Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Árni Sæberg skrifar 1. nóvember 2024 11:08 Landskjörstjórn úrskurðar um gildi framboða eigi síðar en klukkan 16 á sunnudag. Vísir/Vilhelm Þrjú stjórnmálasamtök hafa fengið aðfinnslur frá landskjörstjórn vegna lista sem skilað var inn í gær. Tvö þeirra segjast engar áhyggjur hafa af málinu en kosningastjóri þess þriðja harðneitar að tjá sig um málið. Stjórnmálasamtökin þrjú eru Ábyrg framtíð, Sósíalistaflokkurinn og Lýðræðisflokkurinn. Jóhannes Loftsson, formaður Ábyrgrar framtíðar, sem býður fram í Reykjavíkurkjördæmi norður, staðfestir að landskjörstjórn hafi gert athugasemd við meðmælalista flokksins. Þær hafi meðal annars snúið að skráningu lögheimila og fleira í þeim dúrnum. Hann hefur engar áhyggjur af því að flokkurinn nái ekki að leysa úr þeirri flækju og sé raunar langt kominn með það nú þegar. Ætti að vera klappað og klárt um hádegið Sara Stef. Hildardóttir, skrifstofustjóri Sósíalista, segir að nokkur framboð hafi fengið á sig ágalla en það hafi ekki verið á ábyrgð framboðanna. Ágallar hafi verið tilkomnir vegna tæknilegs atriðis við söfnun rafrænna undirskrifta. „Landskjörstjórn óskaði eftir því við þessi framboð, sem höfðu notað ákveðna þjónustu, að láta keyra sannreyningu á undirskriftunum. Þeim skýrslum var öllum skilað í gær. Þau framboð sem fá á sig svona ágalla hafa til klukkan 9 til að afgreiða þessar undirritanir og við erum að ganga frá því. Það verður búið um hádegið.“ Lýðræðisflokkurinn tjáir sig ekki Heimildir Vísir herma að þriðja framboðið sé Lýðræðisflokkurinn. Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, kosningastjóri Lýðræðisflokksins, brást ókvæða við þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans. Hann vildi ekkert tjá sig um málið. „Við erum bundin trúnaði við landskjörstjórn og eftir því skal fara.“ Lýðræðisflokkurinn Ábyrg framtíð Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Kjörstjórn borist 26 listar Frestur til að skila inn framboðslistum til Alþingiskosninga rennur út á hádegi á morgun. Alls hefur 26 listum verið skilað ásamt tilskildum fjölda meðmæla til Landskjörstjórnar, og því ljóst að einhverjir flokkar eiga enn eftir að skila af sér gögnum, ætli þeir sér að bjóða fram í öllum sex kjördæmum. 30. október 2024 16:30 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Stjórnmálasamtökin þrjú eru Ábyrg framtíð, Sósíalistaflokkurinn og Lýðræðisflokkurinn. Jóhannes Loftsson, formaður Ábyrgrar framtíðar, sem býður fram í Reykjavíkurkjördæmi norður, staðfestir að landskjörstjórn hafi gert athugasemd við meðmælalista flokksins. Þær hafi meðal annars snúið að skráningu lögheimila og fleira í þeim dúrnum. Hann hefur engar áhyggjur af því að flokkurinn nái ekki að leysa úr þeirri flækju og sé raunar langt kominn með það nú þegar. Ætti að vera klappað og klárt um hádegið Sara Stef. Hildardóttir, skrifstofustjóri Sósíalista, segir að nokkur framboð hafi fengið á sig ágalla en það hafi ekki verið á ábyrgð framboðanna. Ágallar hafi verið tilkomnir vegna tæknilegs atriðis við söfnun rafrænna undirskrifta. „Landskjörstjórn óskaði eftir því við þessi framboð, sem höfðu notað ákveðna þjónustu, að láta keyra sannreyningu á undirskriftunum. Þeim skýrslum var öllum skilað í gær. Þau framboð sem fá á sig svona ágalla hafa til klukkan 9 til að afgreiða þessar undirritanir og við erum að ganga frá því. Það verður búið um hádegið.“ Lýðræðisflokkurinn tjáir sig ekki Heimildir Vísir herma að þriðja framboðið sé Lýðræðisflokkurinn. Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, kosningastjóri Lýðræðisflokksins, brást ókvæða við þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans. Hann vildi ekkert tjá sig um málið. „Við erum bundin trúnaði við landskjörstjórn og eftir því skal fara.“
Lýðræðisflokkurinn Ábyrg framtíð Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Kjörstjórn borist 26 listar Frestur til að skila inn framboðslistum til Alþingiskosninga rennur út á hádegi á morgun. Alls hefur 26 listum verið skilað ásamt tilskildum fjölda meðmæla til Landskjörstjórnar, og því ljóst að einhverjir flokkar eiga enn eftir að skila af sér gögnum, ætli þeir sér að bjóða fram í öllum sex kjördæmum. 30. október 2024 16:30 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Kjörstjórn borist 26 listar Frestur til að skila inn framboðslistum til Alþingiskosninga rennur út á hádegi á morgun. Alls hefur 26 listum verið skilað ásamt tilskildum fjölda meðmæla til Landskjörstjórnar, og því ljóst að einhverjir flokkar eiga enn eftir að skila af sér gögnum, ætli þeir sér að bjóða fram í öllum sex kjördæmum. 30. október 2024 16:30