Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Tómas Arnar Þorláksson skrifar 3. nóvember 2024 22:24 Fiodor Olari, fyrirliði Eldhúss og matsölu Landspítalans (ELMA). Aðsend Nýbúi frá Moldóvu hyggst selja íbúð sem hann hefur verið að gera upp síðastliðið eitt og hálft ár eins síns liðs og flytja í minni og ódýrari íbúð hinu megin við götuna. Ástæðuna segir hann vera til að borga niður lánið sitt og verða skuldlaus. Hinn 37 ára Fiodor Olari, fyrirliði Eldhúss og matsala Landspítalans (ELMA), flutti hingað til lands frá heimalandinu Moldóvu fyrir um átta árum en hann segir upplifun sína af því að vera innflytjandi á Íslandi einstaklega jákvæða. Hann hafi upprunalega ætlað að staldra við í um þrjá mánuði en hafi fljótlega hrifist af íslensku þjóðinni og komið ágætlega undir sig fótunum. „Ég á mjög mikið af íslenskum vinum, þeir eru æðislegir og þeir eru alltaf tilbúnir að hjálpa mér. Það er það sem mér líkar einstaklega mikið við í fari fólks hérna. Ég er alltaf að kynnast góðu fólki. Ég á mér marga drauma og á Íslandi þá rætast draumar í rauninni.“ Hannaði og betrumbætti að mestu sjálfur Fiodor hefur unnið á Landspítalanum undanfarin ár og keypti sér íbúð á Klapparstíg fyrir fimm árum. Síðast liðið eitt og hálft ár hefur hann verið að gera upp íbúðina að mestu eins síns liðs samhliða starfi sínu. „Íbúðin var allt öðruvísi, það var aðeins eitt svefnherbergi og mjög mikið af opnu rými en ég ákvað að ég þurfti auka herbergi fyrir gesti svo ég hannaði þetta allt sjálfur. Hérna er nýtt eldhús og auðvitað nýtt gólf og þetta er nýr veggur. Ég setti hljóðeinangrandi efni inn í hann.“ Ódýrari íbúðin „sæt“ og „kósý“ Nú hyggst hann selja íbúðina þó að hann sé ánægður með árangur erfiðisins til að kaupa sér minni íbúð hinu megin við götuna. „Þegar ég kom til Íslands var ég alveg blankur og lagði mig allan fram í vinnu. Núna borga ég af láninu mínu til bankans á hverjum mánuði og mér líkar það ekki. Fyrir mér er betra að vera í minni og notalegri íbúð í stað þess að vera í stórri íbúð ef það þýðir að ég þurfi að borga svona mikið til bankans. Ég veit það ekki, þetta er heimspeki mín. Hin íbúðin er svo sæt, hún er mjög falleg, hún er hugguleg og kósý. Þegar ég fór þangað hugsaði ég bara: Úff, hún er mín, ég vil hana.“ Innflytjendamál Moldóva Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Hinn 37 ára Fiodor Olari, fyrirliði Eldhúss og matsala Landspítalans (ELMA), flutti hingað til lands frá heimalandinu Moldóvu fyrir um átta árum en hann segir upplifun sína af því að vera innflytjandi á Íslandi einstaklega jákvæða. Hann hafi upprunalega ætlað að staldra við í um þrjá mánuði en hafi fljótlega hrifist af íslensku þjóðinni og komið ágætlega undir sig fótunum. „Ég á mjög mikið af íslenskum vinum, þeir eru æðislegir og þeir eru alltaf tilbúnir að hjálpa mér. Það er það sem mér líkar einstaklega mikið við í fari fólks hérna. Ég er alltaf að kynnast góðu fólki. Ég á mér marga drauma og á Íslandi þá rætast draumar í rauninni.“ Hannaði og betrumbætti að mestu sjálfur Fiodor hefur unnið á Landspítalanum undanfarin ár og keypti sér íbúð á Klapparstíg fyrir fimm árum. Síðast liðið eitt og hálft ár hefur hann verið að gera upp íbúðina að mestu eins síns liðs samhliða starfi sínu. „Íbúðin var allt öðruvísi, það var aðeins eitt svefnherbergi og mjög mikið af opnu rými en ég ákvað að ég þurfti auka herbergi fyrir gesti svo ég hannaði þetta allt sjálfur. Hérna er nýtt eldhús og auðvitað nýtt gólf og þetta er nýr veggur. Ég setti hljóðeinangrandi efni inn í hann.“ Ódýrari íbúðin „sæt“ og „kósý“ Nú hyggst hann selja íbúðina þó að hann sé ánægður með árangur erfiðisins til að kaupa sér minni íbúð hinu megin við götuna. „Þegar ég kom til Íslands var ég alveg blankur og lagði mig allan fram í vinnu. Núna borga ég af láninu mínu til bankans á hverjum mánuði og mér líkar það ekki. Fyrir mér er betra að vera í minni og notalegri íbúð í stað þess að vera í stórri íbúð ef það þýðir að ég þurfi að borga svona mikið til bankans. Ég veit það ekki, þetta er heimspeki mín. Hin íbúðin er svo sæt, hún er mjög falleg, hún er hugguleg og kósý. Þegar ég fór þangað hugsaði ég bara: Úff, hún er mín, ég vil hana.“
Innflytjendamál Moldóva Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira