Dómstóllinn dæmdi Paludan í fjögurra mánaða fangelsi auk þess að greiða manni miskabætur. Sænskir fjölmiðlar segja að dómari hafi ákveðið að dæma Paludan í fangelsi þar sem hann hafi margoft áður hlotið dóm fyrir sambærileg brot í Danmörku.
Paludan var mikið í fréttum í tengslum við óeirðir sem brutust út víða í Svíþjóð í kjölfar þess að hann lýsti því yfir að hann myndi standa fyrir kóranbrennum víða um landið. Á einum slíkum viðburði í Malmö um páskana 2022 kom Paludan með röð ummæla um múslíma sem saksóknari mat sem svo að væri hatursorðræða.
Í september sama ár lét hann svo önnur ummæli falla um „araba og Afríkana“ sem saksóknari taldi einnig að flokkuðust sem hatursorðræða. Þá hafi Paludan einnig snúið sér að manni á einum viðburðinum og látið ýmis fúkyrði falla og var hann í morgun dæmdur til að greiða viðkomandi um 250 þúsund íslenskar krónur í miskabætur.
Þetta er fyrsta sinn sem sænskur dómstóll dæmir í máli um hvort að kóranbrennur flokkist sem hatursorðræða og hvort verið sé með þeim að kynda undir kynþáttahatur.