Sport

Ís­land í aðal­hlut­verki á meistarahring Elísa­betar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elísabet Rut Rúnarsdóttir fékk ekki bara einn hring heldur tvo. Hér má sjá Ísland áberandi á hlið hringsins.
Elísabet Rut Rúnarsdóttir fékk ekki bara einn hring heldur tvo. Hér má sjá Ísland áberandi á hlið hringsins. @txstatexctrack

Íslenski sleggjukastarinn Elísabet Rut Rúnarsdóttir átti frábært tímabil í fyrra og hún var verðlaunið sérstaklega fyrir það á fyrsta leik körfuboltaliðs skólans.

Elísabet Rut stundar nám við Texas State háskólann í San Marcos í Texasfylki í Bandaríkjunum og er ein stærsta íþróttastjarna skólans eftir frábæra frammistöðu sína á landsvísu.

Elísabet varð nefnilega fyrsta frjálsíþróttakona skólans í 28 ár til að verða háskólameistari og þetta voru því stór tímamót fyrir skólann.

Elísabet tryggði sér háskólameistaratitilinn með því að kasta sleggjunni 70,47 metra sem var nýtt Íslandsmet.

Nýtt tímabil er að hefjast og Elísabet er fyrir löngu mætt til Texas enda skólinn löngu byrjaður.

Texas State skólinn sagði frá því á miðlum sínum að Elísabet Rut hafi fengið báða meistarahringana sína afhenta.

Hún var ekki aðeins bandarískur háskólameistari í sleggjukasti heldur vann hún einnig meistaratitilinn í Sun Belt Conference. Elísabet fékk hringa fyrir báða titla en það tíðkast í Bandaríkjunum að gefa meisturum svokallaða meistarahringi.

Hringarnir hennar voru sérhannaðir og það var gaman að sjá að Ísland er í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar. Hringana má sjá með því að fletta hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×