Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. nóvember 2024 16:26 Frá umferðarslysinu sem varð við Sæbraut og frárein frá Miklubraut. Lögreglan Fimmtán manns slösuðust í ellefu umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku, frá 27. október til 2. nóvembers. Alls var tilkynnt um 38 umferðaróhöpp í umdæminu. Lögreglan biðlar til vegfarenda að fara varlega í umferðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Báðir ökumenn fluttir á slysadeild Tvö umferðarslys voru tilkynnt á þriðjudaginn 29. október. Laust fyrir klukkan tólf missti ökumaður stjórn á bifreið sinni þegar hann ók suður Sæbraut með þeim afleiðingum að bifreiðin fór utan vegar og eftir grasbala inn á frárein frá Miklubraut. Lenti bifreiðin þá á annarri bifreið á fráreininni en sú síðarnefnda valt við áreksturinn. Sá er missti stjórn á bifreið sinni var ekki með öryggisbelti en báðir ökumenn voru fluttir á slysadeild eftir umferðarslysið. Seinna sama dag var bifreið ekið á rafmagnshlaupahjól á Laugavegi, við Bolholt. Ökumaður rafmagnshlaupahjólsins var fluttur á slysadeild. Strætisvagn og fólksbifreið í árekstri „Sunnudaginn 27. október kl. 7.37 varð árekstur strætisvagns og fólksbifreiðar á athafnasvæði Strætó við Hestháls í Reykjavík. Ökumaður fólksbifreiðarinnar var fluttur á slysadeild,“ segir í tilkynningu lögreglu. Á mánudagsmorgun, 28. október, varð þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut í Hafnarfirði, við álverið í Straumsvík. „Tveimur bifreiðum var ekið úr gagnstæðri átt og fór önnur þeirra yfir á öfugan vegarhelming svo árekstur varð með þeim. Við það kastaðist önnur bifreiðin á þriðju bifreiðina sem kom aðvífandi Allir þrír ökumennirnir voru fluttir á slysadeild. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.“ Bifreið ekið á steinvegg til rannsóknar Á fimmtudaginn rétt fyrir klukkan 19:00 varð tveggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut til suðurs, við Miklubraut. Sá er olli tjóninu, stakk af frá vettvangi. Ökumaður bifreiðarinnar, sem ekið var á, var fluttur á slysadeild. Fjögur umferðarslys voru tilkynnt á laugardaginn. Bifreið var ekið á gangandi vegfaranda á hringbraut í Hafnarfirði við Suðurbæjarlaug. Í tilkynningu lögreglu kemur fram að vegfarandinn hafi verið ölvaður og að hann hafi verið fluttur á slysadeild. „Klukkan 19:30 féll ökumaður af rafmagnshlaupahjóli við Mathöllina á Hlemmi. Ökumaðurinn, sem er grunaður um ölvun, var fluttur á slysadeild. Klukkan 21:58 var bifreið ekið á steinvegg við Brúarvog í Reykjavík, við Barkarvog. Ökumaður og farþegi voru fluttir á slysadeild. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.“ Klukkan 21:58 varð einnig tveggja bíla árekstur á Breiðholtsbraut við Seljaskóga. Bifreiðunum var ekið úr gagnstæðri átt en í aðdragandanum að árekstrinum hugðist ökumaðurinn sem ók til vesturs að taka vinstri beygju á gatnamótunum og Seljaskóga til suðurs þegar að bifreiðarnar skullu saman. Einn farþegi var fluttr á slysadeild. Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Báðir ökumenn fluttir á slysadeild Tvö umferðarslys voru tilkynnt á þriðjudaginn 29. október. Laust fyrir klukkan tólf missti ökumaður stjórn á bifreið sinni þegar hann ók suður Sæbraut með þeim afleiðingum að bifreiðin fór utan vegar og eftir grasbala inn á frárein frá Miklubraut. Lenti bifreiðin þá á annarri bifreið á fráreininni en sú síðarnefnda valt við áreksturinn. Sá er missti stjórn á bifreið sinni var ekki með öryggisbelti en báðir ökumenn voru fluttir á slysadeild eftir umferðarslysið. Seinna sama dag var bifreið ekið á rafmagnshlaupahjól á Laugavegi, við Bolholt. Ökumaður rafmagnshlaupahjólsins var fluttur á slysadeild. Strætisvagn og fólksbifreið í árekstri „Sunnudaginn 27. október kl. 7.37 varð árekstur strætisvagns og fólksbifreiðar á athafnasvæði Strætó við Hestháls í Reykjavík. Ökumaður fólksbifreiðarinnar var fluttur á slysadeild,“ segir í tilkynningu lögreglu. Á mánudagsmorgun, 28. október, varð þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut í Hafnarfirði, við álverið í Straumsvík. „Tveimur bifreiðum var ekið úr gagnstæðri átt og fór önnur þeirra yfir á öfugan vegarhelming svo árekstur varð með þeim. Við það kastaðist önnur bifreiðin á þriðju bifreiðina sem kom aðvífandi Allir þrír ökumennirnir voru fluttir á slysadeild. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.“ Bifreið ekið á steinvegg til rannsóknar Á fimmtudaginn rétt fyrir klukkan 19:00 varð tveggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut til suðurs, við Miklubraut. Sá er olli tjóninu, stakk af frá vettvangi. Ökumaður bifreiðarinnar, sem ekið var á, var fluttur á slysadeild. Fjögur umferðarslys voru tilkynnt á laugardaginn. Bifreið var ekið á gangandi vegfaranda á hringbraut í Hafnarfirði við Suðurbæjarlaug. Í tilkynningu lögreglu kemur fram að vegfarandinn hafi verið ölvaður og að hann hafi verið fluttur á slysadeild. „Klukkan 19:30 féll ökumaður af rafmagnshlaupahjóli við Mathöllina á Hlemmi. Ökumaðurinn, sem er grunaður um ölvun, var fluttur á slysadeild. Klukkan 21:58 var bifreið ekið á steinvegg við Brúarvog í Reykjavík, við Barkarvog. Ökumaður og farþegi voru fluttir á slysadeild. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.“ Klukkan 21:58 varð einnig tveggja bíla árekstur á Breiðholtsbraut við Seljaskóga. Bifreiðunum var ekið úr gagnstæðri átt en í aðdragandanum að árekstrinum hugðist ökumaðurinn sem ók til vesturs að taka vinstri beygju á gatnamótunum og Seljaskóga til suðurs þegar að bifreiðarnar skullu saman. Einn farþegi var fluttr á slysadeild.
Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira