Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar 2. nóvember 2024 14:01 Formaður Viðreisnar var stóryrt í Pallborðinu á Vísi í vikunni. Þar fullyrti hún að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki staðið vörð um frelsi einstaklinga á síðustu árum og nefndi þá sérstaklega kvenfrelsi. Þar ákvað formaður Viðreisnar að draga umræðu um þungunarrof inn á svið stjórnmálanna líkt og klofið hefur bandarísku þjóðina síðustu 40 ár. Reynir formaður Viðreisnar að mála upp ímyndaðan andstæðing til þess að skora ódýr pólitísk stig. Ísland fremst meðal þjóða hvað varðar kvenfrelsi Formaðurinn gerir með því augljósa, en afar ósanngjarna, tilraun til þess að gera rétt til þungunarrofs að kosningamáli í Alþingiskosningunum nú, líkt og í komandi forsetakosningum vestanhafs. Réttur kvenna til þungunarrofs á Íslandi er óskoraður. Hér ríkir víðtæk sátt um nauðsyn þess að réttur kvenna til að geta rofið þungun að eigin ósk sé tryggður og er Ísland fremst meðal þjóða í heiminum þegar kemur að kvenfrelsi og jafnrétti. Fyrir suma kann að vera nauðsynlegt að færa til bókar að enginn fer í þungunarrof að gamni sínu. Sorgleg þróun í Bandaríkjunum á ekkert skylt við Ísland Því fer fjarri að rétti kvenna til þungunarrofs hér á landi svipi til þess sem gengur og gerist í Bandaríkjunum. Það veit formaður Viðreisnar. Þar hafa konur og frjálslynd öfl barist gegn afnámi þessara sjálfsögðu réttinda í fjölda ríkja síðan Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri við niðurstöðu sinni í máli Roe gegn Wade árið 2022, máli sem réttur kvenna til þungunarrofs hafði verið byggður á í hálfa öld. Var ákvörðunarvald um löggjöf til þungunarrofs þá fært til fylkjanna og hefur víða verið gengið svo nærri rétti kvenna til þungunarrofs að er varla hægt að segja að um réttindi sé að ræða. Þar hefur þungunarrof verið bannað nánast alfarið, jafnvel án undantekninga fyrir nauðgun, sifjaspell eða þegar heilsa móður er í hættu. Í sumum tilfellum er þungunarrof einungis leyft mjög snemma á meðgöngu, oft innan fyrstu sex til átta vikna. Þetta er sorgleg þróun og afturför sem ber að fordæma, en á sér blessunarlega enga samsvörun í pólitískri umræðu á Íslandi. Formaður Viðreisnar slær með orðum sínum gagngert ryki í augu fólks og vill telja því trú um að hér sé um umdeilt pólitískt mál að ræða, og til standi að skerða rétt kvenna. Því fer fjarri, skerðing á rétti kvenna til þungunarrofs er ekki á dagskrá hér á landi en ef svo væri þá stæði Þorgerður Katrín svo sannarlega ekki ein í þeirri baráttu. Ekki stæði á sjálfstæðiskonum. Ódýr pólitísk stigasöfnun Viðreisnar Á Íslandi er konum treyst til að taka ákvarðanir um eigin líkama og ekki að sjá að umræddar breytingar á löggjöfinni árið 2019 hafi breytt neinu til hins verra í þeim efnum. Rétt skref var stigið í víðtækri pólitískri sátt þótt skiptar skoðanir hafi verið um hvort miða skyldi við 20 vikur eða 22 þegar málið var rætt á Alþingi, sem hvort tveggja er með því frjálslyndasta sem gerist í heiminum. Undirritaðar frábiðja sér að teiknuð sé upp óþarfa skautun um mál sem ríkir breið samstaða um á Íslandi, gagngert í þeim tilgangi að skora ódýr pólitísk stig Höfundar eru ungar sjálfstæðiskonur. Andrea Gunnarsdóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Ingveldur Anna Sigurðardóttir, Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir, Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir, Lísbet Sigurðardóttir, Nanna Kristín Tryggvadóttir, Sigríður Erla Sturludóttir og Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Formaður Viðreisnar var stóryrt í Pallborðinu á Vísi í vikunni. Þar fullyrti hún að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki staðið vörð um frelsi einstaklinga á síðustu árum og nefndi þá sérstaklega kvenfrelsi. Þar ákvað formaður Viðreisnar að draga umræðu um þungunarrof inn á svið stjórnmálanna líkt og klofið hefur bandarísku þjóðina síðustu 40 ár. Reynir formaður Viðreisnar að mála upp ímyndaðan andstæðing til þess að skora ódýr pólitísk stig. Ísland fremst meðal þjóða hvað varðar kvenfrelsi Formaðurinn gerir með því augljósa, en afar ósanngjarna, tilraun til þess að gera rétt til þungunarrofs að kosningamáli í Alþingiskosningunum nú, líkt og í komandi forsetakosningum vestanhafs. Réttur kvenna til þungunarrofs á Íslandi er óskoraður. Hér ríkir víðtæk sátt um nauðsyn þess að réttur kvenna til að geta rofið þungun að eigin ósk sé tryggður og er Ísland fremst meðal þjóða í heiminum þegar kemur að kvenfrelsi og jafnrétti. Fyrir suma kann að vera nauðsynlegt að færa til bókar að enginn fer í þungunarrof að gamni sínu. Sorgleg þróun í Bandaríkjunum á ekkert skylt við Ísland Því fer fjarri að rétti kvenna til þungunarrofs hér á landi svipi til þess sem gengur og gerist í Bandaríkjunum. Það veit formaður Viðreisnar. Þar hafa konur og frjálslynd öfl barist gegn afnámi þessara sjálfsögðu réttinda í fjölda ríkja síðan Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri við niðurstöðu sinni í máli Roe gegn Wade árið 2022, máli sem réttur kvenna til þungunarrofs hafði verið byggður á í hálfa öld. Var ákvörðunarvald um löggjöf til þungunarrofs þá fært til fylkjanna og hefur víða verið gengið svo nærri rétti kvenna til þungunarrofs að er varla hægt að segja að um réttindi sé að ræða. Þar hefur þungunarrof verið bannað nánast alfarið, jafnvel án undantekninga fyrir nauðgun, sifjaspell eða þegar heilsa móður er í hættu. Í sumum tilfellum er þungunarrof einungis leyft mjög snemma á meðgöngu, oft innan fyrstu sex til átta vikna. Þetta er sorgleg þróun og afturför sem ber að fordæma, en á sér blessunarlega enga samsvörun í pólitískri umræðu á Íslandi. Formaður Viðreisnar slær með orðum sínum gagngert ryki í augu fólks og vill telja því trú um að hér sé um umdeilt pólitískt mál að ræða, og til standi að skerða rétt kvenna. Því fer fjarri, skerðing á rétti kvenna til þungunarrofs er ekki á dagskrá hér á landi en ef svo væri þá stæði Þorgerður Katrín svo sannarlega ekki ein í þeirri baráttu. Ekki stæði á sjálfstæðiskonum. Ódýr pólitísk stigasöfnun Viðreisnar Á Íslandi er konum treyst til að taka ákvarðanir um eigin líkama og ekki að sjá að umræddar breytingar á löggjöfinni árið 2019 hafi breytt neinu til hins verra í þeim efnum. Rétt skref var stigið í víðtækri pólitískri sátt þótt skiptar skoðanir hafi verið um hvort miða skyldi við 20 vikur eða 22 þegar málið var rætt á Alþingi, sem hvort tveggja er með því frjálslyndasta sem gerist í heiminum. Undirritaðar frábiðja sér að teiknuð sé upp óþarfa skautun um mál sem ríkir breið samstaða um á Íslandi, gagngert í þeim tilgangi að skora ódýr pólitísk stig Höfundar eru ungar sjálfstæðiskonur. Andrea Gunnarsdóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Ingveldur Anna Sigurðardóttir, Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir, Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir, Lísbet Sigurðardóttir, Nanna Kristín Tryggvadóttir, Sigríður Erla Sturludóttir og Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun