Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Aron Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2024 12:15 Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar á hliðarlínunni í síðasta leik gegn Grindavík Vísir/Jón Gautur Tindastóll tekur á móti Stjörnunni í fyrsta leik sjöttu umferðar Bónus deildar karla í körfubolta í kvöld. Þetta eru tvö heitustu lið landsins um þessar mundir og hefur Stjarnan enn ekki tapað leik í deildinni. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari liðsins, þekkir vel til Tindastóls og Sauðárkróks og er spenntur fyrir því að stíga inn í Síkið í kvöld. Baldur tók við liði Stjörnunnar fyrir yfirstandandi tímabil og hefur farið glimrandi vel af stað í starfinu. Stjarnan hefur unnið alla leiki sína til þessa í Bónus deildinni og mætir nú á Sauðárkrók þar sem að Baldur kannast við sig. Hann var þjálfari Tindastóls á árunum 2019 til 2022 og þá er eiginkona hans frá Sauðárkróki. „Það er alltaf gott að koma norður,“ segir Baldur í samtali við íþróttadeild Vísis í morgun. „Ég er bara heima hjá tengdó núna á Sauðárkróki, alltaf stemning að koma þangað. Ég er bara spenntur fyrir leiknum,“ segir Baldur sem þekkir vel þá stemningu sem getur myndast í Síkinu, heimavelli Tindastóls. Það er sérstök tilfinning sem fylgir því, bæði fyrir þjálfara og leikmenn, að mæta og taka þátt í leik í Síkinu. „Já ég held ég ljúgi engu þegar að ég segi að Tindastóll eigi flesta stuðningsmenn á landinu þegar að kemur að körfubolta. Mesta áhorfenda kjarnann sem fylgir þeim á leikjum, hvort sem það er á heima- eða útivelli. Það er mikil stemning þegar að maður mætir, margir sem mæta á leikina. Alltaf ákveðið krydd og skemmtilegt að taka þátt í Tindastóls leikjum.“ Eftir tap í fyrstu umferð er lið Tindastóls, sem er á sínu fyrsta tímabili undir stjórn Benedikts Guðmundssonar, búið að finna taktinn og hefur nú unnið fjóra leiki í röð og getur með sigri í kvöld jafnað lið Stjörnunnar að stigum á toppi deildarinnar. Benedikt Guðmundsson, þjálfari TindastólsVísir/Anton Brink „Þetta er hörku lið. Verður mjög erfitt,“ segir Baldur um andstæðing kvöldsins. „Þeir eru náttúrulega hrikalega vel mannaðir og eru búnir að spila mjög vel, sérstaklega þessa síðustu leiki á móti Hetti og Grindavík. Þegar að ég tala um vel þá á ég við að þetta verður mjög krefjandi verkefni sem maður er spenntur að fara í.“ Sömuleiðis eru þið gífurlega vel mannaðir. Hafið ekki tapað leik í deildinni. Þið hljótið að fara inn í þennan leik með kassann út og sigurvissir? „Já. Við náttúrulega ætlum okkur að vinna alla leiki sem við förum í en á sama tíma vitum við að það þarf mikið að ganga upp til að vinna í þessum leik. Þetta er stór áskorun. Við erum meðvitaðir um það.“ Toppslagur Tindastóls og Stjörnunnar í Bónus deild karla í körfubolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst klukkan korter yfir sjö. Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Körfubolti Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Fótbolti Fleiri fréttir Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjörið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjörið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar Sjá meira
Baldur tók við liði Stjörnunnar fyrir yfirstandandi tímabil og hefur farið glimrandi vel af stað í starfinu. Stjarnan hefur unnið alla leiki sína til þessa í Bónus deildinni og mætir nú á Sauðárkrók þar sem að Baldur kannast við sig. Hann var þjálfari Tindastóls á árunum 2019 til 2022 og þá er eiginkona hans frá Sauðárkróki. „Það er alltaf gott að koma norður,“ segir Baldur í samtali við íþróttadeild Vísis í morgun. „Ég er bara heima hjá tengdó núna á Sauðárkróki, alltaf stemning að koma þangað. Ég er bara spenntur fyrir leiknum,“ segir Baldur sem þekkir vel þá stemningu sem getur myndast í Síkinu, heimavelli Tindastóls. Það er sérstök tilfinning sem fylgir því, bæði fyrir þjálfara og leikmenn, að mæta og taka þátt í leik í Síkinu. „Já ég held ég ljúgi engu þegar að ég segi að Tindastóll eigi flesta stuðningsmenn á landinu þegar að kemur að körfubolta. Mesta áhorfenda kjarnann sem fylgir þeim á leikjum, hvort sem það er á heima- eða útivelli. Það er mikil stemning þegar að maður mætir, margir sem mæta á leikina. Alltaf ákveðið krydd og skemmtilegt að taka þátt í Tindastóls leikjum.“ Eftir tap í fyrstu umferð er lið Tindastóls, sem er á sínu fyrsta tímabili undir stjórn Benedikts Guðmundssonar, búið að finna taktinn og hefur nú unnið fjóra leiki í röð og getur með sigri í kvöld jafnað lið Stjörnunnar að stigum á toppi deildarinnar. Benedikt Guðmundsson, þjálfari TindastólsVísir/Anton Brink „Þetta er hörku lið. Verður mjög erfitt,“ segir Baldur um andstæðing kvöldsins. „Þeir eru náttúrulega hrikalega vel mannaðir og eru búnir að spila mjög vel, sérstaklega þessa síðustu leiki á móti Hetti og Grindavík. Þegar að ég tala um vel þá á ég við að þetta verður mjög krefjandi verkefni sem maður er spenntur að fara í.“ Sömuleiðis eru þið gífurlega vel mannaðir. Hafið ekki tapað leik í deildinni. Þið hljótið að fara inn í þennan leik með kassann út og sigurvissir? „Já. Við náttúrulega ætlum okkur að vinna alla leiki sem við förum í en á sama tíma vitum við að það þarf mikið að ganga upp til að vinna í þessum leik. Þetta er stór áskorun. Við erum meðvitaðir um það.“ Toppslagur Tindastóls og Stjörnunnar í Bónus deild karla í körfubolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst klukkan korter yfir sjö.
Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Körfubolti Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Fótbolti Fleiri fréttir Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjörið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjörið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar Sjá meira