60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar 5. nóvember 2024 18:01 Í nýrri könnun Prósents sem gerð var fyrir Samtök gegn stríði í byrjun september kom í ljós að 60% landsmanna styðja ekki vopnakaup ráðamanna. Þetta gengur þvert á flokka, en ívið fleiri konur eru andvígar eða 72%, á móti 51% karla. Hlutlausir voru 18% og aðeins 22% hlynntir kaupunum. Nú er ég búin að vera að vekja athygli á fyrirhuguðum vopnakaupum ráðamanna í tvo mánuði með greinum og viðtölum. Vopnakaupin stangast bæði á við Stjórnarskrána, Varnarmálalög og landráðakafla Hegningarlaganna, sem og áratuga stefnu Íslendinga að vera friðsöm og herlaus þjóð sem styður aldrei stríð. Auk þess hafa ráðamenn steypt okkur í 10 milljarða skuld við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn vegna þessa og fyrirhuguð er frekari skuld upp á 24 milljarða næstu árin. Þetta þurfa komandi kynslóðir að borga. Lýðræðisflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur tekið málefnið upp og einarða afstöðu gegn vopnakaupunum. Í stefnuskrá flokksins segir að við séum friðsamt land sem eigum að beita okkur frekar að friðarsamningum heldur en að kaupa vopn. Í könnuninni kemur fram að 74% kjósenda Flokks fólksins eru andvígir kaupunum, 68% kjósenda Miðflokksins, 66% kjósenda Sósíalistaflokksins, 61% kjósenda Framsóknarflokksins, sem og Vinstri grænna, 59% kjósenda Viðreisnar, 58% kjósenda Pírata og 57% kjósenda Samfylkingar. Af hverju hafa þessir flokkar samþykkt vopnakaupin? Eru þeir ekki á þingi í umboði kjósenda? Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru harðsvírastir með eingöngu 44% á móti, enda eru aðaltalsmenn vopnakaupanna Þórdís Kolbrún Reykfjörð og Bjarni Benediktsson í þeim flokki. Hins vegar eru 27% kjósenda Sjálfstæðisflokksins óákveðnir og er það hæsta hlutfallið með Pírötum 29%. Einungis 32% kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru hlynntir vopnakaupunum. Með þessum gjörðum sínum eru ráðamenn orðnir landráðamenn með því að gera Ísland að óvini kjarnorkuþjóðar og þar með að skotmarki. Við áttum ljómandi gott og gjöfult viðskiptasamband við Rússland í næstum hálfa öld sem Þórdís Kolbrún eyðilagði með einu pennastriki þegar hún rak sendiherrann úr landi. Það mætti halda að þessum ofangreindu ráðamönnum sé illa við landsmenn, ekki aðeins með því að eyðileggja fyrir blómlegum útflutningsfyrirtækjum, heldur vilji beinlínis kalla yfir okkur kjarnorkusprengju. Þessir tveir ráðherrar eru væntanlega búnir að koma ár sinni vel fyrir borð með varasjóðum í útlöndum þegar Ísland verður óbyggilegt vegna geislunar. Þetta er stórhættuleg þróun sem við í Lýðræðisflokkinum viljum snúa við. Við erum lítil og afskekkt þjóð, lengst norður í ballarhafi, ósjálfbær í matarframleiðslu og það er okkur lífsnauðsynlegt að halda góðu sambandi við allar þjóðir heimsins – líka Rússland. Ég vona heitt og innilega að kjósendur átti sig á þessari hættulegu þróun og kjósi að Ísland muni eiga framtíð. Að hér muni ekki ríkja kjarnorkuvetur í áratugi. Að þeir kjósi Lýðræðisflokkinn. Höfundur er rithöfundur og skipar 2. sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík norður. Hún er ábyrgðarmaður Samtaka gegn stríði sem eru nýstofnuð samtök en Haraldur Ólafsson er meðstjórnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Sjá meira
Í nýrri könnun Prósents sem gerð var fyrir Samtök gegn stríði í byrjun september kom í ljós að 60% landsmanna styðja ekki vopnakaup ráðamanna. Þetta gengur þvert á flokka, en ívið fleiri konur eru andvígar eða 72%, á móti 51% karla. Hlutlausir voru 18% og aðeins 22% hlynntir kaupunum. Nú er ég búin að vera að vekja athygli á fyrirhuguðum vopnakaupum ráðamanna í tvo mánuði með greinum og viðtölum. Vopnakaupin stangast bæði á við Stjórnarskrána, Varnarmálalög og landráðakafla Hegningarlaganna, sem og áratuga stefnu Íslendinga að vera friðsöm og herlaus þjóð sem styður aldrei stríð. Auk þess hafa ráðamenn steypt okkur í 10 milljarða skuld við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn vegna þessa og fyrirhuguð er frekari skuld upp á 24 milljarða næstu árin. Þetta þurfa komandi kynslóðir að borga. Lýðræðisflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur tekið málefnið upp og einarða afstöðu gegn vopnakaupunum. Í stefnuskrá flokksins segir að við séum friðsamt land sem eigum að beita okkur frekar að friðarsamningum heldur en að kaupa vopn. Í könnuninni kemur fram að 74% kjósenda Flokks fólksins eru andvígir kaupunum, 68% kjósenda Miðflokksins, 66% kjósenda Sósíalistaflokksins, 61% kjósenda Framsóknarflokksins, sem og Vinstri grænna, 59% kjósenda Viðreisnar, 58% kjósenda Pírata og 57% kjósenda Samfylkingar. Af hverju hafa þessir flokkar samþykkt vopnakaupin? Eru þeir ekki á þingi í umboði kjósenda? Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru harðsvírastir með eingöngu 44% á móti, enda eru aðaltalsmenn vopnakaupanna Þórdís Kolbrún Reykfjörð og Bjarni Benediktsson í þeim flokki. Hins vegar eru 27% kjósenda Sjálfstæðisflokksins óákveðnir og er það hæsta hlutfallið með Pírötum 29%. Einungis 32% kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru hlynntir vopnakaupunum. Með þessum gjörðum sínum eru ráðamenn orðnir landráðamenn með því að gera Ísland að óvini kjarnorkuþjóðar og þar með að skotmarki. Við áttum ljómandi gott og gjöfult viðskiptasamband við Rússland í næstum hálfa öld sem Þórdís Kolbrún eyðilagði með einu pennastriki þegar hún rak sendiherrann úr landi. Það mætti halda að þessum ofangreindu ráðamönnum sé illa við landsmenn, ekki aðeins með því að eyðileggja fyrir blómlegum útflutningsfyrirtækjum, heldur vilji beinlínis kalla yfir okkur kjarnorkusprengju. Þessir tveir ráðherrar eru væntanlega búnir að koma ár sinni vel fyrir borð með varasjóðum í útlöndum þegar Ísland verður óbyggilegt vegna geislunar. Þetta er stórhættuleg þróun sem við í Lýðræðisflokkinum viljum snúa við. Við erum lítil og afskekkt þjóð, lengst norður í ballarhafi, ósjálfbær í matarframleiðslu og það er okkur lífsnauðsynlegt að halda góðu sambandi við allar þjóðir heimsins – líka Rússland. Ég vona heitt og innilega að kjósendur átti sig á þessari hættulegu þróun og kjósi að Ísland muni eiga framtíð. Að hér muni ekki ríkja kjarnorkuvetur í áratugi. Að þeir kjósi Lýðræðisflokkinn. Höfundur er rithöfundur og skipar 2. sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík norður. Hún er ábyrgðarmaður Samtaka gegn stríði sem eru nýstofnuð samtök en Haraldur Ólafsson er meðstjórnandi.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar