Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 2. nóvember 2024 07:02 Vilborg Ása Guðjónsdóttir fjallaði um alþjóðastarf Alþingis í doktorsverkefninu sínu. Vísir Þingmenn og embættismenn segja alþjóðastarf ekki nægilega samræmt störfum Alþingis. Ferðalög í þágu alþjóðastarfs séu álitnar „fyllerís- og fríferðir“ í stað vinnuferða. Neikvætt álit almennings og þingmanna á alþjóðastarfi hefur áhrif á hvata alþingismanna að taka þátt. „Þetta er alls ekki ofið inn í störf þingsins með neinum hætti, þú tekur þér bara frí frá þínum daglegu störfum, frá þinginu, ef þú ætlar að sinna þessu og sinnir þar af leiðandi ekki raunverulega aðalstarfi þingmannsins sem er að starfa í nefndum þingsins, þú þarft að kalla inn varamann fyrir þig og stundum færðu ekki að kalla inn varamanninn ef ferðin er stutt og þá ertu ekki að sinna því starfi,“ segir viðmælandi í doktorsverkefni Vilborgar Ásu Guðjónsdóttir í alþjóðastjórnmálum. Vilborg ræddi við tvo embættismenn, sex fyrrverandi alþingismenn og átta sitjandi alþingismenn, þar af tvo ráðherra um alþjóðastarf á Alþingi. Hún hefur áður starfað sem ráðgjafi í alþjóðadeild Alþingis. Viðmælendurnir sögðu yfirstjórn þingsins líta á alþjóðastarf sem eins konar áhugamál þingmanna. Ferðalögin á fundi alþjóðlegra þingmannasamtaka séu álitnar „fyllerís- og fríferðir.“ Árangur af alþjóðastarfi færi því einungis eftir framtaki hvers og eins þingmanns. „Það er ennþá stemning gagnvart alþjóðastarfi, ennþá fullyrðingar að þetta séu bara fríferðir þingmanna og þar af leiðandi má ekki leyfa okkur að fara of mikið eða vera of dugleg í að taka þátt, þess vegna er okkur skammtaðir kvótar, hversu mikið við megum fara út.“ Neikvæð áhrif á pólitískan frama Álit almennings á alþjóðastarfi sé neikvætt og ýmsar ranghugmyndir séu uppi. Litið sé á ferðalög í þágu alþjóðastarfs sem lúxus og forréttindi. Almenningsálitið hefur samt sem áður mikil áhrif á starf á alþjóðavettvangi. „Ef þú ert bara að hugsa um kjörfylgi þitt fyrir næsta prófkjör að þá velurðu það að vera ekki í alþjóðastarfi, það mun aðeins taka athygli þína frá verkum sem fá athygli á Íslandi og er þar af leiðandi ekki gott fyrir þinn pólitíska frama,“ segir viðmælandi Vilborgar. Kjósendur á landsbyggðinni séu neikvæðari gagnvart alþjóðastarfinu en þeir sem kjósa á höfuðborgarsvæðinu. Landsbyggðarkjósendur vilja frekar að þingmennirnir sínir einbeiti sér alfarið að málefnum kjördæmisins í stað þess að taka þátt í alþjóðastarfi. Þingmennirnir sjá því engan pólitískan ávinning af því að taka þátt í starfinu og segja það hafa neikvæð áhrif á pólitískan frama. Viðmælendurnir bentu einnig á lítinn áhuga fjölmiðla á starfinu. „Umfjöllun og þekking á utanríkismálum skortir því miður dýpt á Íslandi,“ segir viðmælandi. Þarf að endurskoða starfið Flestir viðmælendur Vilborgar voru sammála um að endurskoða þyrfti alþjóðastarf Alþingis. Nú eru átta alþjóðanefndir starfandi en voru flestir sammála um að stofna þurfi eins konar yfiralþjóðanefnd sem yfir alþjóðastarfinu. „Einhver veginn getur maður tekið undir að sumir fundir eru algjör óþarfi, þú veist, maður hefur farið út og heyrðu ég fékk ekkert út úr þessum fundi,“ segir viðmælandi Vilborgar. Önnur lykilatriði væru aukið samstarf á milli löggjafarvaldsins og framkvæmdavaldsins ásamt aukins samstarfs milli alþjóðanefnda og fastanefnda. Vilborg kynnti doktorsverkefnið á ráðstefnunni Þjóðarspegilinn. Yfirskrift erindisins var „Þú ert alltaf í fríi í útlöndum í staðinn fyrir að vera heima að vinna.“ Vísindi Alþingi Utanríkismál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Þetta er alls ekki ofið inn í störf þingsins með neinum hætti, þú tekur þér bara frí frá þínum daglegu störfum, frá þinginu, ef þú ætlar að sinna þessu og sinnir þar af leiðandi ekki raunverulega aðalstarfi þingmannsins sem er að starfa í nefndum þingsins, þú þarft að kalla inn varamann fyrir þig og stundum færðu ekki að kalla inn varamanninn ef ferðin er stutt og þá ertu ekki að sinna því starfi,“ segir viðmælandi í doktorsverkefni Vilborgar Ásu Guðjónsdóttir í alþjóðastjórnmálum. Vilborg ræddi við tvo embættismenn, sex fyrrverandi alþingismenn og átta sitjandi alþingismenn, þar af tvo ráðherra um alþjóðastarf á Alþingi. Hún hefur áður starfað sem ráðgjafi í alþjóðadeild Alþingis. Viðmælendurnir sögðu yfirstjórn þingsins líta á alþjóðastarf sem eins konar áhugamál þingmanna. Ferðalögin á fundi alþjóðlegra þingmannasamtaka séu álitnar „fyllerís- og fríferðir.“ Árangur af alþjóðastarfi færi því einungis eftir framtaki hvers og eins þingmanns. „Það er ennþá stemning gagnvart alþjóðastarfi, ennþá fullyrðingar að þetta séu bara fríferðir þingmanna og þar af leiðandi má ekki leyfa okkur að fara of mikið eða vera of dugleg í að taka þátt, þess vegna er okkur skammtaðir kvótar, hversu mikið við megum fara út.“ Neikvæð áhrif á pólitískan frama Álit almennings á alþjóðastarfi sé neikvætt og ýmsar ranghugmyndir séu uppi. Litið sé á ferðalög í þágu alþjóðastarfs sem lúxus og forréttindi. Almenningsálitið hefur samt sem áður mikil áhrif á starf á alþjóðavettvangi. „Ef þú ert bara að hugsa um kjörfylgi þitt fyrir næsta prófkjör að þá velurðu það að vera ekki í alþjóðastarfi, það mun aðeins taka athygli þína frá verkum sem fá athygli á Íslandi og er þar af leiðandi ekki gott fyrir þinn pólitíska frama,“ segir viðmælandi Vilborgar. Kjósendur á landsbyggðinni séu neikvæðari gagnvart alþjóðastarfinu en þeir sem kjósa á höfuðborgarsvæðinu. Landsbyggðarkjósendur vilja frekar að þingmennirnir sínir einbeiti sér alfarið að málefnum kjördæmisins í stað þess að taka þátt í alþjóðastarfi. Þingmennirnir sjá því engan pólitískan ávinning af því að taka þátt í starfinu og segja það hafa neikvæð áhrif á pólitískan frama. Viðmælendurnir bentu einnig á lítinn áhuga fjölmiðla á starfinu. „Umfjöllun og þekking á utanríkismálum skortir því miður dýpt á Íslandi,“ segir viðmælandi. Þarf að endurskoða starfið Flestir viðmælendur Vilborgar voru sammála um að endurskoða þyrfti alþjóðastarf Alþingis. Nú eru átta alþjóðanefndir starfandi en voru flestir sammála um að stofna þurfi eins konar yfiralþjóðanefnd sem yfir alþjóðastarfinu. „Einhver veginn getur maður tekið undir að sumir fundir eru algjör óþarfi, þú veist, maður hefur farið út og heyrðu ég fékk ekkert út úr þessum fundi,“ segir viðmælandi Vilborgar. Önnur lykilatriði væru aukið samstarf á milli löggjafarvaldsins og framkvæmdavaldsins ásamt aukins samstarfs milli alþjóðanefnda og fastanefnda. Vilborg kynnti doktorsverkefnið á ráðstefnunni Þjóðarspegilinn. Yfirskrift erindisins var „Þú ert alltaf í fríi í útlöndum í staðinn fyrir að vera heima að vinna.“
Vísindi Alþingi Utanríkismál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira