Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2024 12:17 Viðbragðs- og eftirlitsaðilar hafa lýst áhyggjum af áramótabrennum. Frá áramótabrennu í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Meirihlutinn í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar ætlar að leggja til að fallið verði frá tillögu um að fækka áramótabrennum. Ástæðan er sögð mikil hvatning frá íbúum og íbúaráðum. Ráðið samþykkti erindi um að fækka áramótabrennum úr tíu í sex á fundi sínum á miðvikudag. Vísaði það til beiðna frá slökkviliði, lögreglu og heilbrigðiseftirliti sem telji hættu af brennunum, meðal annars vegna nálægðar við byggð, umferðaröryggi og neikvæðra umhverfisáhrifa. Þá hafi brennurnar orðið dýrari fyrir borgina þar sem nú þurfi að kaupa efni í þær en ekki nýta það sem fellur til. Nú segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður ráðsins og borgarfulltrúi Pírata, að fallið verði frá tillögunni um að fækka brennunum. Í færslu á Facebook segir hún það gert eftir „mikla hvatningu frá íbúum og íbúaráðum“. „Sömuleiðis verði skoðað hvernig hægt er að mæta athugasemdum viðbragðsaðila án þess að afleggja brennurnar,“ skrifar hún. Þá ætli meirihlutinn að leggja til að eiga samráð við íbúa og viðbragðsaðila á næsta ári um staðsetningar brennanna til lengri tíma litið. Þar eigi að ræða mögulega nýjar staðsetningar eða aðrar breytingar til þess að mæta ólíkum sjónarmiðum. „Hér er um tilfinninga- og hitamál að ræða sem þarf að ígrunda betur að mínu mati. Þegar kemur að umhverfisþættinum þá er ég uppteknari af stærri og áhrifaríkari aðgerðum í þeim efnum en svona token aðgerðum,“ skrifar Dóra Björt. Reykjavík Áramót Umhverfismál Borgarstjórn Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mikið slegist í miðbænum Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Sjá meira
Ráðið samþykkti erindi um að fækka áramótabrennum úr tíu í sex á fundi sínum á miðvikudag. Vísaði það til beiðna frá slökkviliði, lögreglu og heilbrigðiseftirliti sem telji hættu af brennunum, meðal annars vegna nálægðar við byggð, umferðaröryggi og neikvæðra umhverfisáhrifa. Þá hafi brennurnar orðið dýrari fyrir borgina þar sem nú þurfi að kaupa efni í þær en ekki nýta það sem fellur til. Nú segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður ráðsins og borgarfulltrúi Pírata, að fallið verði frá tillögunni um að fækka brennunum. Í færslu á Facebook segir hún það gert eftir „mikla hvatningu frá íbúum og íbúaráðum“. „Sömuleiðis verði skoðað hvernig hægt er að mæta athugasemdum viðbragðsaðila án þess að afleggja brennurnar,“ skrifar hún. Þá ætli meirihlutinn að leggja til að eiga samráð við íbúa og viðbragðsaðila á næsta ári um staðsetningar brennanna til lengri tíma litið. Þar eigi að ræða mögulega nýjar staðsetningar eða aðrar breytingar til þess að mæta ólíkum sjónarmiðum. „Hér er um tilfinninga- og hitamál að ræða sem þarf að ígrunda betur að mínu mati. Þegar kemur að umhverfisþættinum þá er ég uppteknari af stærri og áhrifaríkari aðgerðum í þeim efnum en svona token aðgerðum,“ skrifar Dóra Björt.
Reykjavík Áramót Umhverfismál Borgarstjórn Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mikið slegist í miðbænum Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Sjá meira