Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar 6. nóvember 2024 11:02 Þrátt fyrir að vera einungis tuttugu og eins árs gömul hef ég upplifað óþægilegar og óþolandi aðstæður sem munu fylgja mér út lífið. Í skóla er okkur kennt að Ísland sé besta ríki heims fyrir konur; hér sé jafnrétti í námi og vinnu, konur njóti frelsis og tækifæra sem eru ekki sjálfsögð í mörgum öðrum löndum. Við erum stolt af því að Ísland hefur verið í fararbroddi í baráttu fyrir jafnrétti kynjanna mörg ár. Þrátt fyrir að Ísland hafi lengi verið á undan samtímanum þá eru nú auknar áhyggjur sem við verðum að taka alvarlega. Undanfarin ár hafa fréttir af ofbeldi gegn konum verið áberandi og allt bendir til þess að ofbeldið sé að verða grófara og alvarlegra. Sérstaklega hefur vakið athygli þegar kemur að ofbeldi þar sem að notast er við vopn og aðferðir eins og því að byrla drykki. Þessar aðstæður eru óásættanlegar og skapa óöryggi meðal kvenna, sem er ólíðandi í því samfélagi sem að við viljum trúa að Ísland sé. Þegar ég var átján ára starfaði ég með vaktstjóra sem bauð mér ítrekað heim til sín „til að ræða starfið“. Verandi ung og metnaðarfull samþykkti ég það sem ég hélt að væri faglegt boð. Það rann fljótt upp fyrir mér að svo væri ekki, þegar hann spurði mig hvort við ættum að vera í stofunni eða fara inn í svefnherbergið að ræða málin. Mér tókst að koma skilaboðum á vini mína að sækja mig strax og kom mér fljótt úr þessum aðstæðum. Daginn eftir fékk ég símtal þar sem ég var rekin fyrir að „standa mig ekki nógu vel“. Næturlífið á Íslandi er annað dæmi um bakslag, ég þori varla sjálf um helgar lengur og upplifi mig öruggari í útlöndum en í miðbæ Reykjavíkur. Það er ekki bara óttinn við að verða fyrir ofbeldi eða áreiti innan skemmtistaða, heldur þarf ég núna að skipuleggja sérstaklega hvernig ég og vinkonur mínar komumst öruggar heim. Það eru óteljandi sögur um konur sem hafa upplifað ógnvekjandi aðstæður í leigubílum, konur eru áreittar og í sumum tilfellum jafnvel eltar heim, hafa fjöldi mála ratað í fjölmiðla. Við þurfum að ræða þessa þróun opinberlega. Það er mikilvægt að við komum saman sem samfélag til að berjast gegn ofbeldi og tryggja öryggi. Við þurfum sem samfélag að hafa skýra stefnu í jafnrétti og kynbundnu ofbeldi, hvetja til fræðslu um samþykki, ábyrgð og afleiðingar gjörða okkar. Við þurfum einnig að standa okkur betur í að hjálpa aðfluttum einstaklingum að aðlagast þeirri sérstöðu sem við Íslendingar höfum byggt í jafnréttismálum. Auk þess tel ég að styrkja þurfi lögreglu og aðra aðila til að bregðast við skyndilega og koma í veg fyrir ofbeldisglæpi. Ísland hefur ávallt verið leiðandi í baráttunni fyrir jafnrétti. Nú er tími til að tryggja að öryggi okkar sé einnig í forgrunni, til að forðast frekara bakslag en þegar er orðið. Við verðum að vinna saman til að tryggja að konur á Íslandi geti lifað frjálsar, án ótta um ofbeldi eða hótanir. Höfundur er 21 árs kona og í stjórn Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Jafnréttismál Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að vera einungis tuttugu og eins árs gömul hef ég upplifað óþægilegar og óþolandi aðstæður sem munu fylgja mér út lífið. Í skóla er okkur kennt að Ísland sé besta ríki heims fyrir konur; hér sé jafnrétti í námi og vinnu, konur njóti frelsis og tækifæra sem eru ekki sjálfsögð í mörgum öðrum löndum. Við erum stolt af því að Ísland hefur verið í fararbroddi í baráttu fyrir jafnrétti kynjanna mörg ár. Þrátt fyrir að Ísland hafi lengi verið á undan samtímanum þá eru nú auknar áhyggjur sem við verðum að taka alvarlega. Undanfarin ár hafa fréttir af ofbeldi gegn konum verið áberandi og allt bendir til þess að ofbeldið sé að verða grófara og alvarlegra. Sérstaklega hefur vakið athygli þegar kemur að ofbeldi þar sem að notast er við vopn og aðferðir eins og því að byrla drykki. Þessar aðstæður eru óásættanlegar og skapa óöryggi meðal kvenna, sem er ólíðandi í því samfélagi sem að við viljum trúa að Ísland sé. Þegar ég var átján ára starfaði ég með vaktstjóra sem bauð mér ítrekað heim til sín „til að ræða starfið“. Verandi ung og metnaðarfull samþykkti ég það sem ég hélt að væri faglegt boð. Það rann fljótt upp fyrir mér að svo væri ekki, þegar hann spurði mig hvort við ættum að vera í stofunni eða fara inn í svefnherbergið að ræða málin. Mér tókst að koma skilaboðum á vini mína að sækja mig strax og kom mér fljótt úr þessum aðstæðum. Daginn eftir fékk ég símtal þar sem ég var rekin fyrir að „standa mig ekki nógu vel“. Næturlífið á Íslandi er annað dæmi um bakslag, ég þori varla sjálf um helgar lengur og upplifi mig öruggari í útlöndum en í miðbæ Reykjavíkur. Það er ekki bara óttinn við að verða fyrir ofbeldi eða áreiti innan skemmtistaða, heldur þarf ég núna að skipuleggja sérstaklega hvernig ég og vinkonur mínar komumst öruggar heim. Það eru óteljandi sögur um konur sem hafa upplifað ógnvekjandi aðstæður í leigubílum, konur eru áreittar og í sumum tilfellum jafnvel eltar heim, hafa fjöldi mála ratað í fjölmiðla. Við þurfum að ræða þessa þróun opinberlega. Það er mikilvægt að við komum saman sem samfélag til að berjast gegn ofbeldi og tryggja öryggi. Við þurfum sem samfélag að hafa skýra stefnu í jafnrétti og kynbundnu ofbeldi, hvetja til fræðslu um samþykki, ábyrgð og afleiðingar gjörða okkar. Við þurfum einnig að standa okkur betur í að hjálpa aðfluttum einstaklingum að aðlagast þeirri sérstöðu sem við Íslendingar höfum byggt í jafnréttismálum. Auk þess tel ég að styrkja þurfi lögreglu og aðra aðila til að bregðast við skyndilega og koma í veg fyrir ofbeldisglæpi. Ísland hefur ávallt verið leiðandi í baráttunni fyrir jafnrétti. Nú er tími til að tryggja að öryggi okkar sé einnig í forgrunni, til að forðast frekara bakslag en þegar er orðið. Við verðum að vinna saman til að tryggja að konur á Íslandi geti lifað frjálsar, án ótta um ofbeldi eða hótanir. Höfundur er 21 árs kona og í stjórn Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun