Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2024 09:31 Bernardo Silva ræðir málin við knattspyrnustjórann Pep Guardiola í leiknum í Lissabon í gærkvöldi. Getty/Gualter Fatia Manchester City tapaði ekki aðeins þriðja leik sínum í röð í gærkvöldi heldur steinlá liðið 4-1 á móti portúgalska liðinu Sporting CP frá Lissabon. Portúgalinn Bernardo Silva bar fyrirliðabandið hjá Manchester City í leiknum í gær og hann var þungur eftir leikinn. „Í byrjun seinni hálfleiksins þá gáfum við þeim bara of mörg tækifæri til að skora,“ sagði Bernardo Silva en City menn komust yfir snemma leiks. Það var staðan 1-1 í hálfleik en eftir aðeins fjögurra mínútna leik í síðari hálfleik var staðan orðin 3-1 fyrir Sporting. „Þetta eru vonbrigði því við erum á dimmum stað akkúrat núna. Það gengur ekkert upp hjá okkur ekki einu sinni þegar við erum að spila vel,“ sagði Silva. Þurfum auðvitað að horfa inn á við „Við þurfum auðvitað að horfa inn á við, skoða það sem við erum ekki að gera vel og byrja mjög fljótt að gera betur. Annars verður mjög erfitt fyrir okkur að koma til baka eftir alla þessa tapleiki,“ sagði Silva. City er að glíma við meiðsli margra lykilmanna sem hefur ekki auðveldað hlutina fyrir lærisveina Pep Guardiola. Þrjú töp í röð á einni viku. Liðið datt út úr deildabikarnum á móti Tottenham í síðustu viku og tapaði á móti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Liðið hafði þá leikið 32 deildarleiki í röð án taps. Þetta er fyrsta sinn frá árinu 2018 sem City tapar þremur leikjum í röð í öllum keppnum. Man ekki eftir svona „Svona er bara fótboltinn. Það er erfitt að finna ástæðurnar fyrir því hvað er að gerast hjá okkur núna. Ég man ekki eftir svona á sjö og hálfu ári mínu hjá félaginu. Það er eins og ekkert gangi upp hjá okkur,“ sagði Silva. „Auðvitað þurfum við að gera betur. Meiddu mennirnir þurfa að koma til baka sem fyrst því við þurfum á þeim að halda. Þetta er ekki nógu gott,“ sagði Silva. Rodri, Jack Grealish, Rúben Dias og John Stones eru allir frá vegna meiðsla og hinn nítján ára gamli Jahmai Simpson-Pusey var í byrjunarliðinu. Næsti leikur Manchester City er síðan á móti Brighton and Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni um helgina. "We're in a bit of a dark place right now, and everything looks to be going in the wrong way."Bernardo Silva reflects on Man City's poor form in recent weeks 🗣🎙 @Becky_Ives_📺 @tntsports & @discoveryplusUK pic.twitter.com/nDagytioOT— Football on TNT Sports (@footballontnt) November 5, 2024 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Sjá meira
Portúgalinn Bernardo Silva bar fyrirliðabandið hjá Manchester City í leiknum í gær og hann var þungur eftir leikinn. „Í byrjun seinni hálfleiksins þá gáfum við þeim bara of mörg tækifæri til að skora,“ sagði Bernardo Silva en City menn komust yfir snemma leiks. Það var staðan 1-1 í hálfleik en eftir aðeins fjögurra mínútna leik í síðari hálfleik var staðan orðin 3-1 fyrir Sporting. „Þetta eru vonbrigði því við erum á dimmum stað akkúrat núna. Það gengur ekkert upp hjá okkur ekki einu sinni þegar við erum að spila vel,“ sagði Silva. Þurfum auðvitað að horfa inn á við „Við þurfum auðvitað að horfa inn á við, skoða það sem við erum ekki að gera vel og byrja mjög fljótt að gera betur. Annars verður mjög erfitt fyrir okkur að koma til baka eftir alla þessa tapleiki,“ sagði Silva. City er að glíma við meiðsli margra lykilmanna sem hefur ekki auðveldað hlutina fyrir lærisveina Pep Guardiola. Þrjú töp í röð á einni viku. Liðið datt út úr deildabikarnum á móti Tottenham í síðustu viku og tapaði á móti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Liðið hafði þá leikið 32 deildarleiki í röð án taps. Þetta er fyrsta sinn frá árinu 2018 sem City tapar þremur leikjum í röð í öllum keppnum. Man ekki eftir svona „Svona er bara fótboltinn. Það er erfitt að finna ástæðurnar fyrir því hvað er að gerast hjá okkur núna. Ég man ekki eftir svona á sjö og hálfu ári mínu hjá félaginu. Það er eins og ekkert gangi upp hjá okkur,“ sagði Silva. „Auðvitað þurfum við að gera betur. Meiddu mennirnir þurfa að koma til baka sem fyrst því við þurfum á þeim að halda. Þetta er ekki nógu gott,“ sagði Silva. Rodri, Jack Grealish, Rúben Dias og John Stones eru allir frá vegna meiðsla og hinn nítján ára gamli Jahmai Simpson-Pusey var í byrjunarliðinu. Næsti leikur Manchester City er síðan á móti Brighton and Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni um helgina. "We're in a bit of a dark place right now, and everything looks to be going in the wrong way."Bernardo Silva reflects on Man City's poor form in recent weeks 🗣🎙 @Becky_Ives_📺 @tntsports & @discoveryplusUK pic.twitter.com/nDagytioOT— Football on TNT Sports (@footballontnt) November 5, 2024
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Sjá meira