Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2024 08:31 Rúben Amorim var tolleraður eftir leikinn í gær þar sem Sporting vann 4-1 stórsigur á Englandsmeisturum Manchester City. Getty/Gualter Fatia Rúben Amorim er að koma á Old Trafford og það er óhætt að segja að stuðningsmenn Manchester United séu orðnir spenntir. Ekki síst eftir gærkvöldið þegar Portúgalinn stýrði Sporting Lissabon til 4-1 sigurs á nágrönnunum í Manchester City í Meistaradeildinni. Það er hætt við því að væntingarnar fari nú upp úr öllu valdi og Amorim var því umhugað að reyna að slá aðeins á þær í viðtal eftir leikinn. Hann ætlar líka ekki að spila eins fótbolta með United. Þetta var síðasti heimaleikur Sporting undir stjórn Amorim. Fyrir leik talaði hann um það á léttu nótunum að stuðningsmenn United myndu að halda að nýr Sir Alex Ferguson væri mættur ef hann mynda vinna City. Hann vann ekki aðeins Englandsmeistarana heldur burstaði þá. Hefur mikla trú á nýja félagi Amorim talaði vel um Pep Guardiola eftir leikinn. ESPN segir frá. „Hann er svo miklu betri en ég akkúrat núna. Ég hef samt mikla trú á mínu nýja félagi. Við munum byrja á lágu þrepi en við munum svo bæta liðið og klúbbinn,“ sagði Rúben Amorim eftir leikinn. Viktor Gyökeres skoraði þrennu í leiknum og hefur verið orðaður við stórlið í janúar. „Viktor verður að klára tímabilið en þá fer hann kannski eitthvað annað,“ sagði Amorim sem hefur gert stórstjörnu úr Svíanum. Fyrsti leikur Amorim með Manchester United verður á móti Ipswich Town eftir komandi landsleikjahlé. Hann mætir síðan Guardiola og City aftur í desember. „Þegar ég er hjá mínu næsta félagi þá verð ég að nálgast leikinn öðruvísi. Ég get ekki tekið mikið frá þessum leik af því að við munum spila öðruvísi í framtíðinni. Bæði eru sögufræg félög en það verður allt öðruvísi leikur,“ sagði Amorim. Les engin ensk blöð Hann ætlar ekki að lesa nein blöð í Englandi þegar hann kemur þangað. „Ég mun örugglega ekki lesa neitt í sex mánuði. Ég gerði það sama hjá Sporting. Ég ætla ekki að lesa neitt eða skoða neitt. Það er eina leiðin fyrir mig svo að ég geti unnið mitt starf,“ sagði Amorim. „Fyrri hálfleikurinn var mjög erfiður fyrir okkur. Við vorum mjög heppnir og svo skoruðum við tvisvar á upphafsmínútunum í síðari hálfleik. Þá hjálpaði okkur að það var frábært andrúmsloft og svo allt annað því tengt. Þetta var stórkostlegt kvöld,“ sagði Amorim. Tilbúinn fyrir þessa áskorun „Þessi úrslit eru blekkjandi því við vorum mjög heppnir í þessum leik í kvöld. Þessi stund með mínum leikmönnum eftir leik og hvernig þeir fögnuðu þessum sigri var samt mjög sérstök. Þessi stund með stuðningsmönnum var líka mjög sérstök. Þegar ég kem í ensku úrvalsdeildina þá verð ég kominn í nýjan heim með allt annarri pressu,“ sagði Amorim. „Ég mun reyna að vera sá sami. Þetta verður mjög gaman og ég er tilbúinn fyrir þessa áskorun,“ sagði Amorim. "I'm ready for the challenge" 👊Rúben Amorim is looking forward to starting life in the Premier League pic.twitter.com/JqufJ8K5WB— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 6, 2024 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Man. City | Eru meistararnir komnir í gang? Í beinni: Chelsea - Bournemouth | Gestirnir taplausir í átta leikjum í röð Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Sjá meira
Það er hætt við því að væntingarnar fari nú upp úr öllu valdi og Amorim var því umhugað að reyna að slá aðeins á þær í viðtal eftir leikinn. Hann ætlar líka ekki að spila eins fótbolta með United. Þetta var síðasti heimaleikur Sporting undir stjórn Amorim. Fyrir leik talaði hann um það á léttu nótunum að stuðningsmenn United myndu að halda að nýr Sir Alex Ferguson væri mættur ef hann mynda vinna City. Hann vann ekki aðeins Englandsmeistarana heldur burstaði þá. Hefur mikla trú á nýja félagi Amorim talaði vel um Pep Guardiola eftir leikinn. ESPN segir frá. „Hann er svo miklu betri en ég akkúrat núna. Ég hef samt mikla trú á mínu nýja félagi. Við munum byrja á lágu þrepi en við munum svo bæta liðið og klúbbinn,“ sagði Rúben Amorim eftir leikinn. Viktor Gyökeres skoraði þrennu í leiknum og hefur verið orðaður við stórlið í janúar. „Viktor verður að klára tímabilið en þá fer hann kannski eitthvað annað,“ sagði Amorim sem hefur gert stórstjörnu úr Svíanum. Fyrsti leikur Amorim með Manchester United verður á móti Ipswich Town eftir komandi landsleikjahlé. Hann mætir síðan Guardiola og City aftur í desember. „Þegar ég er hjá mínu næsta félagi þá verð ég að nálgast leikinn öðruvísi. Ég get ekki tekið mikið frá þessum leik af því að við munum spila öðruvísi í framtíðinni. Bæði eru sögufræg félög en það verður allt öðruvísi leikur,“ sagði Amorim. Les engin ensk blöð Hann ætlar ekki að lesa nein blöð í Englandi þegar hann kemur þangað. „Ég mun örugglega ekki lesa neitt í sex mánuði. Ég gerði það sama hjá Sporting. Ég ætla ekki að lesa neitt eða skoða neitt. Það er eina leiðin fyrir mig svo að ég geti unnið mitt starf,“ sagði Amorim. „Fyrri hálfleikurinn var mjög erfiður fyrir okkur. Við vorum mjög heppnir og svo skoruðum við tvisvar á upphafsmínútunum í síðari hálfleik. Þá hjálpaði okkur að það var frábært andrúmsloft og svo allt annað því tengt. Þetta var stórkostlegt kvöld,“ sagði Amorim. Tilbúinn fyrir þessa áskorun „Þessi úrslit eru blekkjandi því við vorum mjög heppnir í þessum leik í kvöld. Þessi stund með mínum leikmönnum eftir leik og hvernig þeir fögnuðu þessum sigri var samt mjög sérstök. Þessi stund með stuðningsmönnum var líka mjög sérstök. Þegar ég kem í ensku úrvalsdeildina þá verð ég kominn í nýjan heim með allt annarri pressu,“ sagði Amorim. „Ég mun reyna að vera sá sami. Þetta verður mjög gaman og ég er tilbúinn fyrir þessa áskorun,“ sagði Amorim. "I'm ready for the challenge" 👊Rúben Amorim is looking forward to starting life in the Premier League pic.twitter.com/JqufJ8K5WB— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 6, 2024
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Man. City | Eru meistararnir komnir í gang? Í beinni: Chelsea - Bournemouth | Gestirnir taplausir í átta leikjum í röð Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Sjá meira