Tilkynnt var um eldinn þegar klukkan var tuttugu mínútur gengin í fjögur. Loftur Þór Einarsson varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir að allt tiltækt lið hafi verið sent á vettvang og að slökkvistarf hafi gengið greiðlega. Húsið var síðan reykræst í framhaldinu.
Sex íbúðir eru í húsinu sem um ræðir og var það rýmt við komu slökkviliðs en öðrum varð ekki meint af. Fólkið sem býr í íbúðinni þar sem eldurinn kom upp var flutt á bráðamóttöku til skoðunnar en var ekki alvarlega slasað, að sögn Lofts.
Aðrir íbúar í húsinu hafa nú fengið að snúa aftur til síns heima en á brunastað er mikið tjón og ljóst að fólkið kemst ekki heim til sín á næstunni. Eldsupptök eru ókunn og er rannsókn hafin á því sem þarna gerðist.
Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu eða myndir á ritstjorn@visir.is.