Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2024 14:06 Margar götur Valencia eru enn stíflaðar og liggja bílar eins og hráviði víða um borgina. AP/Alberto Saiz Að minnsta kosti 205 eru látnir eftir mikil hamfaraflóð á Spáni og þar af 202 í Valencia. Þar hefur verið varað við frekari rigningu á komandi dögum og er óttast að það gæti leitt til frekari flóða. Þrír hinna látnu voru í Castilla-La Mancha og Andalúsíu. Í gærkvöldi var tala látinna komin í 155. Samhliða hækkun fjölda látinna hefur reiði íbúa í garð yfirvalda einnig aukist. Eins og þekkt er varð mikið úrhelli á Spáni á þriðjudagskvöld og miðvikudagsmorgun sem leiddi meðal annars til þess að götur Valencia líktust stórfljótum. Margar götur borgarinnar eru enn stíflaðar með aur og bílum og í sumum tilfellum eru íbúar fastir á heimilum sínum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Miklir þurrkar hafa verið á Spáni síðustu tvö ár og þykir það hafa gert flóðin mun verri en ella. Er það sökum þess hve þurr og harður jarðvegurinn var og flaut mest allt vatnið því einfaldlega ofan á honum. Um sautján hundruð hermenn eru samkvæmt El País að störfum við hreinsun og björgun á svæðinu og hafa forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Spánar heitið allri þeirri aðstoð sem þörf er á. Kona hvílir sig við hreinsunarstörf.AP/Alberto Saiz Íbúar segjast þó ósáttir. „Ástandið er ótrúlega. Þetta voru hamfarir og það er mjög litla hjálp að fá,“ sagði Emilio Cuartero, íbúi úthverfis Valencia við AP fréttaveituna. Hann sagði íbúa þurfa matvæli og einnig vinnuvélar til að auðvelda hreinsun og björgunarstörf. Íbúar hafa einnig kvartað yfir skorti á öðrum nauðsynjum eins og lyfjum. Í Chiva, nærri Valencia, mældist meiri rigning á átta klukkustundum en mælst hafði í bænum á síðustu tuttugu mánuðum. Heilu húsin eru sögð hafa horfið í meðfylgjandi flóðum á svæðinu og er margra saknað. Hversu margra, liggur ekki fyrir enn en óttast er að margir sitji enn fastir í bílum eða byggingum á svæðinu. Einn íbúi Chiva sagði í samtali við AP að hann hefði misst allt í flóðunum. Hefði flúið fimm mínútum seinna en hann gerði hefði hann einnig tapað lífinu. Spánn Náttúruhamfarir Flóð í Valencia 2024 Tengdar fréttir Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Tala látinna eftir hamfaraflóðin á Spáni í vikunni er nú komin í tæplega hundrað og sextíu manns en um verstu flóð í manna minnum á svæðinu er að ræða. 1. nóvember 2024 08:22 Horfði á lík fljóta fram hjá Minnst hundrað og fjörutíu fórust í hamfaraflóðunum sem riðu yfir í Valencia á Spáni. Líklegt er að sú tala haldi áfram að hækka. Tuga er enn saknað og hafa viðbragðsaðilar leitað í allan dag. 31. október 2024 22:01 Tala látinna á Spáni hækkar Hundrað og fjörutíu hið minnsta eru látnir vegna hamfaraflóðanna í austurhluta Spánar. Spænska dagblaðið El País hefur eftir yfirvöldum að flestir hinna látnu hafi fundist í Valencia, eða fleiri en hundrað, en dauðsföll hafa líka orðið í Kastilíu La mancha og Andalúsíu. Óttast er að tala látinna haldi áfram að hækka en fjölmargra er enn saknað. 31. október 2024 15:55 Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Íslenskur kennari sem býr á því svæði sem fór hvað verst úr hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar segir að ekki hafi enn spurst til nágranna hennar sem sást síðast í gær. Um það bil þrjátíu bílar hafa hlaðist upp fyrir utan heimili hennar. 30. október 2024 21:02 Beðin um að tilkynna líkfundi Að minnsta kosti 51 er látinn í Valensía-héraði í hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar síðan í gær. Fjöldi Íslendinga hefur vetursetu á Spáni og í grennd við Valensía en utanríkisráðuneytið fylgist grannt með stöðu mála þar fyrir sunnan. Íslendingur á svæðinu segir óraunverulegt að upplifa hamfarirnar. 30. október 2024 11:42 Mest lesið Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Innlent Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Innlent Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Innlent Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Innlent Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Innlent „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Innlent Fleiri fréttir Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Sjá meira
Þrír hinna látnu voru í Castilla-La Mancha og Andalúsíu. Í gærkvöldi var tala látinna komin í 155. Samhliða hækkun fjölda látinna hefur reiði íbúa í garð yfirvalda einnig aukist. Eins og þekkt er varð mikið úrhelli á Spáni á þriðjudagskvöld og miðvikudagsmorgun sem leiddi meðal annars til þess að götur Valencia líktust stórfljótum. Margar götur borgarinnar eru enn stíflaðar með aur og bílum og í sumum tilfellum eru íbúar fastir á heimilum sínum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Miklir þurrkar hafa verið á Spáni síðustu tvö ár og þykir það hafa gert flóðin mun verri en ella. Er það sökum þess hve þurr og harður jarðvegurinn var og flaut mest allt vatnið því einfaldlega ofan á honum. Um sautján hundruð hermenn eru samkvæmt El País að störfum við hreinsun og björgun á svæðinu og hafa forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Spánar heitið allri þeirri aðstoð sem þörf er á. Kona hvílir sig við hreinsunarstörf.AP/Alberto Saiz Íbúar segjast þó ósáttir. „Ástandið er ótrúlega. Þetta voru hamfarir og það er mjög litla hjálp að fá,“ sagði Emilio Cuartero, íbúi úthverfis Valencia við AP fréttaveituna. Hann sagði íbúa þurfa matvæli og einnig vinnuvélar til að auðvelda hreinsun og björgunarstörf. Íbúar hafa einnig kvartað yfir skorti á öðrum nauðsynjum eins og lyfjum. Í Chiva, nærri Valencia, mældist meiri rigning á átta klukkustundum en mælst hafði í bænum á síðustu tuttugu mánuðum. Heilu húsin eru sögð hafa horfið í meðfylgjandi flóðum á svæðinu og er margra saknað. Hversu margra, liggur ekki fyrir enn en óttast er að margir sitji enn fastir í bílum eða byggingum á svæðinu. Einn íbúi Chiva sagði í samtali við AP að hann hefði misst allt í flóðunum. Hefði flúið fimm mínútum seinna en hann gerði hefði hann einnig tapað lífinu.
Spánn Náttúruhamfarir Flóð í Valencia 2024 Tengdar fréttir Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Tala látinna eftir hamfaraflóðin á Spáni í vikunni er nú komin í tæplega hundrað og sextíu manns en um verstu flóð í manna minnum á svæðinu er að ræða. 1. nóvember 2024 08:22 Horfði á lík fljóta fram hjá Minnst hundrað og fjörutíu fórust í hamfaraflóðunum sem riðu yfir í Valencia á Spáni. Líklegt er að sú tala haldi áfram að hækka. Tuga er enn saknað og hafa viðbragðsaðilar leitað í allan dag. 31. október 2024 22:01 Tala látinna á Spáni hækkar Hundrað og fjörutíu hið minnsta eru látnir vegna hamfaraflóðanna í austurhluta Spánar. Spænska dagblaðið El País hefur eftir yfirvöldum að flestir hinna látnu hafi fundist í Valencia, eða fleiri en hundrað, en dauðsföll hafa líka orðið í Kastilíu La mancha og Andalúsíu. Óttast er að tala látinna haldi áfram að hækka en fjölmargra er enn saknað. 31. október 2024 15:55 Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Íslenskur kennari sem býr á því svæði sem fór hvað verst úr hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar segir að ekki hafi enn spurst til nágranna hennar sem sást síðast í gær. Um það bil þrjátíu bílar hafa hlaðist upp fyrir utan heimili hennar. 30. október 2024 21:02 Beðin um að tilkynna líkfundi Að minnsta kosti 51 er látinn í Valensía-héraði í hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar síðan í gær. Fjöldi Íslendinga hefur vetursetu á Spáni og í grennd við Valensía en utanríkisráðuneytið fylgist grannt með stöðu mála þar fyrir sunnan. Íslendingur á svæðinu segir óraunverulegt að upplifa hamfarirnar. 30. október 2024 11:42 Mest lesið Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Innlent Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Innlent Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Innlent Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Innlent Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Innlent „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Innlent Fleiri fréttir Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Sjá meira
Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Tala látinna eftir hamfaraflóðin á Spáni í vikunni er nú komin í tæplega hundrað og sextíu manns en um verstu flóð í manna minnum á svæðinu er að ræða. 1. nóvember 2024 08:22
Horfði á lík fljóta fram hjá Minnst hundrað og fjörutíu fórust í hamfaraflóðunum sem riðu yfir í Valencia á Spáni. Líklegt er að sú tala haldi áfram að hækka. Tuga er enn saknað og hafa viðbragðsaðilar leitað í allan dag. 31. október 2024 22:01
Tala látinna á Spáni hækkar Hundrað og fjörutíu hið minnsta eru látnir vegna hamfaraflóðanna í austurhluta Spánar. Spænska dagblaðið El País hefur eftir yfirvöldum að flestir hinna látnu hafi fundist í Valencia, eða fleiri en hundrað, en dauðsföll hafa líka orðið í Kastilíu La mancha og Andalúsíu. Óttast er að tala látinna haldi áfram að hækka en fjölmargra er enn saknað. 31. október 2024 15:55
Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Íslenskur kennari sem býr á því svæði sem fór hvað verst úr hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar segir að ekki hafi enn spurst til nágranna hennar sem sást síðast í gær. Um það bil þrjátíu bílar hafa hlaðist upp fyrir utan heimili hennar. 30. október 2024 21:02
Beðin um að tilkynna líkfundi Að minnsta kosti 51 er látinn í Valensía-héraði í hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar síðan í gær. Fjöldi Íslendinga hefur vetursetu á Spáni og í grennd við Valensía en utanríkisráðuneytið fylgist grannt með stöðu mála þar fyrir sunnan. Íslendingur á svæðinu segir óraunverulegt að upplifa hamfarirnar. 30. október 2024 11:42