Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar 2. nóvember 2024 09:02 Landsvirkjun hefur endurheimt landgæði sem jafnast á við 33.400 fótboltavelli á þeim tæpu 60 árum sem orkufyrirtæki þjóðarinnar hefur starfað. Frá upphafi hefur Landsvirkjun unnið að gríðarmikilli uppgræðslu, skógrækt og endurheimt á votlendi á eigin vegum eða í samvinnu við aðra aðila, á landi sem samtals er tæpir 24 þúsund hektarar. Uppgræðsla þessi hefur verið á öllum starfssvæðum Landsvirkjunar og tengist að hluta því raski sem orðið hefur vegna starfseminnar. Fyrstu aðgerðirnar hófust á Þjórsársvæðinu og efri hluti Þjórsárdals hefur tekið stakkaskiptum á þeim áratugum sem Landsvirkjun hefur starfað þar. Á Blönduheiðum, þ.e. Auðkúluheiði og Eyvindarstaðaheiði, hefur verið unnið að uppgræðslu í yfir 40 ár í stað þess lands sem fór undir Blöndulón. Nú er þar víða að finna öflugan jarðveg og falleg gróðurþekja er þar sem áður voru gróðurvana melar. Land hefur verið grætt upp á Mývatnssvæði, þar sem við rekum jarðvarmavirkjanir og stór uppgræðsluverkefni eru í gangi á Fljótsdalssvæði, allt frá Hálslóni og út á Héraðssand. Lögð hefur verið áhersla á skógrækt við aflstöðvarnar og eru umfangsmestu svæðin á Þjórsársvæðinu en einnig hefur verið stunduð töluverð skógrækt á Sogssvæðinu og Blöndusvæðinu. Á nokkrum svæðum höfum við einnig endurheimt votlendi. Við höfum alltaf lagt mikla áherslu á að vinna þessa endurheimt landgæða í nánu samstarfi við þau sem best til þekkja. Þannig höfum við átt og eigum enn gott samstarf við Land og skóg (áður Landgræðslu ríkisins og Skógrækt ríkisins), sem og heimamenn og félagasamtök. Við erum afar þakklát fyrir allt þeirra faglega framlag. Endurheimt landgæða á svæði sem jafngildir 33.400 fótboltavöllum er ekkert áhlaupaverk sem er unnið á einum degi. En smám saman hefur gróðurinn náð fótfestu á þessum svæðum. Endurheimt landgæða hefur alltaf verið hluti af stefnu Landsvirkjunar því við viljum starfa í sátt við náttúruna og sýna henni virðingu. Fyrir nokkru ákváðum við að planta einungis innlendum trjátegundum í nýjum verkefnum og styrkja þannig náttúrulegt gróðurfar landsins og efla líffræðilega fjölbreytni. Við gerum okkur sannarlega grein fyrir að jafnvel þótt græna orkuvinnslan okkar sé eins umhverfisvæn og orkuvinnsla framast verður þá kallar hún á ýmsar breytingar og inngrip. Þess vegna leggjum við allt kapp á að bæta nágrenni okkar sem allra mest. Innkaup í nærsamfélagi Hluti af því að starfa í sátt við náttúruna og draga úr kolefnisspori starfseminnar felst líka í því að kaupa sem mest af vörum og þjónustu í nærsamfélagi stöðvanna okkar. Við leitum aldrei langt yfir skammt. Aðstæður eru vissulega misjafnar eftir starfssvæðum, en við náum að kaupa á bilinu 25-65% af vörum og þjónustu til daglegs rekstrar í nærsamfélaginu. Þessi innkaup eru af ýmsum toga, við kaupum t.d. eins mikið af aðföngum í mötuneyti starfsstöðva okkar heima í héraði og kostur er. Slíkt er hagkvæmt fyrir okkur öll og umhverfisvænt. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Landsvirkjun hefur endurheimt landgæði sem jafnast á við 33.400 fótboltavelli á þeim tæpu 60 árum sem orkufyrirtæki þjóðarinnar hefur starfað. Frá upphafi hefur Landsvirkjun unnið að gríðarmikilli uppgræðslu, skógrækt og endurheimt á votlendi á eigin vegum eða í samvinnu við aðra aðila, á landi sem samtals er tæpir 24 þúsund hektarar. Uppgræðsla þessi hefur verið á öllum starfssvæðum Landsvirkjunar og tengist að hluta því raski sem orðið hefur vegna starfseminnar. Fyrstu aðgerðirnar hófust á Þjórsársvæðinu og efri hluti Þjórsárdals hefur tekið stakkaskiptum á þeim áratugum sem Landsvirkjun hefur starfað þar. Á Blönduheiðum, þ.e. Auðkúluheiði og Eyvindarstaðaheiði, hefur verið unnið að uppgræðslu í yfir 40 ár í stað þess lands sem fór undir Blöndulón. Nú er þar víða að finna öflugan jarðveg og falleg gróðurþekja er þar sem áður voru gróðurvana melar. Land hefur verið grætt upp á Mývatnssvæði, þar sem við rekum jarðvarmavirkjanir og stór uppgræðsluverkefni eru í gangi á Fljótsdalssvæði, allt frá Hálslóni og út á Héraðssand. Lögð hefur verið áhersla á skógrækt við aflstöðvarnar og eru umfangsmestu svæðin á Þjórsársvæðinu en einnig hefur verið stunduð töluverð skógrækt á Sogssvæðinu og Blöndusvæðinu. Á nokkrum svæðum höfum við einnig endurheimt votlendi. Við höfum alltaf lagt mikla áherslu á að vinna þessa endurheimt landgæða í nánu samstarfi við þau sem best til þekkja. Þannig höfum við átt og eigum enn gott samstarf við Land og skóg (áður Landgræðslu ríkisins og Skógrækt ríkisins), sem og heimamenn og félagasamtök. Við erum afar þakklát fyrir allt þeirra faglega framlag. Endurheimt landgæða á svæði sem jafngildir 33.400 fótboltavöllum er ekkert áhlaupaverk sem er unnið á einum degi. En smám saman hefur gróðurinn náð fótfestu á þessum svæðum. Endurheimt landgæða hefur alltaf verið hluti af stefnu Landsvirkjunar því við viljum starfa í sátt við náttúruna og sýna henni virðingu. Fyrir nokkru ákváðum við að planta einungis innlendum trjátegundum í nýjum verkefnum og styrkja þannig náttúrulegt gróðurfar landsins og efla líffræðilega fjölbreytni. Við gerum okkur sannarlega grein fyrir að jafnvel þótt græna orkuvinnslan okkar sé eins umhverfisvæn og orkuvinnsla framast verður þá kallar hún á ýmsar breytingar og inngrip. Þess vegna leggjum við allt kapp á að bæta nágrenni okkar sem allra mest. Innkaup í nærsamfélagi Hluti af því að starfa í sátt við náttúruna og draga úr kolefnisspori starfseminnar felst líka í því að kaupa sem mest af vörum og þjónustu í nærsamfélagi stöðvanna okkar. Við leitum aldrei langt yfir skammt. Aðstæður eru vissulega misjafnar eftir starfssvæðum, en við náum að kaupa á bilinu 25-65% af vörum og þjónustu til daglegs rekstrar í nærsamfélaginu. Þessi innkaup eru af ýmsum toga, við kaupum t.d. eins mikið af aðföngum í mötuneyti starfsstöðva okkar heima í héraði og kostur er. Slíkt er hagkvæmt fyrir okkur öll og umhverfisvænt. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun