„Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2024 23:17 Ruben Amorim sló á létta strengi á blaðamannafundi fyrir leikinn við Manchester City. Getty/Zed Jameson Ruben Amorim tekur við Manchester United eftir sex daga og hann gerir sér fulla grein fyrir því að væntingar stuðingsmanna gætu orðið mjög miklar takist honum fyrst að fagna sigri gegn Manchester City. Amorim á eftir tvo leiki sem stjóri Sporting Lissabon og sá fyrri er annað kvöld þegar liðið mætir Englandsmeisturum Manchester City í Meistaradeild Evrópu. Ljóst er að það myndi gleðja stuðningsmenn United að sjá nýja stjórann hafa betur gegn erkifjendum þeirra í City-liðinu, og væntingarnar gætu aukist gagnvart þessum 39 ára Portúgala sem er sjötti knattspyrnustjóri United frá því að hinn sigursæli Sir Alex Ferguson hætti árið 2013. „Ég hugsa ekkert út í það [að væntingar United-stuðningsmanna gætu aukist með sigri gegn City]. Ég einbeiti mér bara að því að vinna leikinn með Sporting. Ef úrslitin yrðu neikvæð þá myndu væntingarnar til mín minnka, en ef við vinnum á morgun myndu þeir halda að ég væri nýr Ferguson. Það yrði mjög erfitt að standa undir því,“ grínaðist Amorim á blaðamannafundi. Það má þó segja að á vissan hátt standi hann í svipuðum sporum og Ferguson gerði árið 1986, þegar hann tók við United, sé horft til stöðu United í deildinni og þess að hvor um sig hafði aðeins þjálfað í heimalandi sínu. In 1986 Man United had just 12 points after 10 league games and decided to hire Alex Ferguson who had only managed in Scotland.In 2024 Man United have just 12 points after 10 league games and have hired Reuben Amorim who has only managed in Portugal. pic.twitter.com/w98V3hCueD— Football on TNT Sports (@footballontnt) November 4, 2024 Besta og versta vika ævinnar United rak Erik ten Hag fyrir viku síðan og á meðan að Amorim lýkur sínum skyldum hjá Sporting þá stýrir Ruud van Nistelrooy United-liðinu. Það mætir næst PAOK frá Grikklandi í Evrópudeildinni á fimmtudaginn og svo Leicester um helgina, áður en Amorim tekur við um leið og landsleikjahlé hefst. Hann stýrir Sporting gegn Braga um helgina en fyrsti leikur hans með United verður gegn Ipswich á útivelli 24. nóvember. Amorim segir síðustu viku hafa verið mjög erfiða. „Þetta var versta og besta vika ævi minnar. Ég veit ekki hvernig ég gæti útskýrt þetta öðruvísi. Þetta er mjög erfitt því ég er að yfirgefa mjög góðan stað en ég er líka að fara til eins besta félags í heimi. Þetta er alveg búið að vera erfitt en svoleiðis er það bara,“ sagði Amorim í viðtali við TNT Sport. Enski boltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Sjá meira
Amorim á eftir tvo leiki sem stjóri Sporting Lissabon og sá fyrri er annað kvöld þegar liðið mætir Englandsmeisturum Manchester City í Meistaradeild Evrópu. Ljóst er að það myndi gleðja stuðningsmenn United að sjá nýja stjórann hafa betur gegn erkifjendum þeirra í City-liðinu, og væntingarnar gætu aukist gagnvart þessum 39 ára Portúgala sem er sjötti knattspyrnustjóri United frá því að hinn sigursæli Sir Alex Ferguson hætti árið 2013. „Ég hugsa ekkert út í það [að væntingar United-stuðningsmanna gætu aukist með sigri gegn City]. Ég einbeiti mér bara að því að vinna leikinn með Sporting. Ef úrslitin yrðu neikvæð þá myndu væntingarnar til mín minnka, en ef við vinnum á morgun myndu þeir halda að ég væri nýr Ferguson. Það yrði mjög erfitt að standa undir því,“ grínaðist Amorim á blaðamannafundi. Það má þó segja að á vissan hátt standi hann í svipuðum sporum og Ferguson gerði árið 1986, þegar hann tók við United, sé horft til stöðu United í deildinni og þess að hvor um sig hafði aðeins þjálfað í heimalandi sínu. In 1986 Man United had just 12 points after 10 league games and decided to hire Alex Ferguson who had only managed in Scotland.In 2024 Man United have just 12 points after 10 league games and have hired Reuben Amorim who has only managed in Portugal. pic.twitter.com/w98V3hCueD— Football on TNT Sports (@footballontnt) November 4, 2024 Besta og versta vika ævinnar United rak Erik ten Hag fyrir viku síðan og á meðan að Amorim lýkur sínum skyldum hjá Sporting þá stýrir Ruud van Nistelrooy United-liðinu. Það mætir næst PAOK frá Grikklandi í Evrópudeildinni á fimmtudaginn og svo Leicester um helgina, áður en Amorim tekur við um leið og landsleikjahlé hefst. Hann stýrir Sporting gegn Braga um helgina en fyrsti leikur hans með United verður gegn Ipswich á útivelli 24. nóvember. Amorim segir síðustu viku hafa verið mjög erfiða. „Þetta var versta og besta vika ævi minnar. Ég veit ekki hvernig ég gæti útskýrt þetta öðruvísi. Þetta er mjög erfitt því ég er að yfirgefa mjög góðan stað en ég er líka að fara til eins besta félags í heimi. Þetta er alveg búið að vera erfitt en svoleiðis er það bara,“ sagði Amorim í viðtali við TNT Sport.
Enski boltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Sjá meira