Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Sindri Sverrisson skrifar 2. nóvember 2024 12:45 Bryan Mbeumo, til vinstri á mynd, hefur þegar skorað átta mörk það sem af er leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Alex Pantling Liverpool fylgist grannt með tveimur leikmönnum sem eru afar áberandi hjá sínum liðum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þetta segir Sky Sports í dag sem segir Liverpool vera með þá Bryan Mbeumo úr Brentford og Antoine Semenyo í sigtinu. Sky segir að verið sé að skoða framtíðarkosti fyrir hollenska stjórann Arne Slot í ljósi þeirrar stöðu að samningur Mohamed Salah við Liverpool renni út næsta sumar. Semenyo hefur skorað fimm mörk samtals í öllum keppnum fyrir Bournemouth á tímabilinu og Mbeumo er þegar kominn með átta mörk. Salah er einn af þremur stjörnuleikmönnum Liverpool sem óvissa ríkir um þar sem að samningar renna út næsta sumar. Hinir eru Virgil van Dijk og Trent Alexander-Arnold. Félagið reynir að halda þeim en undirbýr sig einnig fyrir aðrar útkomur. Slot kvaðst á blaðamannafundi í gær ekkert ræða við leikmennina um samningamál – það sé í höndum annarra. Antoine Semenyo er í lykilhlutverki hjá Bournemouth.Getty Semenyo, sem er 24 ára gamall, skoraði fimm mörk í 14 deildarleikjum á síðustu leiktíð og er kominn með þrjú mörk í níu deildarleikjum í haust. Mbeumo er 25 ára og hefur skorað átta mörk í níu deildarleikjum. Sky segir Liverpool hafa fylgst með honum um nokkra hríð. Leikmennirnir tveir eru sagðir búa yfir ákveðnum eiginleikum sem svipi til Salah, sérstaklega hvað það varði að geta verið ógnandi í öllum stöðum framarlega á vellinum. Sky í Þýskalandi segir svo að hinn 25 ára Egypti Oumar Marmoush, sem er leikmaður Stuttgart, sé einnig í sigti Liverpool en heimildamenn Sky í Liverpool segja engan áhuga á honum að svo stöddu. Enski boltinn Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Nottingham Forest - Liverpool | Toppslagur á City Ground Í beinni: Brentford - Man. City | Eru meistararnir komnir í gang? Í beinni: Chelsea - Bournemouth | Gestirnir taplausir í átta leikjum í röð Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Sjá meira
Þetta segir Sky Sports í dag sem segir Liverpool vera með þá Bryan Mbeumo úr Brentford og Antoine Semenyo í sigtinu. Sky segir að verið sé að skoða framtíðarkosti fyrir hollenska stjórann Arne Slot í ljósi þeirrar stöðu að samningur Mohamed Salah við Liverpool renni út næsta sumar. Semenyo hefur skorað fimm mörk samtals í öllum keppnum fyrir Bournemouth á tímabilinu og Mbeumo er þegar kominn með átta mörk. Salah er einn af þremur stjörnuleikmönnum Liverpool sem óvissa ríkir um þar sem að samningar renna út næsta sumar. Hinir eru Virgil van Dijk og Trent Alexander-Arnold. Félagið reynir að halda þeim en undirbýr sig einnig fyrir aðrar útkomur. Slot kvaðst á blaðamannafundi í gær ekkert ræða við leikmennina um samningamál – það sé í höndum annarra. Antoine Semenyo er í lykilhlutverki hjá Bournemouth.Getty Semenyo, sem er 24 ára gamall, skoraði fimm mörk í 14 deildarleikjum á síðustu leiktíð og er kominn með þrjú mörk í níu deildarleikjum í haust. Mbeumo er 25 ára og hefur skorað átta mörk í níu deildarleikjum. Sky segir Liverpool hafa fylgst með honum um nokkra hríð. Leikmennirnir tveir eru sagðir búa yfir ákveðnum eiginleikum sem svipi til Salah, sérstaklega hvað það varði að geta verið ógnandi í öllum stöðum framarlega á vellinum. Sky í Þýskalandi segir svo að hinn 25 ára Egypti Oumar Marmoush, sem er leikmaður Stuttgart, sé einnig í sigti Liverpool en heimildamenn Sky í Liverpool segja engan áhuga á honum að svo stöddu.
Enski boltinn Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Nottingham Forest - Liverpool | Toppslagur á City Ground Í beinni: Brentford - Man. City | Eru meistararnir komnir í gang? Í beinni: Chelsea - Bournemouth | Gestirnir taplausir í átta leikjum í röð Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Sjá meira