Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar 4. nóvember 2024 16:32 Íslenskar kvikmyndir, heimildamyndir og leikið sjónvarpsefni eru menningarleg verðmæti sem að spegla samfélagið. Skerðing á stuðningi við þær takmarkar ekki aðeins þróun greinarinnar sjálfrar heldur dregur það einnig úr menningarlegri fjölbreytni á Íslandi og utan landsteinanna. Þá mun það draga úr hlutverki Íslands sem vettvangs alþjóðlegra kvikmynda- og sjónvarpsverkefna. Margir innan geirans lýsa áhyggjum af því að áhrif niðurskurðarins gætu orðið langvarandi og dregið úr íslenskri kvikmyndastarfsemi, sem hefur vaxið og eflst gríðarlega undanfarna áratugi. Þá hefur verið bent á að slík ákvörðun sé til langs tíma litið ekki til sparnaðar heldur gæti skapað neikvæðar fjárhagslegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustu og annan atvinnuveg sem nýtur góðs af kvikmyndagerð á Íslandi. Gagnrýni fagfélaganna á niðurskurðinn sem blasir við er einróma: „Snúið af þessari leið, allir hagvísar hrópa á það auk þess sem að manneskjan þarfnast andagiftar ekki síður en veraldlegra gæða, maðurinn lifir ekki á brauði einu saman.” Skorið niður til skapandi greina á fleygiferð Kvikmyndagerð á Íslandi og skapandi greinarnar hafa á síðustu árum verið á fleygiferð á innlendum jafnt sem erlendum vettvangi, til sóma og virðingar fyrir íslenska þjóð. Þessi mikla gróska hefur leitt til aukinnar framleiðslu, fjölbreyttari verkefna og aukinna alþjóðlegrar viðurkenninga. En til þess að íslensk kvikmyndagerðin haldi áfram að blómstra þarf opinber stuðningur að vera markviss og má ekki stjórnast af öfgakenndum niðursveiflum eins og raun ber vitni síðustu misserin. Nú stefnir fjárlagafrumvarp stjórnvalda, Fjárlög fyrir árið 2025, í verulegan niðurskurð til Kvikmyndasjóðs. Sjóðurinn var lækkaður úr 1.288,9 milljónum árið 2023 í 1.114,3 milljónir króna árið 2024. Núna er aftur verið að lækka framlög til sjóðsins og er hann áætlaður 1.024 milljónir króna í fjárlögum 2025. Þessi sífelldi niðurskurður skerðir möguleika íslenskra kvikmyndagerðarmanna til þess að tryggja fjármögnun nýrra og krefjandi verkefna og gefur til kynna að stjórnvöld meti greinina ekki að verðleikum. Fyrsta heildstæða stefna íslenskra stjórnvalda á sviði kvikmyndamála leit dagsins ljós árið 2020 og var það fagnaðarefni fyrir bransann. Stefnan bar yfirskriftina Kvikmyndastefna til ársins 2030 – Listgrein á tímamótum. Stefnan var unnin í nánu samstarfi atvinnulífs og stjórnvalda undir forystu mennta- og menningarmálaráðherra eins og segir í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands þann 6. Október árið 2020. Margrét Örnólfsdóttir fyrrverandi formaður FLH, Félags leikrita- og handritshöfunda, sem kom að gerð Kvikmyndastefnunnar ásamt mörgum öðrum, gagnrýnir Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra í grein sem birtist nýlega á Vísi fyrir að halda því fram að aukning framlaga til kvikmyndagerðar árið 2021 og 2022 hafi verið Covid-innspýting sem hafi verið tímabundin en það sé ekki skilningur Margrétar. Í lið í kvikmyndastefnunni sem nefnist: Aðgerð 1. Sterkara sjóðakerfi sem styður við fjölbreyttari kvikmyndaverk segir: Að Kvikmyndasjóður verði efldur, að útlutunarrammi verði skilgreindur árið 2020 og síðan verði úthlutað á grundvelli nýrra viðmiða frá vorinu 2021. Miðað við Kvikmyndastefnuna þá er aukningin sem sett var í Kvikmyndasjóð árið 2021, ekki Covid-19 aðgerð heldur liður í því að framfylgja nýrri kvikmyndastefnu stjórnvalda. Enn hefur Sjónvarpssjóðurinn ekki litið dagsins ljós, sem skv. kvikmyndastefnunni átti að verða stofnaður árið 2021 en í Kvikmyndastefnunni til 2030 segir: „Nýr fjárfestingarsjóður sjónvarpsefnis Fjárfestingarsjóður er ný leið í sjóðakerfi menningar og skapandi greina á Íslandi og kemur til móts við nýja tíma sem einkennast af hröðu þróunar- og fjármögnunarferli verkefna. Sjóðurinn verður rekinn að fyrirmynd Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins og honum er ætlað að ýta undir framleiðslu, sölu og dreifingu leikinna sjónvarpsþáttaraða. Arður af endurgreiðslum verður nýttur til frekari fjárfestinga á þessu sviði. Gert er ráð fyrir að sjóðurinn fjárfesti í allt að þremur þáttaröðum á ári fyrst um sinn en í náinni framtíð gæti framleiðslugetan orðið allt að tíu til tólf þáttaraðir á ári. Ábyrgð: Mennta- og menningarmálaráðuneyti og Kvikmyndamiðstöð Íslands.” Áhrif niðurskurðarins á kvikmyndir og listir Umsögn um fjárlagafrumvarpið frá Bandalagi Íslenskra Listamanna (BÍL) sem öll helstu fagfélög í listum og menningu eiga hlut að undirstrikar hve alvarleg áhrif fyrirhugaður niðurskurður hefur á menningarmál, með áætlaðri 365,4 milljón króna skerðingu til menninga og lista frá 2024 til 2025. Í nýlegri umsögn sinni vegna umrædds niðurskurðar til lista bendir BÍL á að fjárfesting í listum skili margfeldisáhrifum í hagkerfinu og styðji nýsköpun og velferð samfélagsins. BÍL hvetji því Alþingi til að leiðrétta framlög, sérstaklega til Kvikmyndasjóðs, svo að hægt verði að viðhalda styrkum grunni skapandi greina og tryggja sjálfbærni íslenskrar menningar. Beint framlag menningar og skapandi greina nam 3,5% af landsframleiðslu árið 2023. Það er litlu minna en framlag sjávarútvegs, sem nam fjórum prósentum. Hver króna sem hið opinbera fjárfestir í menningu og skapandi greinum verður að þremur krónum í hagkerfinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu menningar- og viðskiptaráðuneytisins um Framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar á Íslandi. Íslenskar kvikmyndir, heimildamyndir og sjónvarpsseríur stuðla að heilbrigðri sjálfsmynd lands og þjóðar auk þess að skapa tekjur í þjóðarbúið eins og nýlegar rannsóknir benda á. Í kjölfar þessa kalla fagfélögin á endurskoðun á fjárlögunum, bæði til að tryggja áframhaldandi framleiðslu á íslensku kvikmyndaefni og til að vernda þá atvinnu sem kvikmyndageirinn veitir fjölmörgum Íslendingum. Þingmenn og hagsmunaaðilar eru því hvattir til að meta afleiðingar niðurskurðarins á heildrænan hátt og tryggja að nægilegur stuðningur við kvikmyndagerð sé áfram á dagskrá. Ég hvet ríkisstjórn og þingmenn til að mynda skjaldborg um íslenska kvikmyndagerð sem berst nú fyrir tilvist sinni enn eitt misserið og halda þannig áfram að styðja við íslenska listsköpun, íslenska menningu og íslenska tungu. Höfundur er formaður Félags kvikmyndagerðarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvikmyndagerð á Íslandi Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Íslenskar kvikmyndir, heimildamyndir og leikið sjónvarpsefni eru menningarleg verðmæti sem að spegla samfélagið. Skerðing á stuðningi við þær takmarkar ekki aðeins þróun greinarinnar sjálfrar heldur dregur það einnig úr menningarlegri fjölbreytni á Íslandi og utan landsteinanna. Þá mun það draga úr hlutverki Íslands sem vettvangs alþjóðlegra kvikmynda- og sjónvarpsverkefna. Margir innan geirans lýsa áhyggjum af því að áhrif niðurskurðarins gætu orðið langvarandi og dregið úr íslenskri kvikmyndastarfsemi, sem hefur vaxið og eflst gríðarlega undanfarna áratugi. Þá hefur verið bent á að slík ákvörðun sé til langs tíma litið ekki til sparnaðar heldur gæti skapað neikvæðar fjárhagslegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustu og annan atvinnuveg sem nýtur góðs af kvikmyndagerð á Íslandi. Gagnrýni fagfélaganna á niðurskurðinn sem blasir við er einróma: „Snúið af þessari leið, allir hagvísar hrópa á það auk þess sem að manneskjan þarfnast andagiftar ekki síður en veraldlegra gæða, maðurinn lifir ekki á brauði einu saman.” Skorið niður til skapandi greina á fleygiferð Kvikmyndagerð á Íslandi og skapandi greinarnar hafa á síðustu árum verið á fleygiferð á innlendum jafnt sem erlendum vettvangi, til sóma og virðingar fyrir íslenska þjóð. Þessi mikla gróska hefur leitt til aukinnar framleiðslu, fjölbreyttari verkefna og aukinna alþjóðlegrar viðurkenninga. En til þess að íslensk kvikmyndagerðin haldi áfram að blómstra þarf opinber stuðningur að vera markviss og má ekki stjórnast af öfgakenndum niðursveiflum eins og raun ber vitni síðustu misserin. Nú stefnir fjárlagafrumvarp stjórnvalda, Fjárlög fyrir árið 2025, í verulegan niðurskurð til Kvikmyndasjóðs. Sjóðurinn var lækkaður úr 1.288,9 milljónum árið 2023 í 1.114,3 milljónir króna árið 2024. Núna er aftur verið að lækka framlög til sjóðsins og er hann áætlaður 1.024 milljónir króna í fjárlögum 2025. Þessi sífelldi niðurskurður skerðir möguleika íslenskra kvikmyndagerðarmanna til þess að tryggja fjármögnun nýrra og krefjandi verkefna og gefur til kynna að stjórnvöld meti greinina ekki að verðleikum. Fyrsta heildstæða stefna íslenskra stjórnvalda á sviði kvikmyndamála leit dagsins ljós árið 2020 og var það fagnaðarefni fyrir bransann. Stefnan bar yfirskriftina Kvikmyndastefna til ársins 2030 – Listgrein á tímamótum. Stefnan var unnin í nánu samstarfi atvinnulífs og stjórnvalda undir forystu mennta- og menningarmálaráðherra eins og segir í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands þann 6. Október árið 2020. Margrét Örnólfsdóttir fyrrverandi formaður FLH, Félags leikrita- og handritshöfunda, sem kom að gerð Kvikmyndastefnunnar ásamt mörgum öðrum, gagnrýnir Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra í grein sem birtist nýlega á Vísi fyrir að halda því fram að aukning framlaga til kvikmyndagerðar árið 2021 og 2022 hafi verið Covid-innspýting sem hafi verið tímabundin en það sé ekki skilningur Margrétar. Í lið í kvikmyndastefnunni sem nefnist: Aðgerð 1. Sterkara sjóðakerfi sem styður við fjölbreyttari kvikmyndaverk segir: Að Kvikmyndasjóður verði efldur, að útlutunarrammi verði skilgreindur árið 2020 og síðan verði úthlutað á grundvelli nýrra viðmiða frá vorinu 2021. Miðað við Kvikmyndastefnuna þá er aukningin sem sett var í Kvikmyndasjóð árið 2021, ekki Covid-19 aðgerð heldur liður í því að framfylgja nýrri kvikmyndastefnu stjórnvalda. Enn hefur Sjónvarpssjóðurinn ekki litið dagsins ljós, sem skv. kvikmyndastefnunni átti að verða stofnaður árið 2021 en í Kvikmyndastefnunni til 2030 segir: „Nýr fjárfestingarsjóður sjónvarpsefnis Fjárfestingarsjóður er ný leið í sjóðakerfi menningar og skapandi greina á Íslandi og kemur til móts við nýja tíma sem einkennast af hröðu þróunar- og fjármögnunarferli verkefna. Sjóðurinn verður rekinn að fyrirmynd Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins og honum er ætlað að ýta undir framleiðslu, sölu og dreifingu leikinna sjónvarpsþáttaraða. Arður af endurgreiðslum verður nýttur til frekari fjárfestinga á þessu sviði. Gert er ráð fyrir að sjóðurinn fjárfesti í allt að þremur þáttaröðum á ári fyrst um sinn en í náinni framtíð gæti framleiðslugetan orðið allt að tíu til tólf þáttaraðir á ári. Ábyrgð: Mennta- og menningarmálaráðuneyti og Kvikmyndamiðstöð Íslands.” Áhrif niðurskurðarins á kvikmyndir og listir Umsögn um fjárlagafrumvarpið frá Bandalagi Íslenskra Listamanna (BÍL) sem öll helstu fagfélög í listum og menningu eiga hlut að undirstrikar hve alvarleg áhrif fyrirhugaður niðurskurður hefur á menningarmál, með áætlaðri 365,4 milljón króna skerðingu til menninga og lista frá 2024 til 2025. Í nýlegri umsögn sinni vegna umrædds niðurskurðar til lista bendir BÍL á að fjárfesting í listum skili margfeldisáhrifum í hagkerfinu og styðji nýsköpun og velferð samfélagsins. BÍL hvetji því Alþingi til að leiðrétta framlög, sérstaklega til Kvikmyndasjóðs, svo að hægt verði að viðhalda styrkum grunni skapandi greina og tryggja sjálfbærni íslenskrar menningar. Beint framlag menningar og skapandi greina nam 3,5% af landsframleiðslu árið 2023. Það er litlu minna en framlag sjávarútvegs, sem nam fjórum prósentum. Hver króna sem hið opinbera fjárfestir í menningu og skapandi greinum verður að þremur krónum í hagkerfinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu menningar- og viðskiptaráðuneytisins um Framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar á Íslandi. Íslenskar kvikmyndir, heimildamyndir og sjónvarpsseríur stuðla að heilbrigðri sjálfsmynd lands og þjóðar auk þess að skapa tekjur í þjóðarbúið eins og nýlegar rannsóknir benda á. Í kjölfar þessa kalla fagfélögin á endurskoðun á fjárlögunum, bæði til að tryggja áframhaldandi framleiðslu á íslensku kvikmyndaefni og til að vernda þá atvinnu sem kvikmyndageirinn veitir fjölmörgum Íslendingum. Þingmenn og hagsmunaaðilar eru því hvattir til að meta afleiðingar niðurskurðarins á heildrænan hátt og tryggja að nægilegur stuðningur við kvikmyndagerð sé áfram á dagskrá. Ég hvet ríkisstjórn og þingmenn til að mynda skjaldborg um íslenska kvikmyndagerð sem berst nú fyrir tilvist sinni enn eitt misserið og halda þannig áfram að styðja við íslenska listsköpun, íslenska menningu og íslenska tungu. Höfundur er formaður Félags kvikmyndagerðarmanna.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar