu við að finna betri og nútímalegri aðferð við að meta námsárangur. Frumvarp um samræmt námsmat var á leið inn í þingið á haustmánuðum en vegna uppgjafar ákveðinna flokka innan ríkisstjórnarinnar var allt sett á ís. Það verður því að vera fyrsta verk á nýju kjörtímabili að halda áfram með þessa vinnu. Námsgagnaútgáfa Traustar upplýsingar byggðar á rannsóknum skipta sköpum þegar við tölum um námgsagnaútgáfu. Það námsefni sem lagt er fyrir börnin okkar í skólanum þarf að vera gagnlegt og fróðlegt með þeim útgangspunkti að þau skilji viðfangsefnið hverju sinni. Ljóst er að námsgögn eru víða orðin úreld og því var orðið tímabært að uppfæra þau. Tækniþróun og notkun starfrænna lausna í menntun er nú orðinn raunverulegur valkostur fyrir kennara og styður við heilbrigða skjánotkun. Foreldrar geta þannig kennt börnum að nota skjái sem fræðslutól en ekki að heilalaust hámhorf á YouTube sé eina gagnið við þessi tæki. Það mætti lengi telja upp kosti þess að nota stafrænar lausnir í kennslu og með tækninni er hægt að auka fræðsluefni til barna. Allt ofangreint átti að verða að veruleika en fyrir þinginu lá frumvarp mennta- og barnamálaráðherra um breytingar í námsgagnaútgáfu. Það þarf að klára svo við getum gert betur og meira þegar kemur að fræðsluefni fyrir börn. Inngildandi nálgun í skólakerfinu Hér var um að ræða ný heildarlög um skipulag starfshátta, stuðnings- og þjónustu við börn í því skyni að tryggja þeim jöfn tækifæri til framúrskarandi menntunar. Þetta frumvarp var hluti af endurbótum og nýrri nálgun í menntakerfinu og er hluti af stofnun Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Þetta er mál sem ég hef mikla trú á að komi til með að gagnast börnunum okkar sama hvaða áskoranir þau glíma við í sínu daglega lífi. Eins og í öllu því sem Ásmundur Einar stendur fyrir þá fór fram víðtækt samráð við vinnslu þessara mála, alveg eins og þegar farsældarlögin voru í vinnslu og fleiri virkilega góð mál. Íþróttamálin Ný heildarlög um íþróttir voru á lokametrunum sem svöruðu kröfum nútímans til íþrótta meðal annars með tilliti til fagmennsku, aukinnar þekkingar og þess mikilvæga hlutverks sem íþróttir hafa í samfélaginu. Þar er horft sérstaklega til stöðu barna og ungmenna í íþróttum, jafnrétti til iðkunar, íþróttamannvirkja og fleira. Framkvæmdaráætlun um afreksíþróttir sem unnin var í þverpólitísku samráði og skilaði þeirri vinnu að komin var tímasett innleiðingaráætlun til að betur styðja við afreksstarf í íþróttum hér á landi. Eitthvað sem lengi hefur verið kallað eftir og skiptir sköpum því við erum, og eigum að vera, fremst á meðal jafningja í stuðningi við afreksíþróttafólkið okkar, fyrirmyndir barnanna okkar, sem vinnur dag og nótt að því að ná markmiðum sínum. Frístunda og félagsstarf Það lá fyrir að lögfesta frístunda og félagsstarf barna, í því skyni að festa það í sessi sem grunnþjónustu við íbúana. Mikilvægi forvarna sem eiga sér stað innan frístundageirans verður seint fullþakkað. Lagaumhverfið þurfti að færa til nútímalegra horfs. Þar þurfti meðal annars að styrkja lagaumgjörð utan um frístunda- og félagsstarf barna og ungmenna innan sveitarfélaganna og styrkja stöðu ungmennaráðs í hverju sveitarfélagi. Þetta mál styður við markmið Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um virka þátttöku ungs fólks í samfélaginu. Allt þetta og fleira þarf að halda áfram að vinna að og ég sé ekki fyrir mér að við munum gera það án þess að Ásmundur Einar Daðason verði þar áfram í fararbroddi fyrir stórar kerfisbreytingar í þágu barna og ungmenna. Þar liggur kjarkurinn, eldmóðurinn og hjartað. Það hefur enginn annar flokkur tekið jafn stór skref og barist jafnmikið fyrir bættri þjónustu eins og hann hefur gert. Höfum það í huga þegar við göngum til kosninga. Börnin okkar eru framtíðin, við gerum okkur grein fyrir því. Höldum áfram þessari vegferð og búum til trausta framtíð fyrir þau. Höfundur er þingmaður og frambjóðandi Framsóknar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Framsóknarflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Ný kynslóð – sama ofbeldið Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Mýtan um sætið við borðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason Skoðun Versta útihátíð í heimi Kjartan Þór Ingason Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Stórútgerðin og ESB Atli Hermannsson Skoðun Nýsköpun í heilbrigðistækni skilar ávinningi Arna Harðardóttir Skoðun Eru konur betri en karlar? Skoðun Ólögmæt leyfisveiting til hvalveiða Jón Frímann Jónsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Námslán og ný ríkisstjórn Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Versta útihátíð í heimi Kjartan Þór Ingason skrifar Skoðun Nýsköpun í heilbrigðistækni skilar ávinningi Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Ný kynslóð – sama ofbeldið Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um sætið við borðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun ADHD og jólin: Að finna jafnvægi á milli gleði og áskorana Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stórútgerðin og ESB Atli Hermannsson skrifar Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ólögmæt leyfisveiting til hvalveiða Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru konur betri en karlar? skrifar Skoðun Hæstu raunvextir síðan í hruninu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Styttum biðtímann í umferðinni Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Sjálfbær nýting náttúruauðlinda og framtíð íslenskrar matvælaframleiðslu Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Hörmungarsaga viðbyggingar við leikskólann Óskaland Friðrik Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Dýraverndin til Flokks fólksins Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Frjálslega farið með sannleikann Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar Rauða krossins: 100 ára saga samfélagslegra umbóta Sigurbjörg Birgisdóttir skrifar Skoðun Jarðvarmi í þágu samfélagsins: Orkan sem heldur Íslandi heitu Hildur Æsa Oddsdóttir skrifar Skoðun Við þökkum traustið Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verkefnalisti nýrrar ríkisstjórnar í öryggis- og varnarmálum Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hagsmunamál okkar allra í stjórnarsáttmálann Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvenær er jafnrétti náð? Védís Drótt Cortez,Agnes Brynjarsdóttir,Vigdís Kristín Rohleder,Embla Bachmann,Eygló Ruth Rohleder skrifar Skoðun Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Abrahamísku trúarbrögðin Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun „Nei“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Burðarásar samfélagsins skrifar Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Við sem foreldrar eigum það til að leita leiða til þess að gera fleiri ábyrga fyrir börnunum okkar. Sem er eðlilegt, því það þarf heilt þorp til þess að ala upp barn. Foreldrar þurfa að nýta sér alls konar þjónustu í uppeldi barna og sem foreldri vil ég að þessi þjónusta sé hnökralaus. Menntakerfið, íþróttastarf, geðheilbrigðisþjónusta og svo mætti lengi telja. En það þýðir ekki að ég geti sett ábyrgðina á uppeldi barnsins míns alfarið á þau sem sjá um að veita barninu mínu framangreinda þjónustu, þau eiga að koma að því með mér. Með mér er svolítið lykilatriði að mínu mati, ábyrgð okkar sem foreldra á uppeldi barnanna okkar byrjar og endar hjá okkur. Aðrir styðja við það með þeim úrræðum sem standa barninu til boða. Þá þarf kjark og þor, mikla vinnu og eljusemi til að koma með breytingar á fyrirliggjandi kerfum og það er einmitt það sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur unnið streitulaust að allt kjörtímabilið. Förum aðeins yfir hvað þarf að vera í lagi svo börnunum líði vel og foreldrar upplifi traust innan kerfisins og hvað var í býgerð þegar kjarkleysið dundi yfir samstarfsflokka okkar í ríkisstjórn. Menntakerfið og mat á árangri Við viljum að börnin okkar fái framúrskarandi menntun sem er byggð á traustum grunni samskipta milli heimilis og skóla. Það þýðir að við viljum að skólinn kenni börnunum okkar það sem stendur í aðalnámskrá, allt frá því að læra að lesa og reikna og yfir í rökhugsun, lífsleikni og heimilisfræði, svo eitthvað sé nefnt. Gott og vel. En hvernig ætlum við að meta þann árangur sem af þeirri kennslu kemur? Samræmd próf voru mælikvarði um árabil og við sem munum eftir þeim munum líka eftir kvíðahnútnum sem fylgdi þessu risastóra orði samræmd. Þetta var orð sem maður skyldi ekki alveg hvað þýddi eða hvers vegna við værum að taka þessi próf. Fyrir mitt leyti var það aldrei útskýrt fyrir barninu sem var að taka það í fyrsta skipti. Samræmd próf sem slík eru góð, gefa okkur yfirsýn yfir hvernig við erum að standa okkur þegar kemur að menntun barnanna okkar. En það er samt sem áður þannig að samfélagið verður stöðugt að endurskoða og endurmeta þær mælingar sem eiga að meta árangur í menntakerfinu. Þar tók Ásmundur Einar af skarið og afnam samræmdu prófin í þeirri mynd sem þau voru og hóf vinnu við að finna betri og nútímalegri aðferð við að meta námsárangur. Frumvarp um samræmt námsmat var á leið inn í þingið á haustmánuðum en vegna uppgjafar ákveðinna flokka innan ríkisstjórnarinnar var allt sett á ís. Það verður því að vera fyrsta verk á nýju kjörtímabili að halda áfram með þessa vinnu. Námsgagnaútgáfa Traustar upplýsingar byggðar á rannsóknum skipta sköpum þegar við tölum um námgsagnaútgáfu. Það námsefni sem lagt er fyrir börnin okkar í skólanum þarf að vera gagnlegt og fróðlegt með þeim útgangspunkti að þau skilji viðfangsefnið hverju sinni. Ljóst er að námsgögn eru víða orðin úreld og því var orðið tímabært að uppfæra þau. Tækniþróun og notkun starfrænna lausna í menntun er nú orðinn raunverulegur valkostur fyrir kennara og styður við heilbrigða skjánotkun. Foreldrar geta þannig kennt börnum að nota skjái sem fræðslutól en ekki að heilalaust hámhorf á YouTube sé eina gagnið við þessi tæki. Það mætti lengi telja upp kosti þess að nota stafrænar lausnir í kennslu og með tækninni er hægt að auka fræðsluefni til barna. Allt ofangreint átti að verða að veruleika en fyrir þinginu lá frumvarp mennta- og barnamálaráðherra um breytingar í námsgagnaútgáfu. Það þarf að klára svo við getum gert betur og meira þegar kemur að fræðsluefni fyrir börn. Inngildandi nálgun í skólakerfinu Hér var um að ræða ný heildarlög um skipulag starfshátta, stuðnings- og þjónustu við börn í því skyni að tryggja þeim jöfn tækifæri til framúrskarandi menntunar. Þetta frumvarp var hluti af endurbótum og nýrri nálgun í menntakerfinu og er hluti af stofnun Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Þetta er mál sem ég hef mikla trú á að komi til með að gagnast börnunum okkar sama hvaða áskoranir þau glíma við í sínu daglega lífi. Eins og í öllu því sem Ásmundur Einar stendur fyrir þá fór fram víðtækt samráð við vinnslu þessara mála, alveg eins og þegar farsældarlögin voru í vinnslu og fleiri virkilega góð mál. Íþróttamálin Ný heildarlög um íþróttir voru á lokametrunum sem svöruðu kröfum nútímans til íþrótta meðal annars með tilliti til fagmennsku, aukinnar þekkingar og þess mikilvæga hlutverks sem íþróttir hafa í samfélaginu. Þar er horft sérstaklega til stöðu barna og ungmenna í íþróttum, jafnrétti til iðkunar, íþróttamannvirkja og fleira. Framkvæmdaráætlun um afreksíþróttir sem unnin var í þverpólitísku samráði og skilaði þeirri vinnu að komin var tímasett innleiðingaráætlun til að betur styðja við afreksstarf í íþróttum hér á landi. Eitthvað sem lengi hefur verið kallað eftir og skiptir sköpum því við erum, og eigum að vera, fremst á meðal jafningja í stuðningi við afreksíþróttafólkið okkar, fyrirmyndir barnanna okkar, sem vinnur dag og nótt að því að ná markmiðum sínum. Frístunda og félagsstarf Það lá fyrir að lögfesta frístunda og félagsstarf barna, í því skyni að festa það í sessi sem grunnþjónustu við íbúana. Mikilvægi forvarna sem eiga sér stað innan frístundageirans verður seint fullþakkað. Lagaumhverfið þurfti að færa til nútímalegra horfs. Þar þurfti meðal annars að styrkja lagaumgjörð utan um frístunda- og félagsstarf barna og ungmenna innan sveitarfélaganna og styrkja stöðu ungmennaráðs í hverju sveitarfélagi. Þetta mál styður við markmið Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um virka þátttöku ungs fólks í samfélaginu. Allt þetta og fleira þarf að halda áfram að vinna að og ég sé ekki fyrir mér að við munum gera það án þess að Ásmundur Einar Daðason verði þar áfram í fararbroddi fyrir stórar kerfisbreytingar í þágu barna og ungmenna. Þar liggur kjarkurinn, eldmóðurinn og hjartað. Það hefur enginn annar flokkur tekið jafn stór skref og barist jafnmikið fyrir bættri þjónustu eins og hann hefur gert. Höfum það í huga þegar við göngum til kosninga. Börnin okkar eru framtíðin, við gerum okkur grein fyrir því. Höldum áfram þessari vegferð og búum til trausta framtíð fyrir þau. Höfundur er þingmaður og frambjóðandi Framsóknar í Reykjavík norður.
Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason Skoðun
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Sjálfbær nýting náttúruauðlinda og framtíð íslenskrar matvælaframleiðslu Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfboðaliðar Rauða krossins: 100 ára saga samfélagslegra umbóta Sigurbjörg Birgisdóttir skrifar
Skoðun Jarðvarmi í þágu samfélagsins: Orkan sem heldur Íslandi heitu Hildur Æsa Oddsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er jafnrétti náð? Védís Drótt Cortez,Agnes Brynjarsdóttir,Vigdís Kristín Rohleder,Embla Bachmann,Eygló Ruth Rohleder skrifar
Skoðun Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason skrifar
Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason Skoðun
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun